De la Rosa vill vera formaður GPDA áfram Birgir Þór Harðarson skrifar 13. febrúar 2013 08:00 Pedro de la Rosa, tilraunaökuþór Ferrari-liðsins, vill vera formaður samtaka Grand Prix-ökumanna (GPDA) áfram árið 2013. Þessi 41 árs Spánverji hefur sinnt formannsverkum fyrir samtökin síðan í fyrra þegar hann ók fyrir HRT-liðið. Tók hann þá við af Rubens Barrichello sem þurfti að segja af sér eftir að hafa misst keppnissæti sitt hjá Williams-liðinu. De la Rosa gat hins vegar ekki sinnt skyldum sínum fyrir samtökin nógu vel því HRT-liðið virtist taka nokkuð mikið af hans tíma. Árið í ár verður að öllum líkindum rólegra fyrir hann svo hann telur sig reiðubúinn að takast á við verkefnin framundan. „Ef ökumennirnir vilja hafa mig áfram þá verð ég glaður að sinna verkefnunum." Áætlað er að halda kosningar í efstu stöður samtakanna þegar fyrsta mót ársins fer fram í Ástralíu þann 17. mars. Meðstjórnendur í samtökunum eru þeir Felipe Massa og Sebastian Vettel. Óvíst er hvort þeir muni gefa kost á sér á ný en þeir hafa sinnt þeim störfum síðan 2011. Hlutverk GPDASamtök Grand Prix-ökumanna eru einskonar stéttarfélag ökumanna í Formúlu 1. Þeirra helsta baráttumál í gegnum tíðina hefur verið að auka öryggi ökumanna, liðsmanna og áhorfenda í formúlunni og unnið stórvirki í þeim efnum. Félagið stofnað árið 1961 með það að markmiði að auka og viðhalda öryggiskröfunum í íþróttinni. Bæði mótshaldarar og liðin áttu það til að fella öryggiskröfurnar til þess að spara peninga, með hörmulegum afleiðingum. Félagið var leyst upp árið 1982 í kjölfar deilna og nýrra samninga milli FIA og FOCA (Formula One Constructors Association). Helgin í maí 1994 reyndist afdrifarík. Þar fórust Roland Ratzenberger og Ayrton Senna í fyrstu banaslysunum í Formúlu 1 í 18 ár. Strax í næsta móti, í Mónakó sama ár, voru samtökin endurvakin og Michael Schumacher skipaður formaður. Samtökin hafa formlegt vægi í Bretlandi sem hlutafélag en skrifstofur samtakanna eru í Mónakó. Hér að ofan má finna myndband af upphafi kappaksturins í Imola árið 1994 og sjá banaslys Ayrton Senna sem varð til þess að GPDA var stofnað á nýjan leik. Viðkvæmir eru varaðir við myndunum.Flak Williams-bílsins sem Senna ók í kappakstrinum örlagaríka í maí 1994. Formúla Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Pedro de la Rosa, tilraunaökuþór Ferrari-liðsins, vill vera formaður samtaka Grand Prix-ökumanna (GPDA) áfram árið 2013. Þessi 41 árs Spánverji hefur sinnt formannsverkum fyrir samtökin síðan í fyrra þegar hann ók fyrir HRT-liðið. Tók hann þá við af Rubens Barrichello sem þurfti að segja af sér eftir að hafa misst keppnissæti sitt hjá Williams-liðinu. De la Rosa gat hins vegar ekki sinnt skyldum sínum fyrir samtökin nógu vel því HRT-liðið virtist taka nokkuð mikið af hans tíma. Árið í ár verður að öllum líkindum rólegra fyrir hann svo hann telur sig reiðubúinn að takast á við verkefnin framundan. „Ef ökumennirnir vilja hafa mig áfram þá verð ég glaður að sinna verkefnunum." Áætlað er að halda kosningar í efstu stöður samtakanna þegar fyrsta mót ársins fer fram í Ástralíu þann 17. mars. Meðstjórnendur í samtökunum eru þeir Felipe Massa og Sebastian Vettel. Óvíst er hvort þeir muni gefa kost á sér á ný en þeir hafa sinnt þeim störfum síðan 2011. Hlutverk GPDASamtök Grand Prix-ökumanna eru einskonar stéttarfélag ökumanna í Formúlu 1. Þeirra helsta baráttumál í gegnum tíðina hefur verið að auka öryggi ökumanna, liðsmanna og áhorfenda í formúlunni og unnið stórvirki í þeim efnum. Félagið stofnað árið 1961 með það að markmiði að auka og viðhalda öryggiskröfunum í íþróttinni. Bæði mótshaldarar og liðin áttu það til að fella öryggiskröfurnar til þess að spara peninga, með hörmulegum afleiðingum. Félagið var leyst upp árið 1982 í kjölfar deilna og nýrra samninga milli FIA og FOCA (Formula One Constructors Association). Helgin í maí 1994 reyndist afdrifarík. Þar fórust Roland Ratzenberger og Ayrton Senna í fyrstu banaslysunum í Formúlu 1 í 18 ár. Strax í næsta móti, í Mónakó sama ár, voru samtökin endurvakin og Michael Schumacher skipaður formaður. Samtökin hafa formlegt vægi í Bretlandi sem hlutafélag en skrifstofur samtakanna eru í Mónakó. Hér að ofan má finna myndband af upphafi kappaksturins í Imola árið 1994 og sjá banaslys Ayrton Senna sem varð til þess að GPDA var stofnað á nýjan leik. Viðkvæmir eru varaðir við myndunum.Flak Williams-bílsins sem Senna ók í kappakstrinum örlagaríka í maí 1994.
Formúla Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira