Viðskipti innlent

Hallinn á rekstri ríkissjóðs nemur um 50 milljörðum

JHH skrifar
Rétt liðlega 48 milljarða halli var á rekstri ríkissjóðs á fyrstu ellefu mánuðum síðustu árs, samkvæmt tölum fjármálaráðuneytisins. Hallinn var 72.3 milljarðar á sama tímabili í fyrra.

Í greinargerð um greiðsluafkomu ríkissjóðs janúar-nóvember 2012 kemur fram að tekjur reyndust 43,2 milljörðum króna hærri en í fyrra á meðan að gjöldin jukust um 18,9 milljarða króna milli ára. Niðurstaðan er betri en gert var ráð fyrir í áætlunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×