Ferrari og Force India frumsýndu í dag Birgir Þór Harðarson skrifar 1. febrúar 2013 21:30 Nýi Ferrari-bíllinn heitir F138. nordicphotos/afp Ferrari-liðið svipti hulunni af nýja keppnisbíl liðsins sem þeir Fernando Alonso og Felipe Massa munu aka í sumar. Bílinn kalla þeir F138 og er hann þróaður út frá hönnun bílsins sem notaður var í fyrra. Afturendi bílsins hefur verið endurhannaður til þess að hægt væri að útfæra pústkerfið á annan hátt en gert var í fyrra. Þá hefur loftinntökunum verið breytt til þess að auka virkni loftflæðisins yfir bílinn. Ferrari-liðið notaði vindgöng Toyota í Köln í Þýskalandi til þess að fikra sig áfram í tengslum við loftaflið en verið er að betrumbæta vindgöng liðsins í Maranello á Ítalíu. Force India-liðið frumsýndi einnig bílinn sinn í dag. Þá hafa fjögur lið frumsýnt bíla sína og eru tilbúin til að hefja æfingar á þriðjudaginn í næstu viku. Enn er óvíst hver mun aka við hlið Paul di Resta í sumar. Bílar Ferrari og Force India eiga það sameiginlegt að hafa ekki tröppu fyrir aftan framtrjónu bílanna. Bæði lið notuðu þá útfærslu í fyrra en hún fór illa í aðdáendur Formúlu 1. Lotus-liðið er eitt þeirra liða sem þegar hafa frumsýnt keppnisbíla sína fyrir árið 2013 sem halda sig við tröppuna. Það að trappan sé horfin á bílum Ferrari og Force India þýðir aðeins að yfirbygging bílsins hefur verið lækkuð. McLaren var eitt þeirra liða, utan Marussia, sem hafði ekki tröppu á bíl sínum í fyrra. Þeir hækkuðu aftur á móti yfirbyggingu MP4-28 bílsins án þess þó að þurfa að nota tröppuna.Di Resta mun aka fyrir Force India í sumar en ekki er víst hver mun aka við hlið hans.nordicphotos/afpFerrari-bíll ársins er glæsilegur. Formúla Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Ferrari-liðið svipti hulunni af nýja keppnisbíl liðsins sem þeir Fernando Alonso og Felipe Massa munu aka í sumar. Bílinn kalla þeir F138 og er hann þróaður út frá hönnun bílsins sem notaður var í fyrra. Afturendi bílsins hefur verið endurhannaður til þess að hægt væri að útfæra pústkerfið á annan hátt en gert var í fyrra. Þá hefur loftinntökunum verið breytt til þess að auka virkni loftflæðisins yfir bílinn. Ferrari-liðið notaði vindgöng Toyota í Köln í Þýskalandi til þess að fikra sig áfram í tengslum við loftaflið en verið er að betrumbæta vindgöng liðsins í Maranello á Ítalíu. Force India-liðið frumsýndi einnig bílinn sinn í dag. Þá hafa fjögur lið frumsýnt bíla sína og eru tilbúin til að hefja æfingar á þriðjudaginn í næstu viku. Enn er óvíst hver mun aka við hlið Paul di Resta í sumar. Bílar Ferrari og Force India eiga það sameiginlegt að hafa ekki tröppu fyrir aftan framtrjónu bílanna. Bæði lið notuðu þá útfærslu í fyrra en hún fór illa í aðdáendur Formúlu 1. Lotus-liðið er eitt þeirra liða sem þegar hafa frumsýnt keppnisbíla sína fyrir árið 2013 sem halda sig við tröppuna. Það að trappan sé horfin á bílum Ferrari og Force India þýðir aðeins að yfirbygging bílsins hefur verið lækkuð. McLaren var eitt þeirra liða, utan Marussia, sem hafði ekki tröppu á bíl sínum í fyrra. Þeir hækkuðu aftur á móti yfirbyggingu MP4-28 bílsins án þess þó að þurfa að nota tröppuna.Di Resta mun aka fyrir Force India í sumar en ekki er víst hver mun aka við hlið hans.nordicphotos/afpFerrari-bíll ársins er glæsilegur.
Formúla Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira