NBA í nótt: Ótrúleg endurkoma Clippers | Rondo ýtti við dómara Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. apríl 2012 09:00 Caron Butler í leiknum í nótt en hann fór síðar meiddur af velli. Mynd/AP Fjórir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í gærkvöldi og nótt. LA Clippers átti ótrúlega endurkomu í fyrsta leiknum gegn Memphis Grizzlies og vann, 99-98. Memphis var með forystu fyrstu 47 mínúturnar í leiknum og var hún mest 27 stig í leiknum. Með því að vinna upp forskotið og klára leikinn jafnaði Clippers met í sögu úrslitakeppninnar. Rudy Gay hefði getað tryggt Memphis sigurinn en hann brenndi af skoti á lokasekúndu leiksins. Clippers varð þó fyrir áfalli í leiknum því Caron Butler braut bein í vinstri hendi í leiknum. Nick Young átti þó góða innkomu af bekknum og skoraði nítján stig, þar af þrjá þrista þegar Clippers komst á 26-1 sprett. Chris Paul hefur átt við meiðsli að stríða en spilaði þó í 38 mínútur í nótt og skoraði fjórtán stig. Blake Griffin var með sautján stig og Butler tólf áður en hann fór meiddur af velli.LA Lakers er komið 1-0 yfir í rimmu sinni gegn Denver Nuggets eftir sigur í leik liðanna í nótt, 103-88. Kobe Bryant var með 31 stig en Andrew Bynum náði fyrstu þrefaldri tvennu Lakers í úrslitakeppni í 21 ár. Bynum var með tíu stig, þrettán fráköst og varði tíu skot - alls ellefu prósent af öllum skotum Denver í leiknum.Atlanta hafði betur gegn Boston, 83-74, í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Josh Smith var með 22 stig og átján fráköst. Hæst bar þó í leiknum að Rajon Rondo var rekinn af velli fyrir að stjaka við dómara. Líklegt er að hann verði í banni í næsta leik. Þegar þarna var komið voru um 40 sekúndur eftir af leiknum og munurinn fjögur stig á liðunum. Atlanta hafði verið með undirtökin í leiknum og náði að klára leikinn. Besta lið Vesturdeildarinnar, San Antonio, vann svo Utah Jazz í fyrsta leik liðanna í nótt, 106-91. Tony Parker skoraði 28 stig en þetta er í fyrsta sinn í fjögur ár sem San Antonio vinnur opnunarleik sinn í úrslitakeppninni.Úrslit næturinnar: San Antonio - Utah 106-91 (1-0) LA Lakers - Denver 103-88 (1-0) Atlanta - Boston 83-74 (1-0) Memphis - LA Clippers 98-99 (0-1)Leikir kvöldsins: 23:00 Miami - New York (1-0) 23:30 Indiana - Orlando (0-1) - Í beinni á NBA TV 01:30 Oklahoma City - Dallas (1-0) NBA Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Leik lokið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Fjórir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í gærkvöldi og nótt. LA Clippers átti ótrúlega endurkomu í fyrsta leiknum gegn Memphis Grizzlies og vann, 99-98. Memphis var með forystu fyrstu 47 mínúturnar í leiknum og var hún mest 27 stig í leiknum. Með því að vinna upp forskotið og klára leikinn jafnaði Clippers met í sögu úrslitakeppninnar. Rudy Gay hefði getað tryggt Memphis sigurinn en hann brenndi af skoti á lokasekúndu leiksins. Clippers varð þó fyrir áfalli í leiknum því Caron Butler braut bein í vinstri hendi í leiknum. Nick Young átti þó góða innkomu af bekknum og skoraði nítján stig, þar af þrjá þrista þegar Clippers komst á 26-1 sprett. Chris Paul hefur átt við meiðsli að stríða en spilaði þó í 38 mínútur í nótt og skoraði fjórtán stig. Blake Griffin var með sautján stig og Butler tólf áður en hann fór meiddur af velli.LA Lakers er komið 1-0 yfir í rimmu sinni gegn Denver Nuggets eftir sigur í leik liðanna í nótt, 103-88. Kobe Bryant var með 31 stig en Andrew Bynum náði fyrstu þrefaldri tvennu Lakers í úrslitakeppni í 21 ár. Bynum var með tíu stig, þrettán fráköst og varði tíu skot - alls ellefu prósent af öllum skotum Denver í leiknum.Atlanta hafði betur gegn Boston, 83-74, í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Josh Smith var með 22 stig og átján fráköst. Hæst bar þó í leiknum að Rajon Rondo var rekinn af velli fyrir að stjaka við dómara. Líklegt er að hann verði í banni í næsta leik. Þegar þarna var komið voru um 40 sekúndur eftir af leiknum og munurinn fjögur stig á liðunum. Atlanta hafði verið með undirtökin í leiknum og náði að klára leikinn. Besta lið Vesturdeildarinnar, San Antonio, vann svo Utah Jazz í fyrsta leik liðanna í nótt, 106-91. Tony Parker skoraði 28 stig en þetta er í fyrsta sinn í fjögur ár sem San Antonio vinnur opnunarleik sinn í úrslitakeppninni.Úrslit næturinnar: San Antonio - Utah 106-91 (1-0) LA Lakers - Denver 103-88 (1-0) Atlanta - Boston 83-74 (1-0) Memphis - LA Clippers 98-99 (0-1)Leikir kvöldsins: 23:00 Miami - New York (1-0) 23:30 Indiana - Orlando (0-1) - Í beinni á NBA TV 01:30 Oklahoma City - Dallas (1-0)
NBA Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Leik lokið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira