Mercedes og Toro Rosso frumsýndu Birgir Þór Harðarson skrifar 4. febrúar 2013 20:30 Bíllinn var frumsýndur við athöfn á Jerez-brautinni. nordicphotos/afp Mercedes-liðið í Formúlu 1 frumsýndi keppnisbíl sinn í Jerez á Spáni í dag. Á morgun hefjast þar fyrstu æfingar keppnistímabilið sem framundan er. Til mikils er vænst af Mercedes-liðinu á þessu tímabili því þeir hafa fengið Lewis Hamilton til liðs við sig og mun hann aka nýja Mercedes W04-bílnum í sumar ásamt Nico Rosberg. Auk þessa var Mercedes-bíll síðasta árs gríðarlega fljótur en óáreiðanlegur og fór illa með dekkin. Ross Brawn, liðstjóri, segir W04-bíllinn vera greinilegt skref fram á við miðað við forvera sinn. "Þúsundir klukkutíma hafa farið í hönnun og smíði bílsins til þess að tryggja betri árangur en í fyrra," sagði hann eftir að Rosberg hafði ekið nýja bílnum nokkra hringi um Jerez-brautina og þeir Hamilton höfðu formlega svipt hulunni af bílnum. Auk Mercedes frumsýndi Toro Rosso-liðið ítalska bílinn sinn á Jerez í dag. STR8-bíllinn sem liðið mun nota árið 2013 er hlaðinn Ferrari-vél og með því að halda sömu liðskipan og í fyrra, með þá Jean-Eric Vergne og Daniel Ricciardo í bílstjórasætinu, ætlar liðið sér sjötta sætið í heimsmeistarakeppni bílasmiða. Toro Rosso þurfti að sætta sig við níunda sætið í stigakeppninni í fyrra en Franz Tost, liðstjóri, hefur fulla trú á að ná takmarki sínu. "Þetta er fyrsti bíllinn okkar sem hannaður er af James Key og Luca Furbatto. Báðir ökumennirnir stóðu sig frábærlega í fyrra og ég er viss um að ef við útvegum góðan bíl munu þeir koma á óvart." Þrjú lið eiga eftir að frumsýna keppnisbíla sína. Það eru Caterham og Marussia sem munu frumsýna í fyrramálið áður en fyrsta æfingalotan hefst og Williams-liðið sem frumsýnir ekki fyrr en 19. febrúar eða þegar fyrstu æfingum er lokið í Jerez og æfingarnar í Barcelona hefjast.Toro Rosso-liðið frumsýndi bílinn sinn Formúla Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Mercedes-liðið í Formúlu 1 frumsýndi keppnisbíl sinn í Jerez á Spáni í dag. Á morgun hefjast þar fyrstu æfingar keppnistímabilið sem framundan er. Til mikils er vænst af Mercedes-liðinu á þessu tímabili því þeir hafa fengið Lewis Hamilton til liðs við sig og mun hann aka nýja Mercedes W04-bílnum í sumar ásamt Nico Rosberg. Auk þessa var Mercedes-bíll síðasta árs gríðarlega fljótur en óáreiðanlegur og fór illa með dekkin. Ross Brawn, liðstjóri, segir W04-bíllinn vera greinilegt skref fram á við miðað við forvera sinn. "Þúsundir klukkutíma hafa farið í hönnun og smíði bílsins til þess að tryggja betri árangur en í fyrra," sagði hann eftir að Rosberg hafði ekið nýja bílnum nokkra hringi um Jerez-brautina og þeir Hamilton höfðu formlega svipt hulunni af bílnum. Auk Mercedes frumsýndi Toro Rosso-liðið ítalska bílinn sinn á Jerez í dag. STR8-bíllinn sem liðið mun nota árið 2013 er hlaðinn Ferrari-vél og með því að halda sömu liðskipan og í fyrra, með þá Jean-Eric Vergne og Daniel Ricciardo í bílstjórasætinu, ætlar liðið sér sjötta sætið í heimsmeistarakeppni bílasmiða. Toro Rosso þurfti að sætta sig við níunda sætið í stigakeppninni í fyrra en Franz Tost, liðstjóri, hefur fulla trú á að ná takmarki sínu. "Þetta er fyrsti bíllinn okkar sem hannaður er af James Key og Luca Furbatto. Báðir ökumennirnir stóðu sig frábærlega í fyrra og ég er viss um að ef við útvegum góðan bíl munu þeir koma á óvart." Þrjú lið eiga eftir að frumsýna keppnisbíla sína. Það eru Caterham og Marussia sem munu frumsýna í fyrramálið áður en fyrsta æfingalotan hefst og Williams-liðið sem frumsýnir ekki fyrr en 19. febrúar eða þegar fyrstu æfingum er lokið í Jerez og æfingarnar í Barcelona hefjast.Toro Rosso-liðið frumsýndi bílinn sinn
Formúla Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira