Mexíkóski ökuþór McLaren-liðsins, Sergio Perez, telur Sauber-liðið hafa burði til að vinna mót á komandi keppnisvertíð í Formúlu 1.
Perez ók fyrir Sauber í tvö ár áður en hann skrifaði undir samning við McLaren í haust. Hann er aðeins 22 ára gamall en náði ótrúlega góðum árangri í Sauber-bílnum í fyrra. Hann komst til að mynda þrisvar á verðlaunapall.
"Sauber-liðið verður sterkt aftur á þessu ári, um það er ég sannfærður," sagði Perez við austurrískt tímarit. "Reglurnar í ár eru mjög svipaðar þeim sem voru í fyrra og þeir höfðu fullan skilning á því sem bíllinn var að gera í fyrra."
"Hvers vegna ætti því að ganga verr í ár? Ég geri meira að segja ráð fyrir að liðið muni geta unnið einhver mót."
Perez: Sauber hefur burði til sigurs
Birgir Þór Harðarson skrifar

Mest lesið


Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans
Enski boltinn

Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms
Íslenski boltinn


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti



Ísak Bergmann hljóp mest allra
Fótbolti
