Sony afhjúpar Playstation 4 Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 21. febrúar 2013 10:14 Raftækjarisinn Sony kynnti í gærkvöldi nýja kynslóð Playstation-leikjatölvunnar, en fjórða útgáfa tölvunnar er væntanleg í árslok. Tölvan inniheldur hefðbundinn PC-örgjörva og er 8GB. Snertiskjár er framan á fjarstýringunni og svokallaður deilihnappur, en hann mun gera spilurum kleift að vista upptöku nokkrar mínútur aftur í tímann og deila því fljótt og auðveldlega á netinu. Þá munu spilarar geta byrjað að spila leiki áður en niðurhali á þeim lýkur, og einnig leyft vinum sínum að taka við stjórn leiksins í gegnum netið. Ekki verður hægt að spila leiki fyrir eldri Playstation-gerðir, en Sony vonast til þess að eldri leiki verði hægt að spila með tölvunni í gegnum Gaikai-streymiþjóninn. Þó ekki sé komin nákvæm dagsetning á apparatið, lofa Sony því fyrir jól. Spenntir spilarar geta þó yljað sér við kynningarmyndbandið hér að ofan sem Sony sendi frá sér í gærkvöldi.Snertiskjár er framan á stýripinna PS4.Mark Cerny, einn af hönnuðum vélarinnar.Mynd/AFPEric Hirschberg hjá Activision kynnti leikinn Destiny.Mynd/AFP Leikjavísir Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Raftækjarisinn Sony kynnti í gærkvöldi nýja kynslóð Playstation-leikjatölvunnar, en fjórða útgáfa tölvunnar er væntanleg í árslok. Tölvan inniheldur hefðbundinn PC-örgjörva og er 8GB. Snertiskjár er framan á fjarstýringunni og svokallaður deilihnappur, en hann mun gera spilurum kleift að vista upptöku nokkrar mínútur aftur í tímann og deila því fljótt og auðveldlega á netinu. Þá munu spilarar geta byrjað að spila leiki áður en niðurhali á þeim lýkur, og einnig leyft vinum sínum að taka við stjórn leiksins í gegnum netið. Ekki verður hægt að spila leiki fyrir eldri Playstation-gerðir, en Sony vonast til þess að eldri leiki verði hægt að spila með tölvunni í gegnum Gaikai-streymiþjóninn. Þó ekki sé komin nákvæm dagsetning á apparatið, lofa Sony því fyrir jól. Spenntir spilarar geta þó yljað sér við kynningarmyndbandið hér að ofan sem Sony sendi frá sér í gærkvöldi.Snertiskjár er framan á stýripinna PS4.Mark Cerny, einn af hönnuðum vélarinnar.Mynd/AFPEric Hirschberg hjá Activision kynnti leikinn Destiny.Mynd/AFP
Leikjavísir Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira