Svar til innanríkisráðherra frá Stígamótum Guðrún Jónsdóttir skrifar 18. janúar 2013 06:00 Ég vil þakka fyrir svar innanríkisráðherra við áskoruninni sem ég sendi honum í gegnum Fréttablaðið í síðustu viku. Það er vissulega rétt hjá ráðherra að ýmislegt hafi verið gert sem snertir kynferðisbrot í hans ráðherratíð, því hef ég aldrei mótmælt. Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarkona hans, hefur beitt sér af alefli til þess að auka vitund og skilning á kynferðisofbeldi og gert hefur verið mikið átak til þess að auka fræðslu fyrir börn í skólum. Það er hið besta mál og sjálfsagt að þakka fyrir það. Það þarf bara að gera svo margt og okkur Stígamótakonum finnst við hafa beðið alltof lengi eftir róttækum aðgerðum í nauðgunarmálum. Þess vegna finnst okkur mikilvægt að brýna ráðherrann til góðra verka á meðan hann hefur völdin, við vitum ekki hversu lengi það verður. Ég hef heldur ekki bent á töfralausnir, það hvarflar ekki að mér að þær séu til. Ég þekki vel hugmyndir prófessors Liz Kelly vinkonu minnar, en hef meiri metnað fyrir hönd okkar fólks en svo að nægilegt sé að taka vel á móti því. Mér finnst það svo sjálfsögð krafa að það taki því varla að nefna það. Rannsóknir á nauðgunarmálum eru alveg ljómandi, en það eru þegar til gífurlega umfangsmiklar rannsóknir í nágrannalöndunum sem varpa ljósi á þær rannsóknarspurningar sem ráðherra nefnir í svari sínu. Má þar nefna Evrópurannsóknir prófessors Liz Kelly og Lindu Reagan undir yfirskriftinni „Nauðgun, hið gleymda málefni" og framhaldsrannsókn undir heitinu „Nauðgun, enn hið gleymda málefni". Stígamót tóku þátt í rannsókninni á sínum tíma fyrir Íslands hönd og í ljós kom að æ færri kærð mál leiða til dóma.Bíðum enn Það er líka nauðsynlegt að nefna umfangsmiklar rannsóknir þeirra Christians og Evu Diesen sem stýrðu rannsókn á meðferð 10.000 kynferðisbrotamála í Svíþjóð fyrir nokkrum árum. Stígamót buðu Evu Diesen til Íslands árið 2010 til þess að lýsa sínum niðurstöðum, en ég er hrædd um að fáir starfsmenn réttarkerfisins hafi þegið boð um að hlusta á hana. Eva lagði áherslu á að bæta þyrfti rannsókn mála á öllum stigum. Með fullri virðingu fyrir rannsóknum tel ég að það sé óþarfi að bíða eftir séríslenskum niðurstöðum til þess að gera það sem hægt er svo meðferð nauðgunarmála verði sem vönduðust. Þess vegna stakk ég upp á að skoðaðir yrðu möguleikar á að koma á laggirnar embætti sérstaks saksóknara og sérstaks dómstóls í málaflokknum. Spænsk stjórnvöld fullyrða að slíkt fyrirkomulag hafi bætt meðferð þar í landi og líta má til fleiri staða. Ýmislegt fleira mætti gera. Tími aðgerða er upprunninn. Það hefur verið eitt af brýnum sameiginlegum baráttumálum allrar kvennahreyfingarinnar á Íslandi að vændi yrði skilgreint sem ofbeldi og þeir sem því beita sættu ábyrgð. Þegar sá skilningur náði inn í íslenska löggjöf fögnuðum við innilega. Umheimurinn dáist líka að Íslandi fyrir að hafa haft pólitískan dug til þess að loka klámbúllum á Íslandi. En lögin eru ekki pappírsins virði ef þau eru ekki virt og ef þeim er ekki beitt. Við bíðum enn, Ögmundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Ég vil þakka fyrir svar innanríkisráðherra við áskoruninni sem ég sendi honum í gegnum Fréttablaðið í síðustu viku. Það er vissulega rétt hjá ráðherra að ýmislegt hafi verið gert sem snertir kynferðisbrot í hans ráðherratíð, því hef ég aldrei mótmælt. Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarkona hans, hefur beitt sér af alefli til þess að auka vitund og skilning á kynferðisofbeldi og gert hefur verið mikið átak til þess að auka fræðslu fyrir börn í skólum. Það er hið besta mál og sjálfsagt að þakka fyrir það. Það þarf bara að gera svo margt og okkur Stígamótakonum finnst við hafa beðið alltof lengi eftir róttækum aðgerðum í nauðgunarmálum. Þess vegna finnst okkur mikilvægt að brýna ráðherrann til góðra verka á meðan hann hefur völdin, við vitum ekki hversu lengi það verður. Ég hef heldur ekki bent á töfralausnir, það hvarflar ekki að mér að þær séu til. Ég þekki vel hugmyndir prófessors Liz Kelly vinkonu minnar, en hef meiri metnað fyrir hönd okkar fólks en svo að nægilegt sé að taka vel á móti því. Mér finnst það svo sjálfsögð krafa að það taki því varla að nefna það. Rannsóknir á nauðgunarmálum eru alveg ljómandi, en það eru þegar til gífurlega umfangsmiklar rannsóknir í nágrannalöndunum sem varpa ljósi á þær rannsóknarspurningar sem ráðherra nefnir í svari sínu. Má þar nefna Evrópurannsóknir prófessors Liz Kelly og Lindu Reagan undir yfirskriftinni „Nauðgun, hið gleymda málefni" og framhaldsrannsókn undir heitinu „Nauðgun, enn hið gleymda málefni". Stígamót tóku þátt í rannsókninni á sínum tíma fyrir Íslands hönd og í ljós kom að æ færri kærð mál leiða til dóma.Bíðum enn Það er líka nauðsynlegt að nefna umfangsmiklar rannsóknir þeirra Christians og Evu Diesen sem stýrðu rannsókn á meðferð 10.000 kynferðisbrotamála í Svíþjóð fyrir nokkrum árum. Stígamót buðu Evu Diesen til Íslands árið 2010 til þess að lýsa sínum niðurstöðum, en ég er hrædd um að fáir starfsmenn réttarkerfisins hafi þegið boð um að hlusta á hana. Eva lagði áherslu á að bæta þyrfti rannsókn mála á öllum stigum. Með fullri virðingu fyrir rannsóknum tel ég að það sé óþarfi að bíða eftir séríslenskum niðurstöðum til þess að gera það sem hægt er svo meðferð nauðgunarmála verði sem vönduðust. Þess vegna stakk ég upp á að skoðaðir yrðu möguleikar á að koma á laggirnar embætti sérstaks saksóknara og sérstaks dómstóls í málaflokknum. Spænsk stjórnvöld fullyrða að slíkt fyrirkomulag hafi bætt meðferð þar í landi og líta má til fleiri staða. Ýmislegt fleira mætti gera. Tími aðgerða er upprunninn. Það hefur verið eitt af brýnum sameiginlegum baráttumálum allrar kvennahreyfingarinnar á Íslandi að vændi yrði skilgreint sem ofbeldi og þeir sem því beita sættu ábyrgð. Þegar sá skilningur náði inn í íslenska löggjöf fögnuðum við innilega. Umheimurinn dáist líka að Íslandi fyrir að hafa haft pólitískan dug til þess að loka klámbúllum á Íslandi. En lögin eru ekki pappírsins virði ef þau eru ekki virt og ef þeim er ekki beitt. Við bíðum enn, Ögmundur.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun