Rosberg vill rigningu í Malasíu Birgir Þór Harðarson skrifar 20. mars 2013 16:00 Rosberg var ógeðslega fljótur í rigningunni í Ástralíu. Hann telur sig geta endurtekið leikinn ef það rignir í Malasíu. Mercedes-ökuþórinn Nico Rosberg segist vilja fá rigningu í næsta kappakstri í Malasíu um komandi helgi. Allt lítur út fyrir að hann fái ósk sína uppfyllta því spáð er skúrum alla þrjá dagana sem Formúla 1 stoppar þar. Rosberg var langfljótastur þegar brautin í Melbourne í Ástralíu var blaut. Hann setti besta tímann í fyrstu lotu tímatökunnar sem haldin var í rigningunni áður en næstu tveimur lotunum var frestað vegna aðstæðna. Red Bull-bílarnir fengu þá tækifæri til þess að setja bestu tíma sem þeir gerðu. Íslandsvinurinn Rosberg er því vongóður um að ná sínum fyrstu stigum á árinu í Malasíu. „Það er miklu heitara í Malasíu heldur en í Ástralíu svo keppnin verður gott próf fyrir bílinn og tækifæri fyrir okkur til að sjá hvernig hann hegðar sér í annars konar aðstæðum," sagði Rosberg sem stóð á verðlaunapalli eftir kappaksturinn á Sepang-brautinni árið 2010. „Það rignir oft kröftuglega í Malasíu og eftir því sem ég veit best er Mercedes-bíllinn góður í bleytunni," hélt Rosberg áfram.Rosberg og Hamilton gáfu eiginhandaráritanir í Malasíu í dag. Formúla Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Eltihrellirinn birtist í stúkunni og tennisstjarnan fór að gráta í miðjum leik Sport Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Mercedes-ökuþórinn Nico Rosberg segist vilja fá rigningu í næsta kappakstri í Malasíu um komandi helgi. Allt lítur út fyrir að hann fái ósk sína uppfyllta því spáð er skúrum alla þrjá dagana sem Formúla 1 stoppar þar. Rosberg var langfljótastur þegar brautin í Melbourne í Ástralíu var blaut. Hann setti besta tímann í fyrstu lotu tímatökunnar sem haldin var í rigningunni áður en næstu tveimur lotunum var frestað vegna aðstæðna. Red Bull-bílarnir fengu þá tækifæri til þess að setja bestu tíma sem þeir gerðu. Íslandsvinurinn Rosberg er því vongóður um að ná sínum fyrstu stigum á árinu í Malasíu. „Það er miklu heitara í Malasíu heldur en í Ástralíu svo keppnin verður gott próf fyrir bílinn og tækifæri fyrir okkur til að sjá hvernig hann hegðar sér í annars konar aðstæðum," sagði Rosberg sem stóð á verðlaunapalli eftir kappaksturinn á Sepang-brautinni árið 2010. „Það rignir oft kröftuglega í Malasíu og eftir því sem ég veit best er Mercedes-bíllinn góður í bleytunni," hélt Rosberg áfram.Rosberg og Hamilton gáfu eiginhandaráritanir í Malasíu í dag.
Formúla Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Eltihrellirinn birtist í stúkunni og tennisstjarnan fór að gráta í miðjum leik Sport Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira