Häkkinen: Hamilton að taka mikla áhættu Birgir Þór Harðarson skrifar 13. febrúar 2013 06:00 Häkkinen vonar að Mercedes nái árangri í Formúlu 1 í sumar. nordicphotos/afp Mika Häkkinen, tvöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og fyrrum ökuþór McLaren-liðsins, segir að Lewis Hamilton hafi tekið mikla áhættu þegar hann skipti frá McLaren til Mercedes-liðsins í vetur. Häkkinen ók nánast allan sinn Formúlu 1-feril hjá McLaren vann heimsmeistaratitlana árin 1998 og 1999 með liðinu. Hann segir Mercedes-bílana hafa verið undir pari síðan þýski bílaframleiðandinn snéri aftur í Formúlu 1 með silfurörvarnar sínar. Þeir verði að byrja að skila úrslitum áður en nýjar vélar verða kynntar á næsta ári. „McLaren er frábært lið og þeir stefna alltaf á sigur," sagði Häkkinen við Sky Sports. „Ég held að við munum vita það betur um mitt tímabil hvort það hafi verið mistök fyrir Hamilton að fara til Mercedes í vetur. Ég tel Hamilton hins vegar hafa horft á langtíma markmið sín í formúlunni þegar hann valdi Mercedes." Mercedes-liðið hefur aðeins unnið einn sigur á þessum þremur árum sem liðin eru síðan þeir snéru aftur í Formúlu 1. Sá sigur kom í Kína í fyrra þegar Nico Rosberg stýrði bílnum fyrstur yfir endamarkið í sérstökum aðstæðum. Häkkinen segir að Mercedes verði að skila árangri í ár. „Æfingarnar byrjuðu ekki vel fyrir þá í Jerez. Lewis klessti bílinn þegar bremsurnar biluðu. Það verður bara að kallast slæm byrjun á tímabilinu." Häkkinen talaði hins vegar vel um Sergio Perez sem leysir Hamilton af hjá McLaren. Perez hefur verið kokhraustur eftir fyrstu æfingarnar og segir McLaren-liðið uppfylla villtustu drauma sína. „Hann er sjálfsöruggur núna og stefnir að því að vinna mót og heimsmeistaratitla. Það eru jákvæð merki," sagði Häkkinen enn fremur. „Vonum að hann sé ekki of sjálfsöruggur því þá fer maður að gera mistök."Hamilton og Häkkinen eru ágætis félagar.nordicphotos/afp Formúla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Mika Häkkinen, tvöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og fyrrum ökuþór McLaren-liðsins, segir að Lewis Hamilton hafi tekið mikla áhættu þegar hann skipti frá McLaren til Mercedes-liðsins í vetur. Häkkinen ók nánast allan sinn Formúlu 1-feril hjá McLaren vann heimsmeistaratitlana árin 1998 og 1999 með liðinu. Hann segir Mercedes-bílana hafa verið undir pari síðan þýski bílaframleiðandinn snéri aftur í Formúlu 1 með silfurörvarnar sínar. Þeir verði að byrja að skila úrslitum áður en nýjar vélar verða kynntar á næsta ári. „McLaren er frábært lið og þeir stefna alltaf á sigur," sagði Häkkinen við Sky Sports. „Ég held að við munum vita það betur um mitt tímabil hvort það hafi verið mistök fyrir Hamilton að fara til Mercedes í vetur. Ég tel Hamilton hins vegar hafa horft á langtíma markmið sín í formúlunni þegar hann valdi Mercedes." Mercedes-liðið hefur aðeins unnið einn sigur á þessum þremur árum sem liðin eru síðan þeir snéru aftur í Formúlu 1. Sá sigur kom í Kína í fyrra þegar Nico Rosberg stýrði bílnum fyrstur yfir endamarkið í sérstökum aðstæðum. Häkkinen segir að Mercedes verði að skila árangri í ár. „Æfingarnar byrjuðu ekki vel fyrir þá í Jerez. Lewis klessti bílinn þegar bremsurnar biluðu. Það verður bara að kallast slæm byrjun á tímabilinu." Häkkinen talaði hins vegar vel um Sergio Perez sem leysir Hamilton af hjá McLaren. Perez hefur verið kokhraustur eftir fyrstu æfingarnar og segir McLaren-liðið uppfylla villtustu drauma sína. „Hann er sjálfsöruggur núna og stefnir að því að vinna mót og heimsmeistaratitla. Það eru jákvæð merki," sagði Häkkinen enn fremur. „Vonum að hann sé ekki of sjálfsöruggur því þá fer maður að gera mistök."Hamilton og Häkkinen eru ágætis félagar.nordicphotos/afp
Formúla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira