Innlent

Einblína á þá bolta sem eru í loftinu

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Skjáskot úr myndbandi sem Skíðasambandið lét gera. Á innfelldu myndinni má sjá Evu Einarsdóttur, formann ÍTR.
Skjáskot úr myndbandi sem Skíðasambandið lét gera. Á innfelldu myndinni má sjá Evu Einarsdóttur, formann ÍTR.
Eva Einarsdóttir, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur (ÍTR), segist hafa sest niður með fulltrúum Skíðasambands Íslands árið 2011 vegna tillögu um byggingar skíðahúss í Úlfarsfelli.

„Mér finnst þetta skemmtileg hugmynd sem slík en eins og staðan er núna er verið að reyna að einblína á þau verkefni sem við erum þegar með í gangi," segir Eva, en hugmyndin fjallar um úthlutun lóðar í hlíðum Úlfarsfells undir skíðahús með 800 metra langri inniskíðabraut og fleiru.

„Eins opnuðum við nýlega Skálafell og það er mikil vinna í gangi varðandi framtíð skíðasvæðanna sem við erum nú þegar að sinna," bætir Eva við, og segir nauðsynlegt að „einblína á þá bolta sem séu í loftinu".


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×