Lífið

Skírði dótturina Rainbow

Fyrrverandi Playboy-kanínan Holly Madison eignaðist sitt fyrsta barn á þriðjudaginn með kærasta sínum Pasquale Rotella. Skötuhjúin eru búin að nefna stúlkuna og fékk hún afar sérstakt nafn.

Sú stutta heitir Rainbow Aurora Rotella.

Blómstraði á meðgöngunni.
"Mig langaði að gefa dóttur minni einstakt nafn. Þegar ég var lítil var ég í skóla með stelpu sem hét Rainbow og ég öfundaði hana svo af nafninu. Mér fannst það svo fallegt og sérstakt," segir Holly.

Hún þakkar aðdáendum sínum fyrir allar heillaóskirnar.

Nýbakaðir foreldrar.
"Mig langar að þakka fyrir öll yndislegu skilaboðin sem ég hef fengið frá ykkur. Ég er búin að eyða síðustu dögum í að læra að vera móðir – það er besta verkefni í heiminum! Ég hélt ekki að ég gæti orðið svona hamingjusöm, sérstaklega eftir svona lítinn svefn," skrifar Holly á bloggsíðu sína.

Holly var einu sinni ástfangin af Playboy-kónginum Hugh Hefner.
Þú gætir unnið - vertu með okkur á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.