Stuðningsgrein: Ég treysti Andreu Gunnar Skúli Ármannsson skrifar 30. maí 2012 14:00 Andrea Ólafsdóttir er ung kona með reynslu og hún býður sig fram til forseta Íslands. Ég er mjög sáttur við þá ákvörðun hennar. Hún hefur staðið sig frábærlega fyrir Hagsmunasamtök heimilanna. Þar hafa eiginleikar hennar fengið að njóta sín og endurspegla manngerðina. Hún hefur ekki persónulegra hagsmuna að gæta í baráttu sinni fyrir Hagsmunasamtökin. Þar vinnur hún af hugsjón fyrir aðra en ekki sig og hefur hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Hún hefur auk þess sýnt að hún er fær um að hefja málefnin yfir flokkspólitíkina. Hún er fær um að setja sig inn í alls kyns flókin málefni á ólíkum sviðum og tala um þau málefnalega og af yfirvegun á mannamáli. Er hægt að hugsa sér betri grunneiginleika í fari forseta landsins? Fleira skýtur góðum stoðum undir það að Andrea verði góður forseti. Hún hefur sýnt það að hún er eljusöm, nákvæm og fylgin sér(þrjósk). Samtímis hefur hún til að bera auðmýkt og tillitssemi og kemur það fram í því að hún ætlar að leita til þjóðarinnar með þjóðfundi. Þar vill hún að slembivalið úrtak þjóðarinnar semji verklagsreglur fyrir hana sem forseta. Þetta endurspeglar hvernig hún lítur á hlutverk sitt sem verkfæri þjóðarinnar. Hún hefur heitið því að málefni sem brenna á þjóðinni muni hún stuðla að að þau komist til umsagnar þjóðarinnar. Samtímis sýnir ferill Andreu að hún er einstaklingur sem er fær um að taka ákvarðanir og treysta á eigin dómgreind. Að hafa stundað sjómennsku ung að árum hefur sjálfsagt kennt henni að dómgreind getur skilið á milli farsælni og ógæfu, þ.e. að ákvarðanir hafi afleiðingar. Auk þess að hafa búið víða erlendis á sínum yngri árum sem þroskar getuna til að bregðast við nýjum og framandi aðstæðum. Allt þetta gefur okkur góða von til þess að Andrea sem forseti muni alltaf lenda á fótunum í ólíkum aðstæðum sem starfið hefur upp á að bjóða. Þar sem hún hefur þroskast vel í hverju því starfi sem hún hefur tekið að sér ætti hún að geta vaxið með forsetastarfinu og leitt það áfram til gæfu fyrir þjóðina. Við þurfum á þessum tímamótum að hugsa um hvort að við sem þjóð viljum setja fordæmi fyrir því að forseti sitji fimm kjörtímabil í embætti, en stærstur hluti þjóðarinnar vill setja því skorður hversu lengi fólk gegnir embættinu. Við þurfum þá í framhaldi af því að hugsa um hver frambjóðendanna er best til þess fallinn að leiða okkur áfram í vegferð að bættu lýðræði með aðkomu fólksins, sem núverandi forseti hefur lagt af stað með og hverjum við treystum best til þess að tryggja meirihlutavilja fólksins. Ég treysti Andreu best til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Andrea Ólafsdóttir er ung kona með reynslu og hún býður sig fram til forseta Íslands. Ég er mjög sáttur við þá ákvörðun hennar. Hún hefur staðið sig frábærlega fyrir Hagsmunasamtök heimilanna. Þar hafa eiginleikar hennar fengið að njóta sín og endurspegla manngerðina. Hún hefur ekki persónulegra hagsmuna að gæta í baráttu sinni fyrir Hagsmunasamtökin. Þar vinnur hún af hugsjón fyrir aðra en ekki sig og hefur hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Hún hefur auk þess sýnt að hún er fær um að hefja málefnin yfir flokkspólitíkina. Hún er fær um að setja sig inn í alls kyns flókin málefni á ólíkum sviðum og tala um þau málefnalega og af yfirvegun á mannamáli. Er hægt að hugsa sér betri grunneiginleika í fari forseta landsins? Fleira skýtur góðum stoðum undir það að Andrea verði góður forseti. Hún hefur sýnt það að hún er eljusöm, nákvæm og fylgin sér(þrjósk). Samtímis hefur hún til að bera auðmýkt og tillitssemi og kemur það fram í því að hún ætlar að leita til þjóðarinnar með þjóðfundi. Þar vill hún að slembivalið úrtak þjóðarinnar semji verklagsreglur fyrir hana sem forseta. Þetta endurspeglar hvernig hún lítur á hlutverk sitt sem verkfæri þjóðarinnar. Hún hefur heitið því að málefni sem brenna á þjóðinni muni hún stuðla að að þau komist til umsagnar þjóðarinnar. Samtímis sýnir ferill Andreu að hún er einstaklingur sem er fær um að taka ákvarðanir og treysta á eigin dómgreind. Að hafa stundað sjómennsku ung að árum hefur sjálfsagt kennt henni að dómgreind getur skilið á milli farsælni og ógæfu, þ.e. að ákvarðanir hafi afleiðingar. Auk þess að hafa búið víða erlendis á sínum yngri árum sem þroskar getuna til að bregðast við nýjum og framandi aðstæðum. Allt þetta gefur okkur góða von til þess að Andrea sem forseti muni alltaf lenda á fótunum í ólíkum aðstæðum sem starfið hefur upp á að bjóða. Þar sem hún hefur þroskast vel í hverju því starfi sem hún hefur tekið að sér ætti hún að geta vaxið með forsetastarfinu og leitt það áfram til gæfu fyrir þjóðina. Við þurfum á þessum tímamótum að hugsa um hvort að við sem þjóð viljum setja fordæmi fyrir því að forseti sitji fimm kjörtímabil í embætti, en stærstur hluti þjóðarinnar vill setja því skorður hversu lengi fólk gegnir embættinu. Við þurfum þá í framhaldi af því að hugsa um hver frambjóðendanna er best til þess fallinn að leiða okkur áfram í vegferð að bættu lýðræði með aðkomu fólksins, sem núverandi forseti hefur lagt af stað með og hverjum við treystum best til þess að tryggja meirihlutavilja fólksins. Ég treysti Andreu best til þess.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun