Rétt skal vera rétt Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 7. janúar 2013 06:00 Einar Karl Haraldsson gerir mig að umtalsefni í grein sem birtist í Fréttablaðinu sl. laugardag. Honum mislíkar að mér finnist skjóta skökku við að þjóðkirkjan gefi út yfirlýsingar um að hún hyggist fara í söfnun fyrir tækjakaupum á Landspítalanum nokkrum dögum eftir að kirkjan hafði beitt sér af mikilli hörku fyrir auknum fjárveitingum til sjálfrar sín undir lok fjárlagagerðarinnar í desember sl. Ég fagnaði því um leið að kirkjan hygðist bæta sér í hóp þeirra fjölmörgu félagasamtaka sem leggja heilbrigðisstofnunum lið með söfnun fyrir mikilvægum tækjakaupum. Framlög frjálsra félagasamtaka til tækjakaupa hafa, þótt hljótt hafi farið, skipt sköpum fyrir tækjakost heilbrigðiskerfisins. Alþingi hefur samþykkt 900 m.kr. fjárveitingu til tækjakaupa á Landspítalanum á næsta ári og velferðarráðherra hefur látið vinna áætlun um reglubundnar fjárveitingar til tækjakaupa í heilbrigðiskerfinu. Hér eftir sem hingað til verður þó mikil þörf fyrir velvild frjálsra félagasamtaka. Einari Karli er að sjálfsögðu frjálst að lýsa viðhorfum sínum. Mér líkar þó illa að hann blekki lesendur til að gera mig tortryggilega. Kannski hefur hann ekki ætlað sér að blekkja neinn en hann hefur a.m.k. ekki kynnt sér staðreyndir. Hann segir í grein sinni: "Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hefur verið áhrifamanneskja í fjárlaganefnd á þessu kjörtímabili og átt sinn þátt í ákvörðunum um að hlunnfara þjóðkirkjuna árum saman." Hið rétta er að ég sat í rúmlega eitt ár í fjárlaganefnd og var formaður hennar frá 1. október 2011 til haustsins 2012. Þegar ég var formaður lagði meirihluti nefndarinnar til auknar fjárveitingar til þjóðkirkjunnar. Við hækkuðum sóknargjöld til þjóðkirkjunnar um 61,2 m.kr., fjárveitingar til kirkjumálasjóðs um 8,3 m.kr. og jöfnunarsjóðs sókna um 11,5 m.kr. Fjárveiting til þjóðkirkjunnar var því hækkuð um 81 milljón króna í fjárlagagerðinni þann tíma sem ég sat í og stýrði fjárlaganefnd. Þá studdi ég 45 m.kr. viðbótarfjárveitingu til kirkjunnar í fjárlögum 2013. Rétt skal vera rétt! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Biskup í góðum samhljómi Það eru tíðindi þegar forystukona Samfylkingarinnar í Reykjavík telur sig ekki hafa annað þarfara að gera en að veitast að Agnesi Sigurðardóttur, biskupi Íslands, fyrir hugmynd hennar um að þjóðkirkjan beiti sér fyrir landssöfnun í þágu tækjakaupa til Landspítalans. 5. janúar 2013 08:00 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Einar Karl Haraldsson gerir mig að umtalsefni í grein sem birtist í Fréttablaðinu sl. laugardag. Honum mislíkar að mér finnist skjóta skökku við að þjóðkirkjan gefi út yfirlýsingar um að hún hyggist fara í söfnun fyrir tækjakaupum á Landspítalanum nokkrum dögum eftir að kirkjan hafði beitt sér af mikilli hörku fyrir auknum fjárveitingum til sjálfrar sín undir lok fjárlagagerðarinnar í desember sl. Ég fagnaði því um leið að kirkjan hygðist bæta sér í hóp þeirra fjölmörgu félagasamtaka sem leggja heilbrigðisstofnunum lið með söfnun fyrir mikilvægum tækjakaupum. Framlög frjálsra félagasamtaka til tækjakaupa hafa, þótt hljótt hafi farið, skipt sköpum fyrir tækjakost heilbrigðiskerfisins. Alþingi hefur samþykkt 900 m.kr. fjárveitingu til tækjakaupa á Landspítalanum á næsta ári og velferðarráðherra hefur látið vinna áætlun um reglubundnar fjárveitingar til tækjakaupa í heilbrigðiskerfinu. Hér eftir sem hingað til verður þó mikil þörf fyrir velvild frjálsra félagasamtaka. Einari Karli er að sjálfsögðu frjálst að lýsa viðhorfum sínum. Mér líkar þó illa að hann blekki lesendur til að gera mig tortryggilega. Kannski hefur hann ekki ætlað sér að blekkja neinn en hann hefur a.m.k. ekki kynnt sér staðreyndir. Hann segir í grein sinni: "Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hefur verið áhrifamanneskja í fjárlaganefnd á þessu kjörtímabili og átt sinn þátt í ákvörðunum um að hlunnfara þjóðkirkjuna árum saman." Hið rétta er að ég sat í rúmlega eitt ár í fjárlaganefnd og var formaður hennar frá 1. október 2011 til haustsins 2012. Þegar ég var formaður lagði meirihluti nefndarinnar til auknar fjárveitingar til þjóðkirkjunnar. Við hækkuðum sóknargjöld til þjóðkirkjunnar um 61,2 m.kr., fjárveitingar til kirkjumálasjóðs um 8,3 m.kr. og jöfnunarsjóðs sókna um 11,5 m.kr. Fjárveiting til þjóðkirkjunnar var því hækkuð um 81 milljón króna í fjárlagagerðinni þann tíma sem ég sat í og stýrði fjárlaganefnd. Þá studdi ég 45 m.kr. viðbótarfjárveitingu til kirkjunnar í fjárlögum 2013. Rétt skal vera rétt!
Biskup í góðum samhljómi Það eru tíðindi þegar forystukona Samfylkingarinnar í Reykjavík telur sig ekki hafa annað þarfara að gera en að veitast að Agnesi Sigurðardóttur, biskupi Íslands, fyrir hugmynd hennar um að þjóðkirkjan beiti sér fyrir landssöfnun í þágu tækjakaupa til Landspítalans. 5. janúar 2013 08:00
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun