Verkin sýna merkin, Katrín Kristinn H. Gunnarsson skrifar 1. nóvember 2013 06:00 Síðasta ríkisstjórn glímdi við mikla erfiðleika en hún fékk líka betra tækifæri til þess en nokkur önnur ríkisstjórn að umbylta valdakerfi fámennrar yfirstéttar og að jafna byrðarnar á þegna landsins með sanngjörnum og réttlátum hætti. Vinstri grænir komust í lykilaðstöðu þar sem ráðherrar flokksins fóru með sjávarútvegsmál og fjármálaráðuneytið. Þótt margt hafi ágætlega verið gert skorti mikið á stefnufestu forystumanna flokksins. Formaður Vinstri grænna kveinkar sér undan gagnrýni, en verkin sýna merkin. Vinstri grænir og Samfylkingin fengu skýrt umboð í þingkosningunum 2009. Stefna flokkanna í sjávarútvegsmálum var samhljóða í öllum meginatriðum. Þeir ætluðu að innkalla veiðiheimildirnar og endurúthluta þeim eftir almennum reglum þar sem jafnræðis væri gætt. Kjósendur studdu þessi áform heilshugar þá og ítrekuðu síðar með því að samþykkja í þjóðaratkvæðagreiðslu að leyfi til þess að nýta fiskimiðin skyldu verða veitt á jafnræðisgrundvelli til hóflegs tíma og gegn fullu gjaldi. Siðfræðistofnun Háskóla Íslands og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar vöruðu við því í erindum til Alþingis að festa kvótakerfið með óbreyttu úthlutunarkerfi enn frekar í sessi. Bentu forsvarsmenn stofnananna á að kerfi framseljanlegra fiskveiðiheimilda hefðu það gjarnan í för með sér að þær söfnuðust á fárra hendur og að með þeim verðmætu forréttindum sem felast í umráðarétti fiskstofnanna væru lagðar línur varðandi auð, völd, áhrif og ítök einstaklinga og þjóðfélagshópa. Forysta Vinstri grænna komst í valdastólana og hafði allt með sér. Það var hægara sagt en gert að láta sér mistakast. En það gerðist samt. Katrín Jakobsdóttir og félagar hennar afneituðu eigin stefnu og vísuðu á bug úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Forystan sló skjaldborg um sama spillta úthlutunarkerfið. Kjarkinn brast til þess að sækja í metgróðann í sjávarútveginum fjárhæðirnar sem þurfti til að verja velferðarkerfið alvarlegum áföllum. Hækkun veiðigjaldsins á lokasprettinum eru spor í rétta átt en aðeins smámunir af metgróðanum frá 2008. Réttlát tekjuskipting er enn víðs fjarri. Það er einsdæmi að róttækur vinstri flokkur sem tekst á við valdaöfl þjóðfélagsins samsami sig þeim þegar á reynir og gefi almenningi langt nef. Formaður Vinstri grænna þarf að gefa skýringar á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Sjá meira
Síðasta ríkisstjórn glímdi við mikla erfiðleika en hún fékk líka betra tækifæri til þess en nokkur önnur ríkisstjórn að umbylta valdakerfi fámennrar yfirstéttar og að jafna byrðarnar á þegna landsins með sanngjörnum og réttlátum hætti. Vinstri grænir komust í lykilaðstöðu þar sem ráðherrar flokksins fóru með sjávarútvegsmál og fjármálaráðuneytið. Þótt margt hafi ágætlega verið gert skorti mikið á stefnufestu forystumanna flokksins. Formaður Vinstri grænna kveinkar sér undan gagnrýni, en verkin sýna merkin. Vinstri grænir og Samfylkingin fengu skýrt umboð í þingkosningunum 2009. Stefna flokkanna í sjávarútvegsmálum var samhljóða í öllum meginatriðum. Þeir ætluðu að innkalla veiðiheimildirnar og endurúthluta þeim eftir almennum reglum þar sem jafnræðis væri gætt. Kjósendur studdu þessi áform heilshugar þá og ítrekuðu síðar með því að samþykkja í þjóðaratkvæðagreiðslu að leyfi til þess að nýta fiskimiðin skyldu verða veitt á jafnræðisgrundvelli til hóflegs tíma og gegn fullu gjaldi. Siðfræðistofnun Háskóla Íslands og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar vöruðu við því í erindum til Alþingis að festa kvótakerfið með óbreyttu úthlutunarkerfi enn frekar í sessi. Bentu forsvarsmenn stofnananna á að kerfi framseljanlegra fiskveiðiheimilda hefðu það gjarnan í för með sér að þær söfnuðust á fárra hendur og að með þeim verðmætu forréttindum sem felast í umráðarétti fiskstofnanna væru lagðar línur varðandi auð, völd, áhrif og ítök einstaklinga og þjóðfélagshópa. Forysta Vinstri grænna komst í valdastólana og hafði allt með sér. Það var hægara sagt en gert að láta sér mistakast. En það gerðist samt. Katrín Jakobsdóttir og félagar hennar afneituðu eigin stefnu og vísuðu á bug úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Forystan sló skjaldborg um sama spillta úthlutunarkerfið. Kjarkinn brast til þess að sækja í metgróðann í sjávarútveginum fjárhæðirnar sem þurfti til að verja velferðarkerfið alvarlegum áföllum. Hækkun veiðigjaldsins á lokasprettinum eru spor í rétta átt en aðeins smámunir af metgróðanum frá 2008. Réttlát tekjuskipting er enn víðs fjarri. Það er einsdæmi að róttækur vinstri flokkur sem tekst á við valdaöfl þjóðfélagsins samsami sig þeim þegar á reynir og gefi almenningi langt nef. Formaður Vinstri grænna þarf að gefa skýringar á því.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun