Yngstu milljarðamæringar heims 5. mars 2013 14:10 MYND/GETTY Tímaritið Forbes hefur birt lista sinn yfir ríkustu einstaklinga jarðar en þeir eru þetta árið 1.426 talsins. Af þeim eru 29 undir fertugu. Þessi hópur á samanlagt 119 milljarða en uppspretta auðæva þeirra er af ýmsum toga. Þá efnuðust tíu í tæknigeiranum. Ellefu eru frá Bandaríkjunum.Hér fyrir neðan má sjá helstu nöfnin á listanum yfir yngstu milljarðamæringa jarðar: Yngstur er Dustin Moskovitz. Hann er 28 ára gamall og er metinn á 3.8 milljarða Bandaríkjadala. Moskovitz var herbergisfélagi Mark Zuckerberg í Harvard og var einn af stofnendum Facebook.Mark Zuckerberg sjálfur, stofnandi og stjórnarformaður Facebook er metinn á 13.3 milljarða dala. Hann er 28 ára gamall. Moskovitz og Zuckerberg eru þó ekki þeir einu sem efnuðust á samskiptamiðlinum Facebook. Eduardo Saverin, sem er þrítugur, var einn af stofnendum síðunnar. Saverin er af brasilísku bergi brotinn en bjó árum saman í Bandaríkjunum. Árið 2011 afsalaði hann sér bandarískum ríkisborgararétt og hélt til Singapúr.Sean Parker, stofnandi Napster og fyrrverandi stjórnarformaður Facebook, er síðan metinn á tvo milljarða dala. Hinn þrjátíu og sex ára gamli Jack Dorsey er síðan metinn á 1.1 milljarð dala. Hann er einna þekktastur fyrir stofnun Twitter en auðævi hans má þó rekja til hlut hans í greiðslufyrirtækinu Square. Stofnandi GoPro, Nicholas Woodman, er einnig á listanum og metinn á 1.3 milljarða dala. Félagarnir Sergey Brin og Larry Page eru aldursforsetar en þeir eru báðir 39 ára gamli. Brin og Page stofnuðu lítið fyrirtæki árið 1998 sem átti eftir að hafa veruleg áhrif á daglegt líf fólks, Google. Brin er metinn á 22.8 milljarða dala og Page á 23 milljarða. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Tímaritið Forbes hefur birt lista sinn yfir ríkustu einstaklinga jarðar en þeir eru þetta árið 1.426 talsins. Af þeim eru 29 undir fertugu. Þessi hópur á samanlagt 119 milljarða en uppspretta auðæva þeirra er af ýmsum toga. Þá efnuðust tíu í tæknigeiranum. Ellefu eru frá Bandaríkjunum.Hér fyrir neðan má sjá helstu nöfnin á listanum yfir yngstu milljarðamæringa jarðar: Yngstur er Dustin Moskovitz. Hann er 28 ára gamall og er metinn á 3.8 milljarða Bandaríkjadala. Moskovitz var herbergisfélagi Mark Zuckerberg í Harvard og var einn af stofnendum Facebook.Mark Zuckerberg sjálfur, stofnandi og stjórnarformaður Facebook er metinn á 13.3 milljarða dala. Hann er 28 ára gamall. Moskovitz og Zuckerberg eru þó ekki þeir einu sem efnuðust á samskiptamiðlinum Facebook. Eduardo Saverin, sem er þrítugur, var einn af stofnendum síðunnar. Saverin er af brasilísku bergi brotinn en bjó árum saman í Bandaríkjunum. Árið 2011 afsalaði hann sér bandarískum ríkisborgararétt og hélt til Singapúr.Sean Parker, stofnandi Napster og fyrrverandi stjórnarformaður Facebook, er síðan metinn á tvo milljarða dala. Hinn þrjátíu og sex ára gamli Jack Dorsey er síðan metinn á 1.1 milljarð dala. Hann er einna þekktastur fyrir stofnun Twitter en auðævi hans má þó rekja til hlut hans í greiðslufyrirtækinu Square. Stofnandi GoPro, Nicholas Woodman, er einnig á listanum og metinn á 1.3 milljarða dala. Félagarnir Sergey Brin og Larry Page eru aldursforsetar en þeir eru báðir 39 ára gamli. Brin og Page stofnuðu lítið fyrirtæki árið 1998 sem átti eftir að hafa veruleg áhrif á daglegt líf fólks, Google. Brin er metinn á 22.8 milljarða dala og Page á 23 milljarða.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira