Fjárfestingarleið Seðlabankans aðeins fyrir ríka fólkið Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. febrúar 2013 18:30 Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að þótt lágmarksfjárhæð í svokallaðri fjárfestingarleið bankans gagnist aðeins ríku fólki hafi verið nauðsynlegt að hafa kröfur um lágmarksfjárhæð vegna þess að markmiðið hafi verið að laða háar fjárhæðir til landsins í erlendum gjaldeyri. Fjárfestingarleiðin er einn liður í áætlun bankans um afnám hafta. Í haust verða fimm ár liðin frá efnahagshruni og þeirri ákvörðun að setja á gjaldeyrishöft á Íslandi, eða fjármagnshöft eins og starfsmenn Seðlabankans vilja frekar kalla þau. En hvenær munu Íslendingar búa aftur við frelsi í gjaldeyrismálum? Kannski aldrei. Fullt frelsi í þessum efnum með krónuna sem gjaldmiðil virðist ekki í augsýn á meðan jafn hægt hefur gengið að vinna á „snjóhengjunni" svokölluðu og raun ber vitni. Seðlabankinn hefur ýmis tæki til að vinda ofan af höftunum, en þessi úrræði hafa heppnast mis vel. Ein þessara leiða er fjárfestingarleið Seðlabankans. Jafnvirði 45 milljarða króna komu til landsins með þessari leið í fyrra, en hún er aðeins hluti af stærri áætlun um losun haftanna. Fjárfestingarleiðin hefur í raun aðeins skilað hænuskrefum í átt að gjaldeyrisfrelsi. Fjárfestingarleiðin virkar þannig að einstaklingar og fyrirtæki geta komið með erlendan gjaldeyri til Íslands og fengið í staðinn afslátt af íslenskum krónum. Seðlabankinn leiðir saman kaupanda og seljanda krónanna. Þeir sem aðallega hafa nýtt sér þetta eru einstaklingar sem stóðu framarlega í íslensku útrásinni. Til dæmis hafa stofnendur Bakkavarar, Ágúst og Lýður Guðmundssynir, nota þessa leið við að kaupa upp hlutabréf í Bakkavör. Þá keypti Karl Wernersson á þriðja hundrað milljón króna með sömu leið í fyrra. Ekki liggur fyrir hvernig hann ráðstafaði þeim krónum. Lágmarksfjárhæð í þessum útboðum er 50 þúsund evrur, jafnvirði rúmlega 8,5 milljóna króna. Í raun er þetta ríka fólk að fá afslátt af lífskjörum sínum, því það getur keypt krónur á miklum afslætti. Venjulegt fólk búsett hér á landi þarf að skila öllum sínum gjaldeyri vegna reglna um skilaskildu. Efnað fólk búsett erlendis, sem á evrur á gjaldeyrisreikningum, getur hins vegar flutt þennan pening heim og fengið afslátt af íslenskum krónum. Gerð er krafa um að viðkomandi sé búsettur erlendis, þannig að um sé að ræða nýja erlenda fjárfestingu.Hefur aldrei komið til greina að afnema þessa lágmarksfjárhæð. Þar sem þetta hentar eingöngu ríku fólki? „Við höfum ekki rætt það mikið. Þó þetta henti, eins og þú orðar það, eingöngu ríku fólki, þá er þetta þannig að þetta er náttúrulega mikil framkvæmd og það er verið að reyna að koma eins stórum upphæðum í gegn og hægt er. Ef lágmarksupphæðin væri mjög lítil þá yrði þetta allt miklu þyngra í vöfum. Við skoðuðum það á sínum tíma og gerum það kannski aftur, en þarna vegast á sjónarmið, að hleypa fleirum að, annars vegar og hins vegar að vera með skilvirka framkvæmd," segir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að þótt lágmarksfjárhæð í svokallaðri fjárfestingarleið bankans gagnist aðeins ríku fólki hafi verið nauðsynlegt að hafa kröfur um lágmarksfjárhæð vegna þess að markmiðið hafi verið að laða háar fjárhæðir til landsins í erlendum gjaldeyri. Fjárfestingarleiðin er einn liður í áætlun bankans um afnám hafta. Í haust verða fimm ár liðin frá efnahagshruni og þeirri ákvörðun að setja á gjaldeyrishöft á Íslandi, eða fjármagnshöft eins og starfsmenn Seðlabankans vilja frekar kalla þau. En hvenær munu Íslendingar búa aftur við frelsi í gjaldeyrismálum? Kannski aldrei. Fullt frelsi í þessum efnum með krónuna sem gjaldmiðil virðist ekki í augsýn á meðan jafn hægt hefur gengið að vinna á „snjóhengjunni" svokölluðu og raun ber vitni. Seðlabankinn hefur ýmis tæki til að vinda ofan af höftunum, en þessi úrræði hafa heppnast mis vel. Ein þessara leiða er fjárfestingarleið Seðlabankans. Jafnvirði 45 milljarða króna komu til landsins með þessari leið í fyrra, en hún er aðeins hluti af stærri áætlun um losun haftanna. Fjárfestingarleiðin hefur í raun aðeins skilað hænuskrefum í átt að gjaldeyrisfrelsi. Fjárfestingarleiðin virkar þannig að einstaklingar og fyrirtæki geta komið með erlendan gjaldeyri til Íslands og fengið í staðinn afslátt af íslenskum krónum. Seðlabankinn leiðir saman kaupanda og seljanda krónanna. Þeir sem aðallega hafa nýtt sér þetta eru einstaklingar sem stóðu framarlega í íslensku útrásinni. Til dæmis hafa stofnendur Bakkavarar, Ágúst og Lýður Guðmundssynir, nota þessa leið við að kaupa upp hlutabréf í Bakkavör. Þá keypti Karl Wernersson á þriðja hundrað milljón króna með sömu leið í fyrra. Ekki liggur fyrir hvernig hann ráðstafaði þeim krónum. Lágmarksfjárhæð í þessum útboðum er 50 þúsund evrur, jafnvirði rúmlega 8,5 milljóna króna. Í raun er þetta ríka fólk að fá afslátt af lífskjörum sínum, því það getur keypt krónur á miklum afslætti. Venjulegt fólk búsett hér á landi þarf að skila öllum sínum gjaldeyri vegna reglna um skilaskildu. Efnað fólk búsett erlendis, sem á evrur á gjaldeyrisreikningum, getur hins vegar flutt þennan pening heim og fengið afslátt af íslenskum krónum. Gerð er krafa um að viðkomandi sé búsettur erlendis, þannig að um sé að ræða nýja erlenda fjárfestingu.Hefur aldrei komið til greina að afnema þessa lágmarksfjárhæð. Þar sem þetta hentar eingöngu ríku fólki? „Við höfum ekki rætt það mikið. Þó þetta henti, eins og þú orðar það, eingöngu ríku fólki, þá er þetta þannig að þetta er náttúrulega mikil framkvæmd og það er verið að reyna að koma eins stórum upphæðum í gegn og hægt er. Ef lágmarksupphæðin væri mjög lítil þá yrði þetta allt miklu þyngra í vöfum. Við skoðuðum það á sínum tíma og gerum það kannski aftur, en þarna vegast á sjónarmið, að hleypa fleirum að, annars vegar og hins vegar að vera með skilvirka framkvæmd," segir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira