Kröfuhafar verða að afskrifa eigur sínar hér á landi að verulegu leyti, sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri á ráðstefnu Fransk-íslenska viðskiptaráðsins í París í gær. Í erindi sínu sagði Már að eignir erlendra aðila í íslenskum krónum hér á landi næmu um 22% af vergri landsframleiðslu að viðbættum krónueignum þrotabúa bankanna sem eru að mestu leyti í eigu erlendra kröfuhafa. Við þetta bættist síðan aflandskrónur, eða eignir í íslenskum krónum utan íslensks hagkerfis.
Már segir að af því gefnu að greiðslubyrðin af þeim kröfum sem erlendir aðilar eiga á ríkissjóð og fyrirtæki á Íslandi sé það há að ef greiða ætti þær upp á einni nóttu þá væri veruleg hætta á annarri gjaldmiðlakrísu með skelfilegum afleiðngum fyrir hagkerfið. „Það er þess vegna sem þarf að minnka þessar kröfur eða þá að haga málum þannig að greiðslurnar verði inntar af hendi yfir mjög langan tíma. Því meira sem kröfurnar verða lækkaðar þeim mun hraðar verður hægt að aflétta fjármagnshöftum," sagði Már.
Már sagði að stjórnvöld væru með áætlun um að aflétta fjármagnshöftum eins og aðstæður leyfa án þess að raska jafnvægi krónunnar eða fjármálastöðugleika. Það verkefni sé nátengt því hvernig slitameðferð bankanna þróist því góð niðurstaða við slit bankanna myndi hraða því að gjaldeyrishöft yrðu afnumin.
Erlendir kröfuhafar þurfa að afskrifa eigur sínar
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið



Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða
Viðskipti innlent

Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur
Viðskipti innlent

Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi
Viðskipti erlent

Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda
Viðskipti innlent

Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð
Viðskipti innlent

Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið
Viðskipti innlent


Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað?
Viðskipti innlent
Fleiri fréttir
