Lífið

Gagnrýnir klæðaburð tónlistarkvenna

Charlotte Church gagnrýnir glannalegan klæðaburð tónlistarkvenna
Charlotte Church gagnrýnir glannalegan klæðaburð tónlistarkvenna Nordicphotos/Getty
Söngkonan Charlotte Church gagnrýndi í viðtali við BBC, þá stefnu sem klæðaburður tónlistarkvenna er að fara í tónlistarheiminum. Henni þykir það neikvætt hvert menning í klæðaburði kvenna sé að fara í og sagði jafnframt að karlmenn væru alls ráðandi í tónlistarheiminum.

Þá tjáði hún, að henni hafi verið sagt að klæðast íburðarlitlum klæðnaði þegar hún var nítján og tuttugu ára gömul. Church sagðist alls ekki hafa kunnað vel við sig fáklædd og að hún sæi eftir því í dag.

Hún gagnrýndi jafnframt söngkonurnar Rihönnu og Miley Cyrus mikið og fannst til að mynda, Cyrus ganga of langt í glannaskap á VMA hátíðinni sem fór fram fyrir skömmu.  Henni þykir sorglegt hve sjálfsagt það er í tónlistarheiminum, að konur sýni of mikið af beru holdi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.