Brotið á rétti umhverfisverndarsamtaka? Gunnsteinn Ólafsson skrifar 13. september 2013 00:00 Með fullgildingu Árósasamningsins árið 2011 viðurkenndu stjórnvöld loks þýðingu og mikilvægi umhverfisverndarsamtaka við hagsmunagæslu í þágu ósnortinnar náttúru og umhverfisverndar á Íslandi. Skömmu síðar, eða á árinu 2012, var tekin upp í EES-samninginn tilskipun sem er ætlað að innleiða ákvæði Árósasamningsins. Þar kemur skýrt fram að umhverfisverndarsamtök hafi ávallt hagsmuni í málum líkt og Gálgahraunsmálinu. Það kemur því eins og blaut tuska í andlit umhverfisverndarsinna að sýslumaðurinn í Reykjavík skuli nú neita að taka fyrir lögbannskröfu fernra umhverfisverndarsamtaka sem stöðva vilja framkvæmdir við nýjan Álftanesveg á þeim forsendum að þau eigi ekki lögvarða hagsmuni í málinu. Með þessu vísar sýslumaður því á bug að Íslendingar hafi skyldum að gegna, bæði gagnvart EES-samningnum og Árósasamningnum, og viðurkennir ekki þær réttarbætur sem umhverfissamtökum voru tryggðar með þeim. Frávísun sýslumanns vekur mikil vonbrigði en er að sama skapi hvalreki fyrir fyrirtæki á borð við Vegagerðina og Landsvirkjun sem hafa takmarkaðan áhuga á því að umhverfisverndarsamtök skipti sér af framkvæmdum þeirra. Lögbannskrafa fernra umhverfisverndarsamtaka á vegaframkvæmdir í Gálgahrauni er prófmál í náttúruvernd á Íslandi. Synjun sýslumanns hefur nú verið vísað til héraðsdóms og þar kemur í ljós hvort Íslendingar séu bundnir af gerðum samningum. Synjunin er sérlega bagaleg því hún viðheldur þeirri blekkingu að verktökum sé heimilt að framkvæma óafturkræf náttúruspjöll án þess að réttur náttúruverndarsamtaka til mótmæla sé virtur. Það bætir svo gráu ofan á svart að í Gálgahrauni eru bæði umhverfismat og framkvæmdaleyfi útrunnin. Á meðan dómarar meta hvort brotið hafi verið á rétti náttúruverndarsinna í þessu máli efna Hraunavinir til mótmælagöngu sunnudaginn 15. september kl. 14.00. Dagur íslenskrar náttúru er mánudaginn 16. september og því eru allir náttúruverndarsinnar á Íslandi hvattir til þess fjölmenna í Gálgahraun á sunnudaginn. Einnig stendur yfir söfnun til að kosta málskostnað í þessu grundvallarmáli. Söfnunarreikningurinn er 140 05 71017, kt. 480207-1490. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Með fullgildingu Árósasamningsins árið 2011 viðurkenndu stjórnvöld loks þýðingu og mikilvægi umhverfisverndarsamtaka við hagsmunagæslu í þágu ósnortinnar náttúru og umhverfisverndar á Íslandi. Skömmu síðar, eða á árinu 2012, var tekin upp í EES-samninginn tilskipun sem er ætlað að innleiða ákvæði Árósasamningsins. Þar kemur skýrt fram að umhverfisverndarsamtök hafi ávallt hagsmuni í málum líkt og Gálgahraunsmálinu. Það kemur því eins og blaut tuska í andlit umhverfisverndarsinna að sýslumaðurinn í Reykjavík skuli nú neita að taka fyrir lögbannskröfu fernra umhverfisverndarsamtaka sem stöðva vilja framkvæmdir við nýjan Álftanesveg á þeim forsendum að þau eigi ekki lögvarða hagsmuni í málinu. Með þessu vísar sýslumaður því á bug að Íslendingar hafi skyldum að gegna, bæði gagnvart EES-samningnum og Árósasamningnum, og viðurkennir ekki þær réttarbætur sem umhverfissamtökum voru tryggðar með þeim. Frávísun sýslumanns vekur mikil vonbrigði en er að sama skapi hvalreki fyrir fyrirtæki á borð við Vegagerðina og Landsvirkjun sem hafa takmarkaðan áhuga á því að umhverfisverndarsamtök skipti sér af framkvæmdum þeirra. Lögbannskrafa fernra umhverfisverndarsamtaka á vegaframkvæmdir í Gálgahrauni er prófmál í náttúruvernd á Íslandi. Synjun sýslumanns hefur nú verið vísað til héraðsdóms og þar kemur í ljós hvort Íslendingar séu bundnir af gerðum samningum. Synjunin er sérlega bagaleg því hún viðheldur þeirri blekkingu að verktökum sé heimilt að framkvæma óafturkræf náttúruspjöll án þess að réttur náttúruverndarsamtaka til mótmæla sé virtur. Það bætir svo gráu ofan á svart að í Gálgahrauni eru bæði umhverfismat og framkvæmdaleyfi útrunnin. Á meðan dómarar meta hvort brotið hafi verið á rétti náttúruverndarsinna í þessu máli efna Hraunavinir til mótmælagöngu sunnudaginn 15. september kl. 14.00. Dagur íslenskrar náttúru er mánudaginn 16. september og því eru allir náttúruverndarsinnar á Íslandi hvattir til þess fjölmenna í Gálgahraun á sunnudaginn. Einnig stendur yfir söfnun til að kosta málskostnað í þessu grundvallarmáli. Söfnunarreikningurinn er 140 05 71017, kt. 480207-1490.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun