Sport

Madrid missir af þriðju Ólympíuleikunum í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/NordicPhotos/Getty
Ólympíuleikarnir árið 2020 fara annaðhvort fram í Tókýó í Japan eða Istanbul í Tyrklandi en Alþjóðaólympíunefndin kýs þessa stundina um það í Buenos Aires í Argentínu hvor borgin fái leikana.

Madrid á Spáni missti enn á ný af tækifærinu að fá að halda Ólympíuleikana því framboð Spánverjana er úr leik.

Madrid var líka í framboði með Tókýó og Istanbul en datt út eftir fyrstu umferð. Það þurfti reyndar að kjósa aftur á milli Istanbul og Madrid eftir að borgirnar voru jafnar í fyrstu umferðinni. Þegar kosið var á ný fékk Madrid 45 atkvæði á móti 49 atkvæðum til Istanbul.

Þetta var í þriðja sinn í röð sem Madrid reynir að fá Ólympíuleikana til borgarinnar en Madrid tapaði fyrir London á Englandi í baráttunni um leikana 2012 og fyrir Ríó í Brasilíu í baráttunni um leikana 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×