Ættu að slökkva á netinu um helgar Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 1. janúar 2013 10:36 Björk Eiðsdóttir og Þorbjörn Þórðarson Mynd/ Valli. Fréttamaðurinn Þorbjörn Þórðarson og ritstjórinn Björk Eiðsdóttir létu jafnréttisumræður koma sér á óvart og fylgdust misvel með Landsdómi og komum fræga fólksins til Íslands á árinu sem er að líða. Þau settust á rökstóla og ræddu árið sem senn er liðið.Hvað finnst ykkur standa upp úr á árinu sem er að líða? Þorbjörn: „Það fyrsta sem mér dettur í hug er Landsdómsmálið. Það var náttúrulega risavaxinn fréttaviðburður, ekki á íslenska vísu heldur bara á heimsvísu. Sú athygli sem erlendir fjölmiðlar sýndu því máli sýnir kannski hversu stórt það er." Björk: „Niðurstaða dómsins var líka mjög áhugaverð." Þorbjörn: „Já. Hvað fannst þér um niðurstöðuna?" Björk: „Mér fannst þetta fáránlegt. Fullkomlega fáránlegt að kenna einum manni um allt saman." Þorbjörn: „Einmitt. Það stendur nefnilega orðrétt í dómsniðurstöðunni að ákærði hafi verið sýknaður af öllum alvarlegustu ákæruliðunum. Mér fannst svolítið fyndið, og ég get sagt þetta núna af því að við erum að spjalla saman, að lesa grein í Financial Times eftir Steingrím J. Sigfússon þar sem hann talar um íslensku leiðina út úr hruninu, að við höfum skipt bönkunum upp í nýja og gamla. En við drógum einmitt fyrir Landsdóm manninn sem flutti frumvarpið um þessa íslensku leið, neyðarlögin." Björk: „Hvað kostaði þetta, þessi málaferli öll?" Þorbjörn: „Það var komin einhver tala á það. Voru það ekki tæpar 200 milljónir? En þetta var auðvitað svolítið strembin dagskrá að vera á hverjum einasta degi þarna niður frá. Við vorum með beinar útsendingar, þetta var gaman." Björk: „Já þú hefur náttúrulega verið mjög inni í þessu, á meðan ég var bara "djöfull er þetta leiðinlegt". Það er kannski munurinn á okkur tveimur. Ég fylgdist ekki svona vel með þessu, mér fannst þetta skrípaleikur og eftir fyrsta dag nennti ég ekki að fylgjast meira með."En þetta var líka svolítið ár stórra dómsmála, ekki satt? Það voru nokkur hrunmál, og Annþór og Börkur voru mikið í sviðsljósinu, ef það má orða það þannig. Björk: „Já, það er svolítið sorglegt hvað þeir fá mikið sviðsljós finnst mér." Þorbjörn: „Þetta var kannski árið þar sem komst hreyfing á þetta uppgjör við hrunið fyrir dómstólum. En með Annþór og Börk, ég prívat og persónulega hef ekki brennandi áhuga á svona ofbeldis- og líkamsárásarmálum, nema bara kannski lögfræðihliðinni, en að velta mér upp úr nákvæmri lýsingu á líkamsárásum þar sem menn ráðast á aðra undirmálsfiska þjóðfélagsins með golfkylfum og hafnaboltakylfum, það höfðar ekki til mín." Björk: „Tilfinningin sem maður fær er að verið sé að gera stjörnur úr þeim, eða ég held að þeim líði svolítið þannig. É veit alveg að fólk vill vita um þessa hluti, en ég held að það mætti tóna þetta niður." Þorbjörn: „Já, ég vorkenni líka verjendum þessara manna. Börkur ætlaði að vera agalega stór karl og hrækja í átt til dómara í héraðsdómi Reykjaness í aðalmeðferð í einu þessara mála, og stærstur hluti gusunnar lenti á skikkju verjandans." Björk: „Ég held að það sé ekki öfundsvert hlutverk að verja svona menn." Þorbjörn: „Mér finnst líka standa svolítið upp hvað það voru ítrekaðar fréttir af vanda Landspítalans. Við höfum séð þessar fréttir um niðurskurð á undanförnum árum en í ár leið vart sá dagur þar sem ekki var talað um lélegan tækjakost, skort á hjúkrunarrýmum og svo framvegis." Björk: „Já og það keyrði um þverbak núna undir lok árs - voru það ekki tveir sem dóu? Maður vonar allavega að núna verði eitthvað gert í þessum málum."Svo má nefna fjöldauppsagnir hjúkrunarfræðinga og launahækkun forstjórans sem aldrei tók þó gildi. Björk: „Það var svolítið vandræðalegt mál. En ég skil vel að hjúkrunarfræðingar séu búnir að fá nóg." Þorbjörn: „Ég er í minnihluta með það að mér fannst rétt hjá Guðbjarti Hannessyni að hækka launin hjá Birni Zoëga. Af þeirri einföldu ástæðu að það er eiginlega ótrúlegt að Birni hafi tekist að reka þennan spítala án þess að það sé margra milljarða framúrkeyrsla á hverju ári." Björk: „Já ég er reyndar algjörlega sammála þér, mér fannst ekkert rangt við það, þetta bara kom klaufalega út. Og auðvitað eru fleiri sem ættu að fá launahækkun í þessum bransa, en það er náttúrulega brjáluð samkeppni að fá þetta fólk út." Þorbjörn: „En svo verður forvitnilegt að sjá hvort þessi aðgerð verði Guðbjarti Hannessyni erfið, hann vill verða næsti formaður Samfylkingarinnar, það er spurning hvort þetta verði rifjað upp í janúar. Þetta gæti dregið dilk á eftir sér."Erum við ekki komin lengra?Svo voru líka forsetakosningar á árinu. Hver fannst ykkur skemmtilegasti frambjóðandinn? Þorbjörn: „Ólafur Ragnar. Einfaldlega af því að hann er svo ótrúlega sjóaður í kosningabaráttu. Þóra var mjög frambærilegur frambjóðandi en hún átti við ofurefli að etja. Ólafur var mjög skemmtilegur því maður sá hann nýta alla ásana og þegar hann var kominn í þennan ham var gaman að fylgjast með." Björk: „Hann steig vart feilspor í þessari kosningabaráttu. Byrjaði seint, tók þetta af alefli og tók Dorrit með sér. Það var held ég mjög sterkur leikur hjá honum af því að mjög margir eru komnir með nóg af honum en þjóðin virðist elska hana." Þorbjörn: „Hann var líka mjög ósvífinn í baráttunni, með því að vera með ásakanir á hendur manni Þóru sem eiga ekki við nein rök að styðjast. Hann vissi betur, en auðvitað þegar hann var búinn að koma þessari smjörklípu á framfæri þá var hún komin í umferð. Hann kann öll trixin, hann má eiga það. Svo náttúrulega er þessi endurreisn Ólafs Ragnars síðustu tvö árin með ólíkindum. Hann eiginlega þarf að gefa sjálfum sér fálkaorðuna fyrir það hvernig honum tókst til við hana." Björk: „Algjörlega. Það er ótrúlegasta fólk farið að tala vel um hann, sem var áður harðir andstæðingar hans. Þó þetta hafi kannski ekki verið mjög spennandi í lokin þá var þetta skemmtilegt og að það skyldu fara svona margir á móti sitjandi forseta. Þetta var söguleg kosningabarátta." Þorbjörn: „Ég held einmitt að það hafi margir haft áhuga en fólk vissi að hann var að fara aftur fram og gerði ekkert. Þóra á skilið hrós fyrir hugrekki fyrir að leggja til atlögu við karlinn." Björk: "Framboðið hennar vakti náttúrulega heimsathygli. Og hún vakti upp umræðu sem varð svolítið áhugaverð." Þorbjörn: „Þótt hún hafi tapað þá var þetta flott hjá henni. Hún er góð fyrirmynd fyrir marga." Björk: „Þetta vakti upp spurningar og umræður. Hvort konur í fæðingarorlofi eigi að taka að sér svona stór hlutverk. Fjölskyldan gegn vinnustaðnum. Þótt allir séu sammála um að konur eigi að vera í háttsettum stöðum þá er það kannski erfitt á þessu tímabili. Og spurningin hvort karlmaðurinn geti séð um þetta hlutverk þessa fyrstu mánuði. Þessar umræður voru mjög heitar og maður heyrði unga krakka vera með fastmótaðar skoðanir á þessu. Það kom mér svolítið á óvart. Maður hugsaði bara?" Þorbjörn: „Erum við ekki komin lengra í umræðunni?" Björk: „Einmitt. Ég var svolítið hissa og ég held að þetta hafi verið gott upp á það að gera." Þorbjörn: „Þetta undirstrikaði kannski hvað við erum komin skammt í jafnréttisumræðunni. Við erum enn þá föst í þessum kreddum."Jafnréttismálin eru nú aldeilis meðal þeirra mála sem mikið hafa verið rædd á árinu. Björk: „Hildur Lilliendahl hefur verið mjög dugleg að hrista upp í fólki." Þorbjörn: „Þú ert að tala um herskáa femínista? Ég hef nú haft lúmskt gaman af þessu. Einhver hefur sagt að það sé rétt að beita herskárri tækni í þessum málefnaslag af því að það er svo langt í land. En auðvitað þurfa þessir einstaklingar að gæta hófs líka, og stundum hafa menn að ósekju verið dregnir inn í þetta." Björk: „Persónuárásir geta verið svolítið slæmar. En ég er reyndar sammála því að það þarf aggressíva hluti til að breyta þessu fastmótaða. Þó ég sé alls ekki alltaf sammála þá finnst mér frábært að einhverjir hefji máls á þessum hlutum sem fólk virðist bara oft líta fram hjá." Þorbjörn: „Tilgangurinn helgar ekki alltaf meðalið en grófar aðferðir leyfast þegar málstaðurinn er góður. Mér finnst verst þegar gott og heiðarlegt fólk er dregið niður í svaðið vegna klaufalegra ummæla." Björk: „Það er glatað. Mig langar ekki að búa í þjóðfélagi þar sem við þurfum að passa okkur svona rosalega hvað við segjum. Ég var í námi í Bandaríkjunum þar sem maður gat ekki talað um svart fólk af því að maður þurfti að passa sig svo rosalega hvernig maður orðaði hlutina. Og við megum ekki alveg missa okkur í pólitíska rétthugsun, fólk er aflífað ef það orðar hlutina ekki fullkomlega rétt." Þorbjörn: „Mér fannst líka leiðinlegt þegar Vigdís Finnbogadóttir var gagnrýnd fyrir að segja að hún væri ekki sammála öfgafullum aðferðum í baráttunni. Þá voru einhverjir á netinu sem voru að gera því skóna að hún væri á móti femínisma." Björk: „Einmitt. Ef Vigdís Finnbogadóttir er ekki femínisti?" Þorbjörn: „Hver er það þá? Menn þurfa að tóna þetta niður. En um að gera að halda þessari baráttu áfram og við eigum langt í land. Svo þurfum við líka að muna að við erum með tjáningarfrelsi og þeir sem vilja vera með vondar skoðanir eiga alveg að fá að hafa þær svo lengi sem það er innan ramma laga. Við erum í svo litlu samfélagi að við eigum það til að fara af hjörunum. Þið munið eftir hundinum Lúkasi og því máli." Björk: „Við erum svo dómhörð. Maður segir sjálfur örugglega mjög oft eitthvað sem hægt er að snúa við." Þorbjörn: „Sumt fólk á líka bara að telja upp á tíu áður en það sest við lyklaborðið." Björk: „Sumir ættu bara ekkert að vera með nettengingu." Þorbjörn: „Sumir ættu allavega að taka netið úr sambandi eftir sex á föstudögum." Björk: „Já einmitt, þá sér maður hvað fer að gerast. Eða hafa bara svona öndunarpróf. Þú þarft að anda á tölvuna." Þorbjörn: „Computer says no." Björk: „Þú ert búinn með einu rauðvínsglasi of mikið."Nýtum að Ísland er í tískuSíðan kom rosalega mikið af frægu fólki til Íslands á árinu. Það varð algjört æði. Björk: „Og það náðist þessi fræga og síðasta mynd af Tom Cruise og Katie Holmes fyrir skilnað. Þetta var svolítið fyndið, það hefur alltaf orðið allt kolvitlaust þegar einhver frægur kemur hingað en allt í einu var þetta orðið daglegt brauð. Ben Stiller sat við hliðina á mér á 101 og mér var alveg sama. Reyndar missti ég það þegar Sean Penn kom. Þá missti ég kúlið algjörlega." Þorbjörn: „Kom hann til Íslands?" Björk: „Já!" Þorbjörn: „Það fór fram hjá mér." Björk: „Það fór sko ekki fram hjá mér. Ég held venjulega kúlinu þegar ég sé svona fólk, ætla ekki að horfa eða neitt." Þorbjörn: „Þú veist að Sean Penn fór einu sinni í aðgerð til að laga sig. Hann er með svo hátt enni að hann fór í hárígræðslu til að minnka það. Finnst þér hann ekkert minna sexý fyrir það?" Björk: „Nei. Hann var örugglega minni en ég, krumpaður í framan og gráhærður og ég tapaði mér algjörlega. Engum öðrum hefur tekist þetta. En já, þetta var gósentíð fyrir slúðurpressuna. Ísland er í tísku, og það er um að gera að nýta það. Fá smá erlendan gjaldeyri inn í landið." Þorbjörn: „Krónan er líka svo veik að það kostar ekki neitt að vera hérna." Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Fréttamaðurinn Þorbjörn Þórðarson og ritstjórinn Björk Eiðsdóttir létu jafnréttisumræður koma sér á óvart og fylgdust misvel með Landsdómi og komum fræga fólksins til Íslands á árinu sem er að líða. Þau settust á rökstóla og ræddu árið sem senn er liðið.Hvað finnst ykkur standa upp úr á árinu sem er að líða? Þorbjörn: „Það fyrsta sem mér dettur í hug er Landsdómsmálið. Það var náttúrulega risavaxinn fréttaviðburður, ekki á íslenska vísu heldur bara á heimsvísu. Sú athygli sem erlendir fjölmiðlar sýndu því máli sýnir kannski hversu stórt það er." Björk: „Niðurstaða dómsins var líka mjög áhugaverð." Þorbjörn: „Já. Hvað fannst þér um niðurstöðuna?" Björk: „Mér fannst þetta fáránlegt. Fullkomlega fáránlegt að kenna einum manni um allt saman." Þorbjörn: „Einmitt. Það stendur nefnilega orðrétt í dómsniðurstöðunni að ákærði hafi verið sýknaður af öllum alvarlegustu ákæruliðunum. Mér fannst svolítið fyndið, og ég get sagt þetta núna af því að við erum að spjalla saman, að lesa grein í Financial Times eftir Steingrím J. Sigfússon þar sem hann talar um íslensku leiðina út úr hruninu, að við höfum skipt bönkunum upp í nýja og gamla. En við drógum einmitt fyrir Landsdóm manninn sem flutti frumvarpið um þessa íslensku leið, neyðarlögin." Björk: „Hvað kostaði þetta, þessi málaferli öll?" Þorbjörn: „Það var komin einhver tala á það. Voru það ekki tæpar 200 milljónir? En þetta var auðvitað svolítið strembin dagskrá að vera á hverjum einasta degi þarna niður frá. Við vorum með beinar útsendingar, þetta var gaman." Björk: „Já þú hefur náttúrulega verið mjög inni í þessu, á meðan ég var bara "djöfull er þetta leiðinlegt". Það er kannski munurinn á okkur tveimur. Ég fylgdist ekki svona vel með þessu, mér fannst þetta skrípaleikur og eftir fyrsta dag nennti ég ekki að fylgjast meira með."En þetta var líka svolítið ár stórra dómsmála, ekki satt? Það voru nokkur hrunmál, og Annþór og Börkur voru mikið í sviðsljósinu, ef það má orða það þannig. Björk: „Já, það er svolítið sorglegt hvað þeir fá mikið sviðsljós finnst mér." Þorbjörn: „Þetta var kannski árið þar sem komst hreyfing á þetta uppgjör við hrunið fyrir dómstólum. En með Annþór og Börk, ég prívat og persónulega hef ekki brennandi áhuga á svona ofbeldis- og líkamsárásarmálum, nema bara kannski lögfræðihliðinni, en að velta mér upp úr nákvæmri lýsingu á líkamsárásum þar sem menn ráðast á aðra undirmálsfiska þjóðfélagsins með golfkylfum og hafnaboltakylfum, það höfðar ekki til mín." Björk: „Tilfinningin sem maður fær er að verið sé að gera stjörnur úr þeim, eða ég held að þeim líði svolítið þannig. É veit alveg að fólk vill vita um þessa hluti, en ég held að það mætti tóna þetta niður." Þorbjörn: „Já, ég vorkenni líka verjendum þessara manna. Börkur ætlaði að vera agalega stór karl og hrækja í átt til dómara í héraðsdómi Reykjaness í aðalmeðferð í einu þessara mála, og stærstur hluti gusunnar lenti á skikkju verjandans." Björk: „Ég held að það sé ekki öfundsvert hlutverk að verja svona menn." Þorbjörn: „Mér finnst líka standa svolítið upp hvað það voru ítrekaðar fréttir af vanda Landspítalans. Við höfum séð þessar fréttir um niðurskurð á undanförnum árum en í ár leið vart sá dagur þar sem ekki var talað um lélegan tækjakost, skort á hjúkrunarrýmum og svo framvegis." Björk: „Já og það keyrði um þverbak núna undir lok árs - voru það ekki tveir sem dóu? Maður vonar allavega að núna verði eitthvað gert í þessum málum."Svo má nefna fjöldauppsagnir hjúkrunarfræðinga og launahækkun forstjórans sem aldrei tók þó gildi. Björk: „Það var svolítið vandræðalegt mál. En ég skil vel að hjúkrunarfræðingar séu búnir að fá nóg." Þorbjörn: „Ég er í minnihluta með það að mér fannst rétt hjá Guðbjarti Hannessyni að hækka launin hjá Birni Zoëga. Af þeirri einföldu ástæðu að það er eiginlega ótrúlegt að Birni hafi tekist að reka þennan spítala án þess að það sé margra milljarða framúrkeyrsla á hverju ári." Björk: „Já ég er reyndar algjörlega sammála þér, mér fannst ekkert rangt við það, þetta bara kom klaufalega út. Og auðvitað eru fleiri sem ættu að fá launahækkun í þessum bransa, en það er náttúrulega brjáluð samkeppni að fá þetta fólk út." Þorbjörn: „En svo verður forvitnilegt að sjá hvort þessi aðgerð verði Guðbjarti Hannessyni erfið, hann vill verða næsti formaður Samfylkingarinnar, það er spurning hvort þetta verði rifjað upp í janúar. Þetta gæti dregið dilk á eftir sér."Erum við ekki komin lengra?Svo voru líka forsetakosningar á árinu. Hver fannst ykkur skemmtilegasti frambjóðandinn? Þorbjörn: „Ólafur Ragnar. Einfaldlega af því að hann er svo ótrúlega sjóaður í kosningabaráttu. Þóra var mjög frambærilegur frambjóðandi en hún átti við ofurefli að etja. Ólafur var mjög skemmtilegur því maður sá hann nýta alla ásana og þegar hann var kominn í þennan ham var gaman að fylgjast með." Björk: „Hann steig vart feilspor í þessari kosningabaráttu. Byrjaði seint, tók þetta af alefli og tók Dorrit með sér. Það var held ég mjög sterkur leikur hjá honum af því að mjög margir eru komnir með nóg af honum en þjóðin virðist elska hana." Þorbjörn: „Hann var líka mjög ósvífinn í baráttunni, með því að vera með ásakanir á hendur manni Þóru sem eiga ekki við nein rök að styðjast. Hann vissi betur, en auðvitað þegar hann var búinn að koma þessari smjörklípu á framfæri þá var hún komin í umferð. Hann kann öll trixin, hann má eiga það. Svo náttúrulega er þessi endurreisn Ólafs Ragnars síðustu tvö árin með ólíkindum. Hann eiginlega þarf að gefa sjálfum sér fálkaorðuna fyrir það hvernig honum tókst til við hana." Björk: „Algjörlega. Það er ótrúlegasta fólk farið að tala vel um hann, sem var áður harðir andstæðingar hans. Þó þetta hafi kannski ekki verið mjög spennandi í lokin þá var þetta skemmtilegt og að það skyldu fara svona margir á móti sitjandi forseta. Þetta var söguleg kosningabarátta." Þorbjörn: „Ég held einmitt að það hafi margir haft áhuga en fólk vissi að hann var að fara aftur fram og gerði ekkert. Þóra á skilið hrós fyrir hugrekki fyrir að leggja til atlögu við karlinn." Björk: "Framboðið hennar vakti náttúrulega heimsathygli. Og hún vakti upp umræðu sem varð svolítið áhugaverð." Þorbjörn: „Þótt hún hafi tapað þá var þetta flott hjá henni. Hún er góð fyrirmynd fyrir marga." Björk: „Þetta vakti upp spurningar og umræður. Hvort konur í fæðingarorlofi eigi að taka að sér svona stór hlutverk. Fjölskyldan gegn vinnustaðnum. Þótt allir séu sammála um að konur eigi að vera í háttsettum stöðum þá er það kannski erfitt á þessu tímabili. Og spurningin hvort karlmaðurinn geti séð um þetta hlutverk þessa fyrstu mánuði. Þessar umræður voru mjög heitar og maður heyrði unga krakka vera með fastmótaðar skoðanir á þessu. Það kom mér svolítið á óvart. Maður hugsaði bara?" Þorbjörn: „Erum við ekki komin lengra í umræðunni?" Björk: „Einmitt. Ég var svolítið hissa og ég held að þetta hafi verið gott upp á það að gera." Þorbjörn: „Þetta undirstrikaði kannski hvað við erum komin skammt í jafnréttisumræðunni. Við erum enn þá föst í þessum kreddum."Jafnréttismálin eru nú aldeilis meðal þeirra mála sem mikið hafa verið rædd á árinu. Björk: „Hildur Lilliendahl hefur verið mjög dugleg að hrista upp í fólki." Þorbjörn: „Þú ert að tala um herskáa femínista? Ég hef nú haft lúmskt gaman af þessu. Einhver hefur sagt að það sé rétt að beita herskárri tækni í þessum málefnaslag af því að það er svo langt í land. En auðvitað þurfa þessir einstaklingar að gæta hófs líka, og stundum hafa menn að ósekju verið dregnir inn í þetta." Björk: „Persónuárásir geta verið svolítið slæmar. En ég er reyndar sammála því að það þarf aggressíva hluti til að breyta þessu fastmótaða. Þó ég sé alls ekki alltaf sammála þá finnst mér frábært að einhverjir hefji máls á þessum hlutum sem fólk virðist bara oft líta fram hjá." Þorbjörn: „Tilgangurinn helgar ekki alltaf meðalið en grófar aðferðir leyfast þegar málstaðurinn er góður. Mér finnst verst þegar gott og heiðarlegt fólk er dregið niður í svaðið vegna klaufalegra ummæla." Björk: „Það er glatað. Mig langar ekki að búa í þjóðfélagi þar sem við þurfum að passa okkur svona rosalega hvað við segjum. Ég var í námi í Bandaríkjunum þar sem maður gat ekki talað um svart fólk af því að maður þurfti að passa sig svo rosalega hvernig maður orðaði hlutina. Og við megum ekki alveg missa okkur í pólitíska rétthugsun, fólk er aflífað ef það orðar hlutina ekki fullkomlega rétt." Þorbjörn: „Mér fannst líka leiðinlegt þegar Vigdís Finnbogadóttir var gagnrýnd fyrir að segja að hún væri ekki sammála öfgafullum aðferðum í baráttunni. Þá voru einhverjir á netinu sem voru að gera því skóna að hún væri á móti femínisma." Björk: „Einmitt. Ef Vigdís Finnbogadóttir er ekki femínisti?" Þorbjörn: „Hver er það þá? Menn þurfa að tóna þetta niður. En um að gera að halda þessari baráttu áfram og við eigum langt í land. Svo þurfum við líka að muna að við erum með tjáningarfrelsi og þeir sem vilja vera með vondar skoðanir eiga alveg að fá að hafa þær svo lengi sem það er innan ramma laga. Við erum í svo litlu samfélagi að við eigum það til að fara af hjörunum. Þið munið eftir hundinum Lúkasi og því máli." Björk: „Við erum svo dómhörð. Maður segir sjálfur örugglega mjög oft eitthvað sem hægt er að snúa við." Þorbjörn: „Sumt fólk á líka bara að telja upp á tíu áður en það sest við lyklaborðið." Björk: „Sumir ættu bara ekkert að vera með nettengingu." Þorbjörn: „Sumir ættu allavega að taka netið úr sambandi eftir sex á föstudögum." Björk: „Já einmitt, þá sér maður hvað fer að gerast. Eða hafa bara svona öndunarpróf. Þú þarft að anda á tölvuna." Þorbjörn: „Computer says no." Björk: „Þú ert búinn með einu rauðvínsglasi of mikið."Nýtum að Ísland er í tískuSíðan kom rosalega mikið af frægu fólki til Íslands á árinu. Það varð algjört æði. Björk: „Og það náðist þessi fræga og síðasta mynd af Tom Cruise og Katie Holmes fyrir skilnað. Þetta var svolítið fyndið, það hefur alltaf orðið allt kolvitlaust þegar einhver frægur kemur hingað en allt í einu var þetta orðið daglegt brauð. Ben Stiller sat við hliðina á mér á 101 og mér var alveg sama. Reyndar missti ég það þegar Sean Penn kom. Þá missti ég kúlið algjörlega." Þorbjörn: „Kom hann til Íslands?" Björk: „Já!" Þorbjörn: „Það fór fram hjá mér." Björk: „Það fór sko ekki fram hjá mér. Ég held venjulega kúlinu þegar ég sé svona fólk, ætla ekki að horfa eða neitt." Þorbjörn: „Þú veist að Sean Penn fór einu sinni í aðgerð til að laga sig. Hann er með svo hátt enni að hann fór í hárígræðslu til að minnka það. Finnst þér hann ekkert minna sexý fyrir það?" Björk: „Nei. Hann var örugglega minni en ég, krumpaður í framan og gráhærður og ég tapaði mér algjörlega. Engum öðrum hefur tekist þetta. En já, þetta var gósentíð fyrir slúðurpressuna. Ísland er í tísku, og það er um að gera að nýta það. Fá smá erlendan gjaldeyri inn í landið." Þorbjörn: „Krónan er líka svo veik að það kostar ekki neitt að vera hérna."
Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira