Lífeyrissjóðirnir að baki fyrirhuguðum kaupum á Íslandsbanka Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. febrúar 2013 10:38 Skúli Mogensen, aðaleigandi MP banka, Steinunn Hólm Guðbjartsdóttir, stjórnarformaður slitastjórnar Glitnis og Brynjólfur Bjarnason, framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins. Það munu vera lífeyrissjóðirnir sem standa að baki hugsanlegum kaupum á Íslandsbanka. Eins og fram hefur komið í fréttum hafa staðið yfir óformlegar viðræður fjárfesta við slitastjórn Glitnis um kaupin á Íslandsbanka. MP banki, sem er að stórum hluta til í eigu Skúla Mogensen, er einn þeirra aðila sem munu taka þátt í fjárfestingunni ef af henni verður. Vísir hefur það hinsvegar eftir áreiðanlegum heimildum að það séu lífeyrissjóðir landsins, í gegnum Framtakssjóð Íslands, sem munu leggja til megnið af kaupverðinu. Vísir hefur óskað eftir viðbrögðum vegna fyrirhugaðra kaupa frá MP banka og Framtakssjóðnum en hvorugur aðilinn hefur viljað láta hafa nokkuð eftir sér opinberlega. Hafliði Helgason, upplýsingafulltrúi Framtakssjóðsins, segir þó almennt að Framtakssjóðurinn hafi frá stofnun árið 2009 komið að endurreisn og uppbyggingu fjölmargra lykilfyrrirtækja í íslensku atvinnulífi. Að baki sjóðnum standi meðal annars 16 lífeyrissjóðir almennings. „Sjóðurinn hefur lengi horft á fjármálageirann þar sem ljóst er að núverandi eignarhald þjónar ekki langtímahagsmunum samfélagsins og atvinnulífsins," segir hann. Hann segir að framtíðarskipan og eignarhald fjármálakerfisins sé mikið hagsmunamál allra landsmanna og mikilvægt að úr þeirri stöðu verði leyst og Framtakssjóðurinn hafi hreyft við hugmyndum að því að leysa úr núverandi stöðu. „Þær þreifingar eru skammt á veg komnar og óvarlegt að tjá sig meira um það að svo stöddu," segir hann. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur Vísir ekki náð tali af Steinunni Guðbjartsdóttur, formanni slitastjórnar Glitnis, sem á 87% hlut í Íslandsbanka á móti 13% hlut ríkisins. Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Það munu vera lífeyrissjóðirnir sem standa að baki hugsanlegum kaupum á Íslandsbanka. Eins og fram hefur komið í fréttum hafa staðið yfir óformlegar viðræður fjárfesta við slitastjórn Glitnis um kaupin á Íslandsbanka. MP banki, sem er að stórum hluta til í eigu Skúla Mogensen, er einn þeirra aðila sem munu taka þátt í fjárfestingunni ef af henni verður. Vísir hefur það hinsvegar eftir áreiðanlegum heimildum að það séu lífeyrissjóðir landsins, í gegnum Framtakssjóð Íslands, sem munu leggja til megnið af kaupverðinu. Vísir hefur óskað eftir viðbrögðum vegna fyrirhugaðra kaupa frá MP banka og Framtakssjóðnum en hvorugur aðilinn hefur viljað láta hafa nokkuð eftir sér opinberlega. Hafliði Helgason, upplýsingafulltrúi Framtakssjóðsins, segir þó almennt að Framtakssjóðurinn hafi frá stofnun árið 2009 komið að endurreisn og uppbyggingu fjölmargra lykilfyrrirtækja í íslensku atvinnulífi. Að baki sjóðnum standi meðal annars 16 lífeyrissjóðir almennings. „Sjóðurinn hefur lengi horft á fjármálageirann þar sem ljóst er að núverandi eignarhald þjónar ekki langtímahagsmunum samfélagsins og atvinnulífsins," segir hann. Hann segir að framtíðarskipan og eignarhald fjármálakerfisins sé mikið hagsmunamál allra landsmanna og mikilvægt að úr þeirri stöðu verði leyst og Framtakssjóðurinn hafi hreyft við hugmyndum að því að leysa úr núverandi stöðu. „Þær þreifingar eru skammt á veg komnar og óvarlegt að tjá sig meira um það að svo stöddu," segir hann. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur Vísir ekki náð tali af Steinunni Guðbjartsdóttur, formanni slitastjórnar Glitnis, sem á 87% hlut í Íslandsbanka á móti 13% hlut ríkisins.
Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent