Sport

Ævintýralegt ísklifur í Ouray

Yfirleitt klifra tveir til þrír saman hvort sem er í kletta- eða ísklifri. Hér klifrar Berglind Aðalsteinsdóttir og Arnar Þór Emilsson tryggir fyrir neðan.
Yfirleitt klifra tveir til þrír saman hvort sem er í kletta- eða ísklifri. Hér klifrar Berglind Aðalsteinsdóttir og Arnar Þór Emilsson tryggir fyrir neðan. Mynd/Róbert Halldórsson
Hópur Íslendinga lagði land undir fót í janúar og hélt í tveggja vikna leiðangur til bæjarins Ouray í Colorado til að sinna áhugamáli sínu, ísklifri. Þar eru kjöraðstæður til ísklifurs. Upp á brún gilsins sem er við bæinn hafa verið lagðar vatnsleiðslur og úr þeim sytrar vatn að næturþeli og mikil frostatíð tryggir að hinir bestu ísfossar myndast. Í Ouray er bæði hægt að stunda kletta- og ísklifur. Í janúar var þar haldin mikil klifurhátíð þannig að mikið var um að vera í bænum á þessum tíma. Klifurhátíðin er haldin árlega en þar er keppt í blönduðu klifri. Tveir Íslendinganna, þau Berglind Aðalsteinsdóttir og Róbert Halldórsson, tóku þátt í keppninni. Berglind var hæstánægð með ferðina. "Þetta var heilmikil upplifum," segir hún. Berglind ánetjaðist klifri 2006 og ísklifri skömmu síðar. Í Ouray fékk hún útrás fyrir hvorutveggja en á klifurhátíðinni keppti hún í blönduðu klifri í klettum og ís.
Sigríður Sif Gylfadóttir kippir sér lítið upp við brattann ísinn. Mynd/Berglind Aðalsteinsdóttir
.
Rúnar Óli Karlsson sigri hrósandi á leið upp glæsilegan og háan ísfoss. Mynd/Arnar Þór Emilsson
.
Hópurinn hélt í tveggja vikna ferð til Ouray í Colorado til að sinna áhugamáli sínu, ísklifri.
.
Upp á brún gilsins sem er við bæinn hafa verið lagðar vatnsleiðslur og úr þeim sytrar vatn að næturþeli og mikil frostatíð tryggir að hinir bestu ísfossar myndast.
.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×