Bankarnir herða sultarólina Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 7. febrúar 2013 16:32 Upplýsingafulltrúar bankanna þriggja. Kristján Kristjánsson hjá Landsbankanum, Haraldur Guðni Eiðsson hjá Arion, og Guðný Helga Herbertsdóttir hjá Íslandsbanka. Talsmenn stóru bankanna þriggja segja ljóst að ná þurfi rekstrarkostnaði þeirra niður, en samkvæmt nýútkominni skýrslu Samkeppniseftirlitsins (SE) jókst kostnaðurinn um ellefu milljarða króna á milli áranna 2011 og 2012. Eru viðskiptavinir bankanna sagðir greiða þennan mikla kostnað dýru verði með óhagstæðum viðskiptakjörum, en skýrslan segir hann mikinn í alþjóðlegum samanburði. „Við erum að vinna að því að ná kostnaðarhlutfallinu niður, það er ekkert leyndarmál," segir Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, og nefnir sameiningu við Byr sem eina af ástæðum hins mikla rekstrarkostnaðar bankans. „Það var einskiptiskostnaður hjá okkur vegna sameiningarinnar við Byr. Með þeirri sameiningu mun nást ákveðin hagræðing á markaði, en samlegðaráhrifin munu ekki koma fram að fullu fyrr en á þessu ári." Guðný bætir því við að eitt af lykilverkefnum bankans sé hagkvæmur rekstur og hafi ýmislegt verið gert til að lækka kostnað, s.s. endurnýjun á samningum við birgja og markvissara utanhald um kostnað hverrar deildar fyrir sig.Hafa þegar brugðist við kostnaðinum Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, segir bankann þegar hafa brugðist við kostnaðinum, og verið sé að reyna að reka bankann með hagkvæmari hætti en áður hafi verið gert. „Við lokuðum tíu útibúum á síðasta ári og alls höfum við lokað 18 útibúum frá hausti 2010 og hagræddum í höfuðstöðvunum í tvígang á síðasta ári," segir Kristján, en nýverið voru útibúin við Laugaveg og í Holtagörðum sameinuð í nýju útibúi í Borgartúni. „Við munum halda áfram ýmsum aðgerðum til hagræðingar sem snúa að skilvirkari rekstri. Við getum orðað það þannig, að við séum að endurskipuleggja allt verklag og alla vinnuferla til að draga úr kostnaði." Kristján segir erfitt að bera íslensku bankana saman við mun banka í mun fjölmennari löndum. „Stærðarhagkvæmni í bankarekstri er gríðarleg. Þú getur í raun þjónustað 100.000 manns og tvær til þrjár milljónir jafnvel með sama tölvukerfinu. Stofnkostnaðurinn er sá sami, en reksturinn kostar okkur hlutfallslega miklu meira."Skýrslan gott umræðuplagg Í sama streng tekur Haraldur Guðni Eiðsson hjá Arion banka, en þar er skýrsla SE sögð gott umræðuplagg sem bankinn þurfi að kynna sér betur áður en hann tjáir sig efnislega um innihald hennar. „Við höfum verið mjög fókuseruð á kostnað á síðustu árum. Starfsmönnum var fækkað um eitt hundrað og við höfum lokað um þriðjungi útibúa. Eitt af helstu verkefnum innan bankans er að halda kostnaði niðri, en við höfum ekki greint forsendur þessara útreikninga hjá SE." Upplýsingafulltrúarnir segja frekari lokanir útibúa ekki fyrirhugaðar í bili, og uppsagnir starfsfólks séu ekki á dagskrá. Ljóst sé hins vegar að nú þurfi að spara. Tengdar fréttir Rekstur bankanna kostar á við tvo Landspítala Rekstrarkostnaður bankanna á föstu verði hefur aukist verulega á hverju ári frá hruni. Rekstur 14 lánastofnana árið 2011 kostaði 30% meira á föstu verði en rekstur 32 lánastofnana fyrir áratug síðan og kostnaðurinn jafnast á við tvo Landsspítala í dag. 7. febrúar 2013 07:59 Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Talsmenn stóru bankanna þriggja segja ljóst að ná þurfi rekstrarkostnaði þeirra niður, en samkvæmt nýútkominni skýrslu Samkeppniseftirlitsins (SE) jókst kostnaðurinn um ellefu milljarða króna á milli áranna 2011 og 2012. Eru viðskiptavinir bankanna sagðir greiða þennan mikla kostnað dýru verði með óhagstæðum viðskiptakjörum, en skýrslan segir hann mikinn í alþjóðlegum samanburði. „Við erum að vinna að því að ná kostnaðarhlutfallinu niður, það er ekkert leyndarmál," segir Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, og nefnir sameiningu við Byr sem eina af ástæðum hins mikla rekstrarkostnaðar bankans. „Það var einskiptiskostnaður hjá okkur vegna sameiningarinnar við Byr. Með þeirri sameiningu mun nást ákveðin hagræðing á markaði, en samlegðaráhrifin munu ekki koma fram að fullu fyrr en á þessu ári." Guðný bætir því við að eitt af lykilverkefnum bankans sé hagkvæmur rekstur og hafi ýmislegt verið gert til að lækka kostnað, s.s. endurnýjun á samningum við birgja og markvissara utanhald um kostnað hverrar deildar fyrir sig.Hafa þegar brugðist við kostnaðinum Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, segir bankann þegar hafa brugðist við kostnaðinum, og verið sé að reyna að reka bankann með hagkvæmari hætti en áður hafi verið gert. „Við lokuðum tíu útibúum á síðasta ári og alls höfum við lokað 18 útibúum frá hausti 2010 og hagræddum í höfuðstöðvunum í tvígang á síðasta ári," segir Kristján, en nýverið voru útibúin við Laugaveg og í Holtagörðum sameinuð í nýju útibúi í Borgartúni. „Við munum halda áfram ýmsum aðgerðum til hagræðingar sem snúa að skilvirkari rekstri. Við getum orðað það þannig, að við séum að endurskipuleggja allt verklag og alla vinnuferla til að draga úr kostnaði." Kristján segir erfitt að bera íslensku bankana saman við mun banka í mun fjölmennari löndum. „Stærðarhagkvæmni í bankarekstri er gríðarleg. Þú getur í raun þjónustað 100.000 manns og tvær til þrjár milljónir jafnvel með sama tölvukerfinu. Stofnkostnaðurinn er sá sami, en reksturinn kostar okkur hlutfallslega miklu meira."Skýrslan gott umræðuplagg Í sama streng tekur Haraldur Guðni Eiðsson hjá Arion banka, en þar er skýrsla SE sögð gott umræðuplagg sem bankinn þurfi að kynna sér betur áður en hann tjáir sig efnislega um innihald hennar. „Við höfum verið mjög fókuseruð á kostnað á síðustu árum. Starfsmönnum var fækkað um eitt hundrað og við höfum lokað um þriðjungi útibúa. Eitt af helstu verkefnum innan bankans er að halda kostnaði niðri, en við höfum ekki greint forsendur þessara útreikninga hjá SE." Upplýsingafulltrúarnir segja frekari lokanir útibúa ekki fyrirhugaðar í bili, og uppsagnir starfsfólks séu ekki á dagskrá. Ljóst sé hins vegar að nú þurfi að spara.
Tengdar fréttir Rekstur bankanna kostar á við tvo Landspítala Rekstrarkostnaður bankanna á föstu verði hefur aukist verulega á hverju ári frá hruni. Rekstur 14 lánastofnana árið 2011 kostaði 30% meira á föstu verði en rekstur 32 lánastofnana fyrir áratug síðan og kostnaðurinn jafnast á við tvo Landsspítala í dag. 7. febrúar 2013 07:59 Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Rekstur bankanna kostar á við tvo Landspítala Rekstrarkostnaður bankanna á föstu verði hefur aukist verulega á hverju ári frá hruni. Rekstur 14 lánastofnana árið 2011 kostaði 30% meira á föstu verði en rekstur 32 lánastofnana fyrir áratug síðan og kostnaðurinn jafnast á við tvo Landsspítala í dag. 7. febrúar 2013 07:59