Innlent

Vægir dómar í líkamsárásarmálum - sakborningar játuðu allir brot sín

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Úr Héraðsdómir Reykjaness.
Úr Héraðsdómir Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag fimm menn fyrir árás sem átti sér stað á verkstæðinu Pit Stop í Hafnarfirði í september árið 2010. Þeir voru fundnir sekir um að hafa í sameiningu ráðist á mann sem þar var og slegið hann með kylfu í höfuð og líkama, með þeim afleiðingum að hann hlaut skurð á hvirfli. Sakborningarnir játuðu allir aðild sína að árásinni.

Þá var einn fimmmenninganna, Jens Tryggvi Jensson, einnig fundinn sekur um sérstaklega hættulega líkamsárás á skemmtistaðnum Risinu við Tryggvagötu í Reykjavík. Árásin átti sér stað aðfaranótt laugardags, þann 5. mars árið 2011. Þar kastaði Jens Tryggvi bjórglasi í höfuð manns, ýtti honum upp að vegg og tók kverkataki. Maðurinn hlaut sár og skurði á andliti og hálsi sem sauma þurfti með 38 sporum. Þá hlaut hann einnig varanlega lömum á vinstra raddbandi.

Frá árinu 2007 hefur Jens Tryggvi hlotið nokkra dóma, þar á meðal fyrir umferðar- og hegningarlagabrot. Jens Tryggvi játaði brot sín fyrir héraðsdómi og var það virt honum til málsbóta. Samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjaness var hann dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir brot sín. Þá var honum gert að greiða 800 þúsund krónur í miskabætur.

Þá var Sigmundur Geir Helgason að sama skapi fundinn sekur um aðild sína að árásinni í Hafnarfirði árið 2010 og var hann dæmdur ti tveggja mánaða fangelsisvistar. Alls hefur Sigmundur Geir hlotið sjö dóma fyrir ýmis brot. Samkvæmt úrskurðinum í dag var Sigmundi Geir einnig gert að sæta upptöku á 23 kannbisplöntum, 0.8 grömmum af amfetamíni og einhverju magni af sterum.

Hinir þrír sem ákærðir voru í málinu voru ýmist dæmdir í tveggja mánaða fangelsi eða tólf mánaða fangelsi skilorðsbundið.

Málið var upphaflega rannsakað samhliða stórfelldu líkamsárásarmáli þar sem þeir Annþór Karlsson og Börkur Birgisson voru höfuðpaurar. Átta aðrir komu við sögu. Nokkrir af sakborningunum hafa komið sögu í báðum málum. Allir hafa þeir þegar verið dæmdir í fangelsi fyrir það. Málin tvö voru aftur á móti rekin í sitthvoru lagi fyrir héraðsdómi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×