Innlent

Maður handtekinn grunaður um líkamsárás

Karlmaður var handtekinn við Álftanesveg í gærkvöldi, grunaður um líkamsárás, og gistir hann fangageymslur.

Þolandinn leitaði aðhlynningar á slysadeild, en lögregla gefur ekki upp nánari málsatvik.

Tveir voru svo gripnir glóðvolgir á innbortsstað í austurborginni á fimmta tímanum í nótt og bíða þess í fangageymslum að verða yfirheyrðir í dag.

Alls gistu tíu manns fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarinnar í nótt, ýmist fyrir ölvun, að eigin ósk, eða vegna rannsóknar fyrrgreindra mála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×