Misnotkun SORPU og nýja árið Ólafur Karl Eyjólfsson skrifar 18. janúar 2013 06:00 Sorpa byggðarsamlag, fékk snemmbúna jólagjöf þann 21. des. sl. þegar Samkeppniseftirlitið ákvarðaði fyrirtækinu 45 milljón króna sekt fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína. Misnotkun Sorpu bs. fólst í notkun á ólögmætu afsláttarfyrirkomulagi sem veitti eigendum Sorpu bs., sem eru sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu auk Sorpstöð Suðurlands bs., óeðlilega háa afslætti. Var það mat Samkeppniseftirlitsins að afsláttarfyrirkomulagið hefði skaðleg áhrif á samkeppni á sorphirðumarkaði. Afleiðingar afsláttarfyrirkomulagsins voru þó ekki einungis skaðlegar fyrir samkeppni því þær höfðu einnig þær afleiðingar í för með sér að öðrum viðskiptavinum var gert að greiða hærri urðunargjöld en nam þeim kostnaði sem til féll við meðhöndlunina á úrganginum, en samkvæmt lögum er óheimilt að innheimta hærra gjald en nemur kostnaði við meðhöndlun á úrgangi. Var þannig hinum almenna viðskiptavin Sorpu bs. gert að greiða fyrir þann afslátt sem rann til eigenda og sérkjaravina Sorpu bs.Hlunnfarnir Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að stærstu viðskiptavinir Sorpu bs. voru í raun hlunnfarnir þar sem þeir nutu ekki réttmætra kjara á grundvelli umfangs viðskipta sinna og var gert að greiða hærra gjald en rétt og heimilt var. Athyglisvert er að sjá í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins, að fram kemur að Sorpu bs. var kynnt frumniðurstaða í rannsókninni í apríl 2011, þar sem sagði að Sorpa bs. væri að öllum líkindum að brjóta samkeppnisreglur með afsláttarfyrirkomulagi sínu. Þrátt fyrir þessa aðvörun hélt Sorpa bs. áfram að veita hina ólögmætu afslætti allt fram á úrskurðardag. Eftir á að hyggja er ljóst að þeim er stýra Sorpu bs. hefði verið nær að taka mark á aðvörun Samkeppniseftirlitsins enda hefði sektin eflaust verið lægri. Þá verður að segja að það er alltaf dapurlegt að sjá þegar fyrirtæki virða að vettugi frumniðurstöðu Samkeppniseftirlitsins og verður að teljast þeim sem stýra Sorpu bs. og bera ábyrgð á rekstri hennar til vansa. Ekki er gott að átta sig á því hvað fólst í forhertri afstöðu Sorpu bs. og hvers vegna ekki var tekið mark á áliti Samkeppniseftirlitsins. Mögulega hefur sú staðreynd spilað inn í að þeir sem græddu mest á hinu ólögmæta afsláttarfyrirkomulagi eru með fulltrúa sína í stjórn Sorpu bs., en hver veit?Skaðabótaskylda Sorpa bs. er byggðarsamlag sem hefur það lögbundna hlutverk að meðhöndla úrgang og má við þá meðhöndlun einungis taka það gjald fyrir sem samsvarar kostnaðinum við meðhöndlunina. Á þeim grundvelli á gjaldtaka félagsins að duga fyrir þeim kostnaði sem fellur til við rekstur félagsins. Verður því að ætla að nú þegar Sorpu bs. er gert að greiða 45 milljón króna sekt, verður að hækka gjaldskrána sem nemur þeim kostnaði og innheimta af viðskiptavinum Sorpu bs. Má þannig gera ráð fyrir að viðskiptavinum Sorpu bs. sem var áður gert með ólögmætum hætti að greiða of há urðunargjöld, verður nú áfram gert að greiða of há urðunargjöld vegna sektarinnar. Á sama hátt virðist sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Sorpstöð Suðurlands bs. sem nutu afrakstursins af hinu ólögmæta afsláttarkerfi þurfa ekki að greiða til baka illa fengið fé sem af hlaust og virðist því sem refsingin nái ekki tilgangi sínum. Í ljósi niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins má leiða líkur að því að hið ólögmæta afsláttarfyrirkomulag Sorpu bs. kunni að leiða til skaðabótaskyldu og ekki ólíklegt að stærri viðskiptavinir félagsins kunni nú að hugsa sér til hreyfings og leiti réttar síns fyrir að hafa verið gert með ólögmætum hætti að ofgreiða urðunargjöld. Í ljósi þess að hið ólögmæta afsláttarfyrirkomulag Sorpu bs. viðgekkst á fimm ára tímabili, má gera ráð fyrir að þær upphæðir sem hér um ræðir kunni að nema tugum eða jafnvel hundruðum milljóna og skyldi engan undra ef endurgreiðslukröfum og skaðabótamálum kynni að rigna yfir Sorpu bs. á nýju ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Sorpa byggðarsamlag, fékk snemmbúna jólagjöf þann 21. des. sl. þegar Samkeppniseftirlitið ákvarðaði fyrirtækinu 45 milljón króna sekt fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína. Misnotkun Sorpu bs. fólst í notkun á ólögmætu afsláttarfyrirkomulagi sem veitti eigendum Sorpu bs., sem eru sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu auk Sorpstöð Suðurlands bs., óeðlilega háa afslætti. Var það mat Samkeppniseftirlitsins að afsláttarfyrirkomulagið hefði skaðleg áhrif á samkeppni á sorphirðumarkaði. Afleiðingar afsláttarfyrirkomulagsins voru þó ekki einungis skaðlegar fyrir samkeppni því þær höfðu einnig þær afleiðingar í för með sér að öðrum viðskiptavinum var gert að greiða hærri urðunargjöld en nam þeim kostnaði sem til féll við meðhöndlunina á úrganginum, en samkvæmt lögum er óheimilt að innheimta hærra gjald en nemur kostnaði við meðhöndlun á úrgangi. Var þannig hinum almenna viðskiptavin Sorpu bs. gert að greiða fyrir þann afslátt sem rann til eigenda og sérkjaravina Sorpu bs.Hlunnfarnir Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að stærstu viðskiptavinir Sorpu bs. voru í raun hlunnfarnir þar sem þeir nutu ekki réttmætra kjara á grundvelli umfangs viðskipta sinna og var gert að greiða hærra gjald en rétt og heimilt var. Athyglisvert er að sjá í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins, að fram kemur að Sorpu bs. var kynnt frumniðurstaða í rannsókninni í apríl 2011, þar sem sagði að Sorpa bs. væri að öllum líkindum að brjóta samkeppnisreglur með afsláttarfyrirkomulagi sínu. Þrátt fyrir þessa aðvörun hélt Sorpa bs. áfram að veita hina ólögmætu afslætti allt fram á úrskurðardag. Eftir á að hyggja er ljóst að þeim er stýra Sorpu bs. hefði verið nær að taka mark á aðvörun Samkeppniseftirlitsins enda hefði sektin eflaust verið lægri. Þá verður að segja að það er alltaf dapurlegt að sjá þegar fyrirtæki virða að vettugi frumniðurstöðu Samkeppniseftirlitsins og verður að teljast þeim sem stýra Sorpu bs. og bera ábyrgð á rekstri hennar til vansa. Ekki er gott að átta sig á því hvað fólst í forhertri afstöðu Sorpu bs. og hvers vegna ekki var tekið mark á áliti Samkeppniseftirlitsins. Mögulega hefur sú staðreynd spilað inn í að þeir sem græddu mest á hinu ólögmæta afsláttarfyrirkomulagi eru með fulltrúa sína í stjórn Sorpu bs., en hver veit?Skaðabótaskylda Sorpa bs. er byggðarsamlag sem hefur það lögbundna hlutverk að meðhöndla úrgang og má við þá meðhöndlun einungis taka það gjald fyrir sem samsvarar kostnaðinum við meðhöndlunina. Á þeim grundvelli á gjaldtaka félagsins að duga fyrir þeim kostnaði sem fellur til við rekstur félagsins. Verður því að ætla að nú þegar Sorpu bs. er gert að greiða 45 milljón króna sekt, verður að hækka gjaldskrána sem nemur þeim kostnaði og innheimta af viðskiptavinum Sorpu bs. Má þannig gera ráð fyrir að viðskiptavinum Sorpu bs. sem var áður gert með ólögmætum hætti að greiða of há urðunargjöld, verður nú áfram gert að greiða of há urðunargjöld vegna sektarinnar. Á sama hátt virðist sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Sorpstöð Suðurlands bs. sem nutu afrakstursins af hinu ólögmæta afsláttarkerfi þurfa ekki að greiða til baka illa fengið fé sem af hlaust og virðist því sem refsingin nái ekki tilgangi sínum. Í ljósi niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins má leiða líkur að því að hið ólögmæta afsláttarfyrirkomulag Sorpu bs. kunni að leiða til skaðabótaskyldu og ekki ólíklegt að stærri viðskiptavinir félagsins kunni nú að hugsa sér til hreyfings og leiti réttar síns fyrir að hafa verið gert með ólögmætum hætti að ofgreiða urðunargjöld. Í ljósi þess að hið ólögmæta afsláttarfyrirkomulag Sorpu bs. viðgekkst á fimm ára tímabili, má gera ráð fyrir að þær upphæðir sem hér um ræðir kunni að nema tugum eða jafnvel hundruðum milljóna og skyldi engan undra ef endurgreiðslukröfum og skaðabótamálum kynni að rigna yfir Sorpu bs. á nýju ári.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun