Grískur harmleikur á Kýpur Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 21. mars 2013 07:00 Tillögur um skatt á innstæður í kýpverskum bönkum vöktu gríðarlega reiði meðal almennings á Kýpur.Fréttablaðið/AP Stjórnvöld á Kýpur tilkynntu um síðustu helgi að þetta litla eyríki í Miðjarðarhafi stæði frammi fyrir fjármálakreppu. Leitaði Kýpur fyrir vikið til þríeykisins svokallaða; Evrópusambandsins, Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og hefur farið fram á neyðarlán. Þessi tilkynning kom mörgum á óvart enda hefur Kýpur þótt standa alþjóðlegu fjármálakreppuna tiltölulega vel af sér miðað við önnur evruríki. En þótt raunhagkerfið hafi sloppið furðu vel við fjármálakreppuna er ekki hægt að segja það sama um banka landsins. Kýpverskir bankar eru nefnilega fullir af grískum skuldabréfum sem hafa hríðfallið í virði eftir því sem grísku efnahagskrísunni hefur fleygt fram. Kýpverska ríkið hefur því neyðst til þess að hlaupa undir bagga með bankakerfinu, sem er eitt hið stærsta í Evrópu sem hlutfall af landsframleiðslu. Þessar aðgerðir hafa valdið snarversnandi stöðu ríkisfjármála og hefur ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa skotist upp í ósjálfbærar tölur. Um síðustu helgi voru kynntar tillögur að björgunarpakka frá þríeykinu. Ólíkt fyrri björgunarpökkum sem smíðaðir hafa verið fyrir ríki í vanda á evrusvæðinu fólu þessar tillögur í sér skatt á innstæður í kýpverskum bönkum að kröfu hóps hinna ríkari evruríkja sem vildu lækka kostnað sinn við björgunarpakkann. Var hugmyndin sú að allar innstæður upp að 100 þúsund evrum, jafngildi 16,3 milljóna króna, yrðu skattlagðar um 6,75% og allar innstæður umfram það um 9,9%. Var sú leið talin hafa þann kost umfram venjulega skatta að stór hluti höggsins myndi falla á erlenda innstæðueigendur, helst auðuga Rússa, sem eiga mikla fjármuni í kýpverskum bönkum. Tillagan vakti hins vegar gríðarlega hörð viðbrögð jafnvel þótt síðar hefði verið lagt til að hlífa öllum innstæðum upp að 20 þúsund evrum. Töldu Kýpverjar ótækt að skattleggja innstæður sem eiga að heita ríkistryggðar. Þá hefur sú staðreynd vakið marga til reiði að tap bankanna má að hluta til rekja til björgunarpakka þríeykisins gagnvart Grikklandi sem fólu í sér miklar afskriftir á virði grískra ríkisskuldabréfa. Að lokum fékk tillagan engin atkvæði í kýpverska þinginu þegar kosið var um hana á þriðjudag. Það er því enn óvíst hvernig krísan verður leyst en þríeykið hefur krafist þess að kýpversk stjórnvöld afli alls 5,8 milljarða evra sjálf til að fá neyðarlán. Innstæðuskatturinn hefði aflað þeirrar upphæðar en sú leið kemur vart til greina lengur. Hafa kýpversk stjórnvöld því meðal annars rætt við Rússa um aðkomu að björgunarpakkanum en lyktir málsins eru enn óvissar. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Stjórnvöld á Kýpur tilkynntu um síðustu helgi að þetta litla eyríki í Miðjarðarhafi stæði frammi fyrir fjármálakreppu. Leitaði Kýpur fyrir vikið til þríeykisins svokallaða; Evrópusambandsins, Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og hefur farið fram á neyðarlán. Þessi tilkynning kom mörgum á óvart enda hefur Kýpur þótt standa alþjóðlegu fjármálakreppuna tiltölulega vel af sér miðað við önnur evruríki. En þótt raunhagkerfið hafi sloppið furðu vel við fjármálakreppuna er ekki hægt að segja það sama um banka landsins. Kýpverskir bankar eru nefnilega fullir af grískum skuldabréfum sem hafa hríðfallið í virði eftir því sem grísku efnahagskrísunni hefur fleygt fram. Kýpverska ríkið hefur því neyðst til þess að hlaupa undir bagga með bankakerfinu, sem er eitt hið stærsta í Evrópu sem hlutfall af landsframleiðslu. Þessar aðgerðir hafa valdið snarversnandi stöðu ríkisfjármála og hefur ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa skotist upp í ósjálfbærar tölur. Um síðustu helgi voru kynntar tillögur að björgunarpakka frá þríeykinu. Ólíkt fyrri björgunarpökkum sem smíðaðir hafa verið fyrir ríki í vanda á evrusvæðinu fólu þessar tillögur í sér skatt á innstæður í kýpverskum bönkum að kröfu hóps hinna ríkari evruríkja sem vildu lækka kostnað sinn við björgunarpakkann. Var hugmyndin sú að allar innstæður upp að 100 þúsund evrum, jafngildi 16,3 milljóna króna, yrðu skattlagðar um 6,75% og allar innstæður umfram það um 9,9%. Var sú leið talin hafa þann kost umfram venjulega skatta að stór hluti höggsins myndi falla á erlenda innstæðueigendur, helst auðuga Rússa, sem eiga mikla fjármuni í kýpverskum bönkum. Tillagan vakti hins vegar gríðarlega hörð viðbrögð jafnvel þótt síðar hefði verið lagt til að hlífa öllum innstæðum upp að 20 þúsund evrum. Töldu Kýpverjar ótækt að skattleggja innstæður sem eiga að heita ríkistryggðar. Þá hefur sú staðreynd vakið marga til reiði að tap bankanna má að hluta til rekja til björgunarpakka þríeykisins gagnvart Grikklandi sem fólu í sér miklar afskriftir á virði grískra ríkisskuldabréfa. Að lokum fékk tillagan engin atkvæði í kýpverska þinginu þegar kosið var um hana á þriðjudag. Það er því enn óvíst hvernig krísan verður leyst en þríeykið hefur krafist þess að kýpversk stjórnvöld afli alls 5,8 milljarða evra sjálf til að fá neyðarlán. Innstæðuskatturinn hefði aflað þeirrar upphæðar en sú leið kemur vart til greina lengur. Hafa kýpversk stjórnvöld því meðal annars rætt við Rússa um aðkomu að björgunarpakkanum en lyktir málsins eru enn óvissar.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira