Heilbrigðar tennur! Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 31. október 2012 08:00 Barnaheill – Save the Children á Íslandi fagna tillögum sem starfshópur velferðarráðherra hefur lagt fram um framtíðarfyrirkomulag tannlækninga barna sem gert er ráð fyrir að taki gildi um næstu áramót. Þar er gert ráð fyrir að greitt verði að fullu fyrir tannlækningar barna í áföngum. Þann 1. janúar 2018 verði tannlækningar allra barna þeim að kostnaðarlausu að frátöldu hóflegu komugjaldi. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland hefur fullgilt eiga öll börn rétt á að njóta besta mögulega heilsufars sem hægt er að tryggja með læknisaðstoð og heilbrigðisþjónustu. Ekki má mismuna börnum hvað það varðar vegna stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Mjög mikilvægt er að tannheilsa barna þurfi ekki að líða fyrir efnahag foreldra þeirra. Fyrr á árinu stóðu Barnaheill fyrir málþingi um þá óheillaþróun sem átt hefur sér stað í tannheilsu íslenskra barna. Þar kom meðal annars fram að á aðeins 16 ára tímabili hefur Ísland farið úr því að vera í hópi tíu efstu þjóða meðal OECD-landa hvað tannheilsu 12 ára barna varðar, í það að vera í sjötta neðsta sæti. Mikill kostnaður við tannlækningar er meginástæða þessa. Samtökin skoruðu þá á stjórnvöld, tannlækna og samfélagið allt að leggjast á eitt til að bæta tannheilsu íslenskra barna og komu af stað undirskriftasöfnun. Tæplega sex þúsund undirskriftir söfnuðust og voru þær afhentar Guðbjarti Hannessyni, velferðarráðherra, þann 27. september sl. Foreldrar bera meginábyrgð á að tryggja börnum sínum umönnun og vernd samkvæmt Barnasáttmálanum. Í því felst meðal annars skylda til að gæta þess að tennur séu hirtar og að koma í veg fyrir óhóflega sykurneyslu barna. Sykurneysla íslenskra barna í formi sælgætis og sætra drykkja er langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Barnaheill – Save the Children á Íslandi leggja mikla áherslu á að tillögur starfshóps velferðarráðherra fái brautargengi og þannig verði þeirri óheillaþróun sem átt hefur sér stað snúið við. Það er á ábyrgð samfélagsins alls að stuðla að jafnræði þegar kemur að tannheilsu barna og að gera öllum börnum kleift að vera með heilbrigðar tennur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Barnaheill – Save the Children á Íslandi fagna tillögum sem starfshópur velferðarráðherra hefur lagt fram um framtíðarfyrirkomulag tannlækninga barna sem gert er ráð fyrir að taki gildi um næstu áramót. Þar er gert ráð fyrir að greitt verði að fullu fyrir tannlækningar barna í áföngum. Þann 1. janúar 2018 verði tannlækningar allra barna þeim að kostnaðarlausu að frátöldu hóflegu komugjaldi. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland hefur fullgilt eiga öll börn rétt á að njóta besta mögulega heilsufars sem hægt er að tryggja með læknisaðstoð og heilbrigðisþjónustu. Ekki má mismuna börnum hvað það varðar vegna stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Mjög mikilvægt er að tannheilsa barna þurfi ekki að líða fyrir efnahag foreldra þeirra. Fyrr á árinu stóðu Barnaheill fyrir málþingi um þá óheillaþróun sem átt hefur sér stað í tannheilsu íslenskra barna. Þar kom meðal annars fram að á aðeins 16 ára tímabili hefur Ísland farið úr því að vera í hópi tíu efstu þjóða meðal OECD-landa hvað tannheilsu 12 ára barna varðar, í það að vera í sjötta neðsta sæti. Mikill kostnaður við tannlækningar er meginástæða þessa. Samtökin skoruðu þá á stjórnvöld, tannlækna og samfélagið allt að leggjast á eitt til að bæta tannheilsu íslenskra barna og komu af stað undirskriftasöfnun. Tæplega sex þúsund undirskriftir söfnuðust og voru þær afhentar Guðbjarti Hannessyni, velferðarráðherra, þann 27. september sl. Foreldrar bera meginábyrgð á að tryggja börnum sínum umönnun og vernd samkvæmt Barnasáttmálanum. Í því felst meðal annars skylda til að gæta þess að tennur séu hirtar og að koma í veg fyrir óhóflega sykurneyslu barna. Sykurneysla íslenskra barna í formi sælgætis og sætra drykkja er langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Barnaheill – Save the Children á Íslandi leggja mikla áherslu á að tillögur starfshóps velferðarráðherra fái brautargengi og þannig verði þeirri óheillaþróun sem átt hefur sér stað snúið við. Það er á ábyrgð samfélagsins alls að stuðla að jafnræði þegar kemur að tannheilsu barna og að gera öllum börnum kleift að vera með heilbrigðar tennur.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun