Viðskipti erlent

Ástandið á Spáni versnar enn

Magnús Halldórsson skrifar
Bankia, stærsti banki Spánar, hefur staðið höllum fæti undanfarin ár og þurft mikinn stuðning frá ríkissjóði Spánar og Seðlabanka Evrópu.
Bankia, stærsti banki Spánar, hefur staðið höllum fæti undanfarin ár og þurft mikinn stuðning frá ríkissjóði Spánar og Seðlabanka Evrópu.
Landsframleiðsla á Spáni dróst saman á þriðja ársfjórðungi ársins í fyrra um 0,7 prósent frá ársfjórðunginum á undan, og um 1,8 prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Þá sýna nýjustu tölur um smásöluverslun á Spáni að hún var mun verri í desember á síðasta ári heldur en árið 2011, en smásalan dróst saman um 10,7 prósent milli ára, að því er segir í frétt á vef Wall Street Journal í dag.

Staða efnahagsmála á Spáni er afar erfið þessi misserin, en mesti vandinn er mikið atvinnuleysi. Það mælist nú 26 prósent, samkvæmt tölum Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat, en hvergi í Evrópu er atvinnuleysi meira.

Sjá má frétt Wall Street Journal um þessi mál hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×