Ísland sem mennskt land Júlíus Valdimarsson skrifar 9. janúar 2013 06:00 Þann 6. september sl. birtist í Fréttablaðinu grein eftir mig sem bar nafnið „Ég sé fyrir mér mennskan heim". Þessi grein var að efni til fyrri hluti persónulegrar hugleiðingar eða yfirlýsingar sem ég skrifaði árið 1996 og mér finnst ekki síður eiga við í dag. Það sem þarna var ritað fyrir 17 árum stóð einhvern veginn ljóslifandi fyrir mér og tiltrú mín hefur ekki minnkað á þá mennsku framtíð sem þar er lýst þrátt fyrir tímabundna erfiðleika sem við göngum nú í gegnum. Ekki síst er tiltrú mín sterk á unga fólkið sem er kraftmikið og skapandi og reiðubúið til þess að leita nýrra leiða eins og kom vel fram í búsáhaldabyltingunni sem ekki hefði átt sér stað án þess. Sama er að segja um kröftugar aðgerðir ungs fólks annars staðar í heiminum sem nú krefst öðruvísi þjóðfélags. Hér á eftir fer seinni hluti hugleiðinga minna. Ég sé fyrir mér Ísland sem mennskt land. Ég sé fyrir mér Ísland sem fyrsta landið í heiminum sem nær þessu marki. Ekki vegna þess að hér búi betra fólk, því að fólk alls staðar annars staðar á plánetunni býr yfir sömu þrá og starfar að sama marki. Ísland er hins vegar lítið land, sem samt sem áður hefur öll einkenni annarra þjóðfélaga. Allar stofnanir og félög eru hér eins og annars staðar. Flestir kynstofnar og þjóðir eiga fulltrúa sína í íslensku þjóðfélagi og eru hluti af því eins og annars staðar.Mannlegt net Allar stefnur og straumar, allir fordómar, allt trúleysi, allt vonleysi, allt óöryggi, öll tortryggni, öll græðgi, allt tillitsleysi og allt óréttlæti er hér eins og annars staðar. Allt þetta sem þarf að leysa alls staðar í heiminum er einnig hér. Við erum hins vegar svo örfá og það er auðvelt fyrir okkur að hittast persónulega og reglulega. Það er svo auðvelt fyrir okkur að mynda mannlegt net sem nær til hverrar götu, allra hverfa, þorpa og bæja, allra skóla, vinnustaða og félaga. Ég sé fyrir mér fordæmisáhrif þess þjóðfélags sem okkur mun takast að mynda hér á Íslandi. Hingað munu margir koma til að upplifa félagslega fyrirmynd hins mennska þjóðfélags. Við munum einnig frétta af sífellt fleiri þjóðfélögum, bæjum, þorpum, hverfum og götum þar sem tókst að breyta völdunum og opna framtíðina eins og hér… Ég sé fyrir mér fólkið… börnin mín og barnabörnin… Ég sé fyrir mér bjartan, breyttan og mennskan heim… Ég sé fyrir mér alheimslega mennska þjóð… Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Þann 6. september sl. birtist í Fréttablaðinu grein eftir mig sem bar nafnið „Ég sé fyrir mér mennskan heim". Þessi grein var að efni til fyrri hluti persónulegrar hugleiðingar eða yfirlýsingar sem ég skrifaði árið 1996 og mér finnst ekki síður eiga við í dag. Það sem þarna var ritað fyrir 17 árum stóð einhvern veginn ljóslifandi fyrir mér og tiltrú mín hefur ekki minnkað á þá mennsku framtíð sem þar er lýst þrátt fyrir tímabundna erfiðleika sem við göngum nú í gegnum. Ekki síst er tiltrú mín sterk á unga fólkið sem er kraftmikið og skapandi og reiðubúið til þess að leita nýrra leiða eins og kom vel fram í búsáhaldabyltingunni sem ekki hefði átt sér stað án þess. Sama er að segja um kröftugar aðgerðir ungs fólks annars staðar í heiminum sem nú krefst öðruvísi þjóðfélags. Hér á eftir fer seinni hluti hugleiðinga minna. Ég sé fyrir mér Ísland sem mennskt land. Ég sé fyrir mér Ísland sem fyrsta landið í heiminum sem nær þessu marki. Ekki vegna þess að hér búi betra fólk, því að fólk alls staðar annars staðar á plánetunni býr yfir sömu þrá og starfar að sama marki. Ísland er hins vegar lítið land, sem samt sem áður hefur öll einkenni annarra þjóðfélaga. Allar stofnanir og félög eru hér eins og annars staðar. Flestir kynstofnar og þjóðir eiga fulltrúa sína í íslensku þjóðfélagi og eru hluti af því eins og annars staðar.Mannlegt net Allar stefnur og straumar, allir fordómar, allt trúleysi, allt vonleysi, allt óöryggi, öll tortryggni, öll græðgi, allt tillitsleysi og allt óréttlæti er hér eins og annars staðar. Allt þetta sem þarf að leysa alls staðar í heiminum er einnig hér. Við erum hins vegar svo örfá og það er auðvelt fyrir okkur að hittast persónulega og reglulega. Það er svo auðvelt fyrir okkur að mynda mannlegt net sem nær til hverrar götu, allra hverfa, þorpa og bæja, allra skóla, vinnustaða og félaga. Ég sé fyrir mér fordæmisáhrif þess þjóðfélags sem okkur mun takast að mynda hér á Íslandi. Hingað munu margir koma til að upplifa félagslega fyrirmynd hins mennska þjóðfélags. Við munum einnig frétta af sífellt fleiri þjóðfélögum, bæjum, þorpum, hverfum og götum þar sem tókst að breyta völdunum og opna framtíðina eins og hér… Ég sé fyrir mér fólkið… börnin mín og barnabörnin… Ég sé fyrir mér bjartan, breyttan og mennskan heim… Ég sé fyrir mér alheimslega mennska þjóð…
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun