Ráðuneytin varnarlaus gegn þrýstingi hagsmunaaðila Haraldur Guðmundsson skrifar 17. desember 2013 08:38 Gunnar Helgi segir ráðuneytin þurfa að þróa vandaðri vinnubrögð við gerð frumvarpa. Mynd/GVA. „Ráðuneytin virðast vera svo lítil og veikburða og undir það miklu álagi af ýmsu tagi að þau hafa í raun og veru mjög veikar forsendur til að leiða stefnumótunarvinnu á sambærilegan hátt og ráðuneyti gera í nágrannalöndum okkar. Þess vegna verða þau berskjölduð fyrir þrýstingi hagsmunaaðila af ýmsu tagi,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði. Ýtarlegur samanburður hans og Hauks Arnþórssonar stjórnsýslufræðings staðfestir að fyrstu drög atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að lagafrumvarpi sem á að auka notkun á endurnýjanlegum orkugjöfum í samgöngum voru að stórum hluta skrifuð af hagsmunaaðilanum Carbon Recycling International. Fréttablaðið fjallaði fyrst um málið 29. nóvember síðastliðinn. Þá kom fram að Carbon Recycling hafði frumkvæði að því að senda ráðuneytinu skjal sem innihélt tillögu að lagafrumvarpinu, en fyrirtækið framleiðir metanól sem má nota sem íblöndunarefni í bensín. „Samanburðurinn sýnir að útgangspunkturinn í drögum ráðuneytisins er skjal sem samið var af fyrirtækinu og ráðuneytið leggur það tiltölulega lítið breytt í hendur vinnsluaðila, sérstaklega hvað lagatextann varðar,“ segir Gunnar. „Þetta er sennilega óvenjulegt og örugglega óheppilegt. Það hefði verið eðlilegra ef ráðuneytið hefði samið erindisbréf fyrir einhvern starfshóp um það hvað ætti að koma út úr vinnunni sem lýsti pólitískri forgangsröðun og þeim kröfum sem væru gerðar til þeirrar vinnu, frekar en að gera einhverja tillögu frá fyrirtæki sem á verulegra hagsmuna að gæta að útgangspunkti.“ Gunnar segir ekkert óeðlilegt við það þegar ráðuneyti taka upp ákveðin mál fyrir tilstilli hagsmunaaðila. „Það sem er einkennilegt í þessu máli er að fyrirtækið semur tilbúið frumvarp, en ég kann engin önnur dæmi um slíkt.“ Gunnar segir íslensk ráðuneyti þurfa að þróa vandaðri vinnubrögð við faglegan undirbúning frumvarpa. Þar þurfi að vanda betur til bæði upplýsingaöflunar og mótunar þeirra valkosta sem taka á afstöðu til. Slík vinna er að hans sögn mun frumstæðari hér á landi en í nágrannalöndum okkar. „Til þess að við almennir borgarar getum treyst þeim ákvörðunum sem teknar eru í samstarfi ríkisstjórnar og Alþingis þarf undirbúningsvinnan að vera vönduð og það er hlutverk ráðuneytanna að hafa forystu um það,“ segir Gunnar.Samanburðurinn Þegar drög ráðuneytisins voru borin saman við tillöguskjal Carbon Recycling International (CRI) var notað forrit sem mælir hlutfall breytts texta. Þá kom í ljós að drög ráðuneytisins breyttust um 25 prósent miðað við tillöguskjal CRI. Lagatexti ráðuneytisins innihélt minni breytingar, eða 14,6 prósent, sem þýðir að ráðuneytið hefur sent þann hluta frá sér með litlum breytingum. Greinargerð frumvarpsins breyttist meira frá tillögum fyrirtækisins, eða um 29 prósent. Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira
„Ráðuneytin virðast vera svo lítil og veikburða og undir það miklu álagi af ýmsu tagi að þau hafa í raun og veru mjög veikar forsendur til að leiða stefnumótunarvinnu á sambærilegan hátt og ráðuneyti gera í nágrannalöndum okkar. Þess vegna verða þau berskjölduð fyrir þrýstingi hagsmunaaðila af ýmsu tagi,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði. Ýtarlegur samanburður hans og Hauks Arnþórssonar stjórnsýslufræðings staðfestir að fyrstu drög atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að lagafrumvarpi sem á að auka notkun á endurnýjanlegum orkugjöfum í samgöngum voru að stórum hluta skrifuð af hagsmunaaðilanum Carbon Recycling International. Fréttablaðið fjallaði fyrst um málið 29. nóvember síðastliðinn. Þá kom fram að Carbon Recycling hafði frumkvæði að því að senda ráðuneytinu skjal sem innihélt tillögu að lagafrumvarpinu, en fyrirtækið framleiðir metanól sem má nota sem íblöndunarefni í bensín. „Samanburðurinn sýnir að útgangspunkturinn í drögum ráðuneytisins er skjal sem samið var af fyrirtækinu og ráðuneytið leggur það tiltölulega lítið breytt í hendur vinnsluaðila, sérstaklega hvað lagatextann varðar,“ segir Gunnar. „Þetta er sennilega óvenjulegt og örugglega óheppilegt. Það hefði verið eðlilegra ef ráðuneytið hefði samið erindisbréf fyrir einhvern starfshóp um það hvað ætti að koma út úr vinnunni sem lýsti pólitískri forgangsröðun og þeim kröfum sem væru gerðar til þeirrar vinnu, frekar en að gera einhverja tillögu frá fyrirtæki sem á verulegra hagsmuna að gæta að útgangspunkti.“ Gunnar segir ekkert óeðlilegt við það þegar ráðuneyti taka upp ákveðin mál fyrir tilstilli hagsmunaaðila. „Það sem er einkennilegt í þessu máli er að fyrirtækið semur tilbúið frumvarp, en ég kann engin önnur dæmi um slíkt.“ Gunnar segir íslensk ráðuneyti þurfa að þróa vandaðri vinnubrögð við faglegan undirbúning frumvarpa. Þar þurfi að vanda betur til bæði upplýsingaöflunar og mótunar þeirra valkosta sem taka á afstöðu til. Slík vinna er að hans sögn mun frumstæðari hér á landi en í nágrannalöndum okkar. „Til þess að við almennir borgarar getum treyst þeim ákvörðunum sem teknar eru í samstarfi ríkisstjórnar og Alþingis þarf undirbúningsvinnan að vera vönduð og það er hlutverk ráðuneytanna að hafa forystu um það,“ segir Gunnar.Samanburðurinn Þegar drög ráðuneytisins voru borin saman við tillöguskjal Carbon Recycling International (CRI) var notað forrit sem mælir hlutfall breytts texta. Þá kom í ljós að drög ráðuneytisins breyttust um 25 prósent miðað við tillöguskjal CRI. Lagatexti ráðuneytisins innihélt minni breytingar, eða 14,6 prósent, sem þýðir að ráðuneytið hefur sent þann hluta frá sér með litlum breytingum. Greinargerð frumvarpsins breyttist meira frá tillögum fyrirtækisins, eða um 29 prósent.
Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira