Svíar ræða hækkun á eftirlaunamörkunum 22. febrúar 2013 06:17 Eftirlaunaráð Svíþjóðar hefur lagt til við sænska þingið að réttur eldra fólks til að vinna verði hækkaður úr 67 árum og í 69 ár. Þar að auki leggur ráðið til við þingið að ellilífeyrisgreiðslur til opinberra starfsmanna hefjist ekki fyrr en þeir hafa náð 63 ára aldri. Í dag er miðað við 61 árs aldur. Reiknað er með að þessar tillögur ráðsins verði teknar til umræðu á yfirstandandi þingi. Í frétt um málið í Göteborg Posten kemur fram að eftirlaunaráðið hafi verið stofnað á vegum núverandi ríkisstjórnar Svíþjóðar árið 2011. Því var ætlað að móta tillögur sem tækju mið af því að meðalaldur Svía hækkar stöðugt og að bilið milli þeirra sem eru á eftirlaunum og starfandi fólks minnkar stöðugt. Fram kemur í Göteborg Posten að í núverandi kerfi er mögulegt fyrir fólk að fara á eftirlaun þegar við 55 ára aldurinn. Þessi aldursmörk vill eftirlaunaráðið hækka en ekki kemur fram um hve mörg ár. Skýrsla eftirlaunaráðsins með þessum tillögum og fleirum verður gerð opinber í apríl n.k. Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Eftirlaunaráð Svíþjóðar hefur lagt til við sænska þingið að réttur eldra fólks til að vinna verði hækkaður úr 67 árum og í 69 ár. Þar að auki leggur ráðið til við þingið að ellilífeyrisgreiðslur til opinberra starfsmanna hefjist ekki fyrr en þeir hafa náð 63 ára aldri. Í dag er miðað við 61 árs aldur. Reiknað er með að þessar tillögur ráðsins verði teknar til umræðu á yfirstandandi þingi. Í frétt um málið í Göteborg Posten kemur fram að eftirlaunaráðið hafi verið stofnað á vegum núverandi ríkisstjórnar Svíþjóðar árið 2011. Því var ætlað að móta tillögur sem tækju mið af því að meðalaldur Svía hækkar stöðugt og að bilið milli þeirra sem eru á eftirlaunum og starfandi fólks minnkar stöðugt. Fram kemur í Göteborg Posten að í núverandi kerfi er mögulegt fyrir fólk að fara á eftirlaun þegar við 55 ára aldurinn. Þessi aldursmörk vill eftirlaunaráðið hækka en ekki kemur fram um hve mörg ár. Skýrsla eftirlaunaráðsins með þessum tillögum og fleirum verður gerð opinber í apríl n.k.
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira