De la Rosa vill vera formaður GPDA áfram Birgir Þór Harðarson skrifar 13. febrúar 2013 08:00 Pedro de la Rosa, tilraunaökuþór Ferrari-liðsins, vill vera formaður samtaka Grand Prix-ökumanna (GPDA) áfram árið 2013. Þessi 41 árs Spánverji hefur sinnt formannsverkum fyrir samtökin síðan í fyrra þegar hann ók fyrir HRT-liðið. Tók hann þá við af Rubens Barrichello sem þurfti að segja af sér eftir að hafa misst keppnissæti sitt hjá Williams-liðinu. De la Rosa gat hins vegar ekki sinnt skyldum sínum fyrir samtökin nógu vel því HRT-liðið virtist taka nokkuð mikið af hans tíma. Árið í ár verður að öllum líkindum rólegra fyrir hann svo hann telur sig reiðubúinn að takast á við verkefnin framundan. „Ef ökumennirnir vilja hafa mig áfram þá verð ég glaður að sinna verkefnunum." Áætlað er að halda kosningar í efstu stöður samtakanna þegar fyrsta mót ársins fer fram í Ástralíu þann 17. mars. Meðstjórnendur í samtökunum eru þeir Felipe Massa og Sebastian Vettel. Óvíst er hvort þeir muni gefa kost á sér á ný en þeir hafa sinnt þeim störfum síðan 2011. Hlutverk GPDASamtök Grand Prix-ökumanna eru einskonar stéttarfélag ökumanna í Formúlu 1. Þeirra helsta baráttumál í gegnum tíðina hefur verið að auka öryggi ökumanna, liðsmanna og áhorfenda í formúlunni og unnið stórvirki í þeim efnum. Félagið stofnað árið 1961 með það að markmiði að auka og viðhalda öryggiskröfunum í íþróttinni. Bæði mótshaldarar og liðin áttu það til að fella öryggiskröfurnar til þess að spara peninga, með hörmulegum afleiðingum. Félagið var leyst upp árið 1982 í kjölfar deilna og nýrra samninga milli FIA og FOCA (Formula One Constructors Association). Helgin í maí 1994 reyndist afdrifarík. Þar fórust Roland Ratzenberger og Ayrton Senna í fyrstu banaslysunum í Formúlu 1 í 18 ár. Strax í næsta móti, í Mónakó sama ár, voru samtökin endurvakin og Michael Schumacher skipaður formaður. Samtökin hafa formlegt vægi í Bretlandi sem hlutafélag en skrifstofur samtakanna eru í Mónakó. Hér að ofan má finna myndband af upphafi kappaksturins í Imola árið 1994 og sjá banaslys Ayrton Senna sem varð til þess að GPDA var stofnað á nýjan leik. Viðkvæmir eru varaðir við myndunum.Flak Williams-bílsins sem Senna ók í kappakstrinum örlagaríka í maí 1994. Formúla Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Pedro de la Rosa, tilraunaökuþór Ferrari-liðsins, vill vera formaður samtaka Grand Prix-ökumanna (GPDA) áfram árið 2013. Þessi 41 árs Spánverji hefur sinnt formannsverkum fyrir samtökin síðan í fyrra þegar hann ók fyrir HRT-liðið. Tók hann þá við af Rubens Barrichello sem þurfti að segja af sér eftir að hafa misst keppnissæti sitt hjá Williams-liðinu. De la Rosa gat hins vegar ekki sinnt skyldum sínum fyrir samtökin nógu vel því HRT-liðið virtist taka nokkuð mikið af hans tíma. Árið í ár verður að öllum líkindum rólegra fyrir hann svo hann telur sig reiðubúinn að takast á við verkefnin framundan. „Ef ökumennirnir vilja hafa mig áfram þá verð ég glaður að sinna verkefnunum." Áætlað er að halda kosningar í efstu stöður samtakanna þegar fyrsta mót ársins fer fram í Ástralíu þann 17. mars. Meðstjórnendur í samtökunum eru þeir Felipe Massa og Sebastian Vettel. Óvíst er hvort þeir muni gefa kost á sér á ný en þeir hafa sinnt þeim störfum síðan 2011. Hlutverk GPDASamtök Grand Prix-ökumanna eru einskonar stéttarfélag ökumanna í Formúlu 1. Þeirra helsta baráttumál í gegnum tíðina hefur verið að auka öryggi ökumanna, liðsmanna og áhorfenda í formúlunni og unnið stórvirki í þeim efnum. Félagið stofnað árið 1961 með það að markmiði að auka og viðhalda öryggiskröfunum í íþróttinni. Bæði mótshaldarar og liðin áttu það til að fella öryggiskröfurnar til þess að spara peninga, með hörmulegum afleiðingum. Félagið var leyst upp árið 1982 í kjölfar deilna og nýrra samninga milli FIA og FOCA (Formula One Constructors Association). Helgin í maí 1994 reyndist afdrifarík. Þar fórust Roland Ratzenberger og Ayrton Senna í fyrstu banaslysunum í Formúlu 1 í 18 ár. Strax í næsta móti, í Mónakó sama ár, voru samtökin endurvakin og Michael Schumacher skipaður formaður. Samtökin hafa formlegt vægi í Bretlandi sem hlutafélag en skrifstofur samtakanna eru í Mónakó. Hér að ofan má finna myndband af upphafi kappaksturins í Imola árið 1994 og sjá banaslys Ayrton Senna sem varð til þess að GPDA var stofnað á nýjan leik. Viðkvæmir eru varaðir við myndunum.Flak Williams-bílsins sem Senna ók í kappakstrinum örlagaríka í maí 1994.
Formúla Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira