NBA-deildin í körfubolta fór aftur af stað í nótt eftir hlé sem var gert vegna stjörnuhelgarinnar. Níu leikir voru á dagskrá gærkvöldsins.
Brooklyn Nets vann ótrúlegan sigur á Milawukee, 113-111, í framlengdum leik. Joe Johnson, leikmaður Brooklyn, átti stóran þátt í sigrinum.
Johnson jafnaði leikinn í lok venjulegs leiktíma með þriggja stiga flautukörfu. Hann tryggði svo sínum mönnum sigurinn með annarri flautukörfu í framlengingunni, þótt ótrúlega megi virðast.
Alls skoraði hann 24 stig í leiknum en þeir Brook Lopez og Deron Williams komu næstur með nítján hvor. Nets hafði tapað þrettán leikjum í röð gegn Milwaukee fyrir leik liðanna í nótt.
Brandon Jennings átti stórleik fyrir Milwaukee og skoraði 34 stig. Ersna Ilyasova var með 21 stig.
Besta lið deildarinnar, San Antonio, hélt uppteknum hætti og vann Sacramento, 108-102. Tony Parker var með 30 stig og ellefu stoðsendingar í leiknum en þetta var fimmtándi sigur liðsins í síðustu sextán leikjum þess.
San Antonio hefur unnið 43 leiki af 55 til þess og er einnig með bestan árangur á útivelli, þar sem liðið hefur unnið 21 leik af 31.
Ekkert gengur hjá Golden State sem tapaði sínum sjötta leik í röð í nótt, í þetta sinn fyrir Utah, 115-101. Al Jefferson var með 24 stig fyrir Utah og Gordon Hayward sautján.
Úrslit næturinnar:
Washington - Toronto 88-96
Orlando - Charlotte 92-105
Brooklyn - Milwaukee 113-111
Detroit - Memphis 91-105
New Orleans - Chicago 87-96
Denver - Boston 97-90
Utah - Golden State 115-101
Sacramento - San Antonio 102-108
Phoenix - Portland 102-98
