Ákvað fjórtán ára gamall að dæma í NBA-deildinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. september 2013 07:00 Ástríðufullur. Crawford fór á kostum á fundinum í gær. Fréttablaðið/Pjetur Handaband NBA-dómarans Joey Crawford var kröftugt þegar hann kynnti sig fyrir blaðamanni á fundi Körfuknattleikssambandsins í Laugardalnum í gær. Þekktasti dómarinn í sinni íþrótt í heiminum lék á als oddi og hafði gaman af að spjalla við viðstadda. „Lífið snerist um körfubolta í hverfinu mínu sem krakki,“ segir Crawford sem ólst upp í Philadelphiu. Hann segir alla hafa spilað körfubolta frá morgni til kvölds og að margir verið mjög góðir. „Ég var meðalmaður í besta falli,“ segir Crawford og bætir við um hæl: „Þess vegna varð ég dómari.“ Bandaríkjamaðurinn, sem er nýorðinn 62 ára og var í banastuði á fundinum í gær, segir það hafa haft mikil áhrif á starfsferil sinn að faðir hans var einnig dómari en reyndar í atvinnumannadeildinni í hafnabolta. „Frá því ég var krakki og fór á leiki í fótbolta, körfubolta, boxi og hverju sem er var athygli mín alltaf á dómurunum,“ segir Crawford. Hann byrjaði að dæma átján ára en segist hafa vitað fjórtán ára gamall að hann vildi dæma í NBA.Spurt hvort hann væri geðveikur „Ég sagði krökkunum og kennurunum mínum í menntaskóla frá markmiðum mínum. Þau höfðu rétt fyrir sér þegar þau spurðu mig hvort ég væri geðveikur,“ segir Crawford og hlær. Metnaður hans og áhugi hefur hins vegar skilað honum langt. Þegar hann mætti í dómaraprufur fyrir NBA-deildina aðeins 21 árs gamall, árið 1972, göptu menn. Hann kunni þetta allt saman. Crawford er hér á landi líkt og Zsolt Hartyani hjá Evrópska körfuknattleikssambandinu í tilefni 50 ára afmælis Körfuknattleiksdómarafélags Íslands. Nokkur munur er á körfuboltanum vestanhafs og í Evrópu. Crawford segir óskandi að reglurnar væru alls staðar eins líkt og í knattspyrnu. Crawford setur spurningarmerki við þá reglu í Evrópu að dómarar þurfi að hætta störfum þegar þeir ná fimmtugu. „Ég væri því hættur fyrir langa löngu ef ég dæmdi hérna,“ segir Crawford. Hann segir það synd að dómarar í álfunni þurfi að hætta á besta aldri. „Þú missir fyrir vikið góða dómara og mikla reynslu úr körfuboltanum.“ Dick Bavetta er dæmi um slíkt en Bandaríkjamaðurinn, sem er á 74. aldursári, er enn í fullu fjöri og sinnir dómgæslu í NBA-deildinni. „Hann er stöðugt í ræktinni til að standa framar öðrum dómurum,“ segir Crawford, sem er vel þekktur í heimalandi sínu. Mörgum hefur þótt hann of gjarn við að gefa leikmönnum tæknivillur í gegnum tíðina. Þá vöktu samskipti hans við Tim Duncan, miðherja San Antonio Spurs, athygli á miðjum síðasta áratug. Lauk einum viðskiptum þeirra Crawfords á þann veg að dómarinn var settur í hlé af forsvarsmönnum deildarinnar. Sakaði Duncan landa sinn um að hafa spurt sig hvort hann vildi slást við sig þegar upp úr sauð í leik.Neikvætt starf „Ég gerði mistök og lærði af þeim,“ segir Crawford, sem missti af síðustu vikum tímabilsins vorið 2007. Hann mætti þó sterkur til leiks um haustið eftir að hafa leitað hjálpar hjá sálfræðingi. Hann segir eitt það mikilvægasta í starfi dómara að þeir geti tekið gagnrýni og viðurkennt mistök. Menn þurfi að geta gengið inn í búningsherbergi eftir leiki og horfst í augu við slaka frammistöðu. „Fólk á almennt erfitt með að viðurkenna mistök. En þegar dómarar komast yfir þessa hindrun bæta þeir sig hratt.“ Crawford, sem situr fyrir svörum á opnum fundi fyrir íslenska körfuknattleiksunnendur í Laugardalshöll klukkan 13 í dag, segir að dómarastarf sé neikvætt. Menn bendi honum reglulega á að þeir ættu að vera jákvæðir og skemmtilegir. Þannig virki hlutirnir hins vegar ekki og rifjar hann upp sjötta leik Miami Heat og San Antonio Spurs í úrslitaeinvíginu í vor til að styðja mál sitt. Þá hafi dómaratríóið gengið inn í búningsklefa, afar sátt við eigin frammistöðu og síminn fyllst af jákvæðum sms-skilaboðum. Svo hafi eitt borist frá kollega þeirra, Scott Foster: „Þið klúðruðuð skiptingu.“ „Svona er okkar starf,“ segir Crawford. Hans hlutverk sé að gera sitt besta og lágmarka mistökin. Að hleypa varamanni inn á völlinn á röngum tímapunkti hafi vissulega verið mistök. „Við þökkum guði fyrir að sú ákvörðun hafði ekki áhrif á leikinn.“ NBA Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Handaband NBA-dómarans Joey Crawford var kröftugt þegar hann kynnti sig fyrir blaðamanni á fundi Körfuknattleikssambandsins í Laugardalnum í gær. Þekktasti dómarinn í sinni íþrótt í heiminum lék á als oddi og hafði gaman af að spjalla við viðstadda. „Lífið snerist um körfubolta í hverfinu mínu sem krakki,“ segir Crawford sem ólst upp í Philadelphiu. Hann segir alla hafa spilað körfubolta frá morgni til kvölds og að margir verið mjög góðir. „Ég var meðalmaður í besta falli,“ segir Crawford og bætir við um hæl: „Þess vegna varð ég dómari.“ Bandaríkjamaðurinn, sem er nýorðinn 62 ára og var í banastuði á fundinum í gær, segir það hafa haft mikil áhrif á starfsferil sinn að faðir hans var einnig dómari en reyndar í atvinnumannadeildinni í hafnabolta. „Frá því ég var krakki og fór á leiki í fótbolta, körfubolta, boxi og hverju sem er var athygli mín alltaf á dómurunum,“ segir Crawford. Hann byrjaði að dæma átján ára en segist hafa vitað fjórtán ára gamall að hann vildi dæma í NBA.Spurt hvort hann væri geðveikur „Ég sagði krökkunum og kennurunum mínum í menntaskóla frá markmiðum mínum. Þau höfðu rétt fyrir sér þegar þau spurðu mig hvort ég væri geðveikur,“ segir Crawford og hlær. Metnaður hans og áhugi hefur hins vegar skilað honum langt. Þegar hann mætti í dómaraprufur fyrir NBA-deildina aðeins 21 árs gamall, árið 1972, göptu menn. Hann kunni þetta allt saman. Crawford er hér á landi líkt og Zsolt Hartyani hjá Evrópska körfuknattleikssambandinu í tilefni 50 ára afmælis Körfuknattleiksdómarafélags Íslands. Nokkur munur er á körfuboltanum vestanhafs og í Evrópu. Crawford segir óskandi að reglurnar væru alls staðar eins líkt og í knattspyrnu. Crawford setur spurningarmerki við þá reglu í Evrópu að dómarar þurfi að hætta störfum þegar þeir ná fimmtugu. „Ég væri því hættur fyrir langa löngu ef ég dæmdi hérna,“ segir Crawford. Hann segir það synd að dómarar í álfunni þurfi að hætta á besta aldri. „Þú missir fyrir vikið góða dómara og mikla reynslu úr körfuboltanum.“ Dick Bavetta er dæmi um slíkt en Bandaríkjamaðurinn, sem er á 74. aldursári, er enn í fullu fjöri og sinnir dómgæslu í NBA-deildinni. „Hann er stöðugt í ræktinni til að standa framar öðrum dómurum,“ segir Crawford, sem er vel þekktur í heimalandi sínu. Mörgum hefur þótt hann of gjarn við að gefa leikmönnum tæknivillur í gegnum tíðina. Þá vöktu samskipti hans við Tim Duncan, miðherja San Antonio Spurs, athygli á miðjum síðasta áratug. Lauk einum viðskiptum þeirra Crawfords á þann veg að dómarinn var settur í hlé af forsvarsmönnum deildarinnar. Sakaði Duncan landa sinn um að hafa spurt sig hvort hann vildi slást við sig þegar upp úr sauð í leik.Neikvætt starf „Ég gerði mistök og lærði af þeim,“ segir Crawford, sem missti af síðustu vikum tímabilsins vorið 2007. Hann mætti þó sterkur til leiks um haustið eftir að hafa leitað hjálpar hjá sálfræðingi. Hann segir eitt það mikilvægasta í starfi dómara að þeir geti tekið gagnrýni og viðurkennt mistök. Menn þurfi að geta gengið inn í búningsherbergi eftir leiki og horfst í augu við slaka frammistöðu. „Fólk á almennt erfitt með að viðurkenna mistök. En þegar dómarar komast yfir þessa hindrun bæta þeir sig hratt.“ Crawford, sem situr fyrir svörum á opnum fundi fyrir íslenska körfuknattleiksunnendur í Laugardalshöll klukkan 13 í dag, segir að dómarastarf sé neikvætt. Menn bendi honum reglulega á að þeir ættu að vera jákvæðir og skemmtilegir. Þannig virki hlutirnir hins vegar ekki og rifjar hann upp sjötta leik Miami Heat og San Antonio Spurs í úrslitaeinvíginu í vor til að styðja mál sitt. Þá hafi dómaratríóið gengið inn í búningsklefa, afar sátt við eigin frammistöðu og síminn fyllst af jákvæðum sms-skilaboðum. Svo hafi eitt borist frá kollega þeirra, Scott Foster: „Þið klúðruðuð skiptingu.“ „Svona er okkar starf,“ segir Crawford. Hans hlutverk sé að gera sitt besta og lágmarka mistökin. Að hleypa varamanni inn á völlinn á röngum tímapunkti hafi vissulega verið mistök. „Við þökkum guði fyrir að sú ákvörðun hafði ekki áhrif á leikinn.“
NBA Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira