Miklar breytingar á liði Füchse Berlin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. janúar 2013 16:45 Nordic Photos / Getty Images Sex leikmenn yfirgefa herbúðir Füchse Berlin í sumar en það var tilkynnt á fjölmennum blaðamannafundi í Berlín í dag. Fundurinn var haldinn í Sjónvarpsturninum í Berlín þar sem forráðamenn liðsins, þeirra á meðal þjálfarinn Dagur Sigurðsson, tilkynntu að miklar breytingar yrðu gerðar á leikmannahópi Füchse Berlin í sumar. Þeir sex leikmenn sem fara frá liðinu í sumar eru Johannes Sellin, fyrirliðinn Torsten Laen, Evgeni Pevnov, Ivan Nincevic, Mark Bult og Börge Lund. Ljóst er að Sellin fer til Melsungen og Laen aftur til Danmerkur. Hinir verða samningslausir í sumar. „Allir þessir leikmenn voru tilbúnir að gefa allt sitt fyrir liðið," sagði framkvæmdarstjórinn Bob Hanning. „En stundum er breytinga þörf og við viljum halda okkar liði í ákveðnum gæðaflokki. Það á að vera sérstök tilfinning að spila í búningi Füchse Berlin." Á fundinum var einnig tilkynnt að þrír sænskir leikmenn kæmu til liðsins í sumar. Þetta eru þeir Matthias Zachrisson frá Guif, Fredrik Petersen frá Hamburg og Jesper Nielsen frá Sävehof. Allir leikmenn sem munu styrkja liðið mikið. Þá kemur Pavel Horak til liðsin frá Göppingen, þar sem hann hefur skorað mikið að undanförnu. Þar að auki verða leikmenn teknir upp úr unglingastarfi félagsins en það hefur verið í mikilli uppbyggingu síðustu ár. Þeirra á meðal eru Jonas Thümmler og Fabian Wiede sem báðir hafa gert þriggja ára samninga við atvinnumannalið Füchse Berlin. Liðið er nú í fjórða sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 28 stig, sjö stigum á eftir toppliði Rhein-Neckar Löwen. Handbolti Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Sjá meira
Sex leikmenn yfirgefa herbúðir Füchse Berlin í sumar en það var tilkynnt á fjölmennum blaðamannafundi í Berlín í dag. Fundurinn var haldinn í Sjónvarpsturninum í Berlín þar sem forráðamenn liðsins, þeirra á meðal þjálfarinn Dagur Sigurðsson, tilkynntu að miklar breytingar yrðu gerðar á leikmannahópi Füchse Berlin í sumar. Þeir sex leikmenn sem fara frá liðinu í sumar eru Johannes Sellin, fyrirliðinn Torsten Laen, Evgeni Pevnov, Ivan Nincevic, Mark Bult og Börge Lund. Ljóst er að Sellin fer til Melsungen og Laen aftur til Danmerkur. Hinir verða samningslausir í sumar. „Allir þessir leikmenn voru tilbúnir að gefa allt sitt fyrir liðið," sagði framkvæmdarstjórinn Bob Hanning. „En stundum er breytinga þörf og við viljum halda okkar liði í ákveðnum gæðaflokki. Það á að vera sérstök tilfinning að spila í búningi Füchse Berlin." Á fundinum var einnig tilkynnt að þrír sænskir leikmenn kæmu til liðsins í sumar. Þetta eru þeir Matthias Zachrisson frá Guif, Fredrik Petersen frá Hamburg og Jesper Nielsen frá Sävehof. Allir leikmenn sem munu styrkja liðið mikið. Þá kemur Pavel Horak til liðsin frá Göppingen, þar sem hann hefur skorað mikið að undanförnu. Þar að auki verða leikmenn teknir upp úr unglingastarfi félagsins en það hefur verið í mikilli uppbyggingu síðustu ár. Þeirra á meðal eru Jonas Thümmler og Fabian Wiede sem báðir hafa gert þriggja ára samninga við atvinnumannalið Füchse Berlin. Liðið er nú í fjórða sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 28 stig, sjö stigum á eftir toppliði Rhein-Neckar Löwen.
Handbolti Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Sjá meira