Handbolti

Aron Rafn byrjar í íslenska markinu

Mynd/Vilhelm
Aron Rafn Eðvarðsson verður í byrjunarliði Íslands þegar strákarnir mæta Rússum í fyrsta leik sínum á HM í handbolta á Spáni.

Arnar Björnsson, sem lýsir leiknum á Stöð 2 Sport, staðfesti þetta í þætti Þorsteins J nú rétt í þessu. Leikurinn hefst klukkan 17.00 og verður lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.

Björgvin Páll Gústavsson hefur verið aðalmarkvörður Íslands síðan á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 en hefur verið lengi frá keppni í haust vegna meiðsla.

Aron Rafn og Björgvin Páll voru valdir í lokahóp Íslands fram yfir Hreiðar Levý Guðmundsson nú fyrr í vikunni.


Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Rússland 25-30

Slæmur lokakafli varð íslenska landsliðinu að falli gegn Rússum í fyrsta leik liðsins á heimsmeistaramótinu í handknattleik. Rússar lönduðu fimm marka sigri, 30-25, en Ísland var 19-16 yfir þegar tuttugu mínútur voru eftir. Íslenska liðið sýndi styrkleika sinn af og til í leiknum en sóknarleikur liðsins var ekki nógu vel útfærður – og of margir leikmenn léku undir getu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×