Stórt skref í átt að fullnaðarsigri 10. febrúar 2012 05:00 Alistair Grétarsson segir mikil tímamót felast í því að ekki hafi komið upp tilfelli af lömunarveiki á Indlandi í rúmlega ár. Það sé mikilvægt skref í að útrýma sjúkdómnum á heimsvísu. „Þetta eru mikil tímamót og merkur áfangi,“ segir Alistair Grétarsson, starfsmaður UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Indlandi, en nú er rúmt ár síðan síðasta staðfesta tilfellið af lömunarveiki kom upp í landinu. Lömunarveiki er bráðsmitandi veirusjúkdómur sem hefur lengi hrjáð mannkynið, en einskorðast nú nær alfarið við fátækustu landsvæði heims. „Þetta er afar mikilvægt því lengi hefur verið talið erfiðast að hefta útbreiðslu lömunarveiki á Indlandi af öllum löndum og hér komu jafnan upp flest tilfelli á hverju ári allt fram til ársins 2009,“ segir Alistair. Það ár greindist nær helmingur allra tilfella í heiminum á Indlandi, eða 741 af 1.604. „Stóri áfanginn liggur líka í því að nú er búið að byrgja fyrir það að smit komi upp hér á Indlandi og breiðist út til annarra landa. Sjúkdómurinn ferðast með fólki milli landa og þegar stórt og fjölmennt land eins og Indland er tekið út úr jöfnunni á heimsvísu er það mikill áfangi í að komast alla leið og útrýma sjúkdómnum algerlega.“ Alistair segir það enn þá vera lokatakmarkið og nú sjái loks fyrir endann á baráttunni. „Við erum nær því en nokkru sinni fyrr, en einmitt þess vegna hefur aldrei verið eins mikilvægt að halda áfram að efla baráttuna. Við erum á síðustu metrunum, en þá er hlassið líka oft þyngst. Það er síður en svo tími til að slaka á þó við fögnum vissulega þessum áfanga.“ Fátækustu svæðin erfiðustLömunarveiki herjaði á fólk um allan heim, þar með talið Vesturlönd, en með tilkomu bóluefnis um miðja síðustu öld var sjúkdómnum úthýst frá öllum þróuðum löndum. Í fyrra greindist lömunarveiki í sautján löndum sem, fyrir utan Kína, eru öll í hópi fátækustu landa heims. Þar af eru fjögur lönd þar sem sjúkdómurinn er talinn landlægur, en fyrir utan Indland eru Pakistan, Afganistan og Nígería í þeim hópi. Staða Indlands gæti þó breyst á næstu dögum ef staðfest verður formlega að ekkert tilfelli hafi komið upp þar í landi frá því í janúar í fyrra. „Nú á dögum hefst sjúkdómurinn við á þeim stöðum í heiminum þar sem ástandið og aðgengið er verst og fátæktin mest,“ segir Alistair. „Fyrir utan löndin þar sem veikin er landlæg eru fleiri lönd þar sem veikin kemur upp hvað eftir annað. Veiran breiðist út með fólki sem ferðast milli landa, og þess vegna mun hættan alltaf vera til staðar þangað til sjúkdómnum hefur verið endanlega útrýmt.“ Fræðsla er lykillinn að árangriÁtakið til útrýmingar lömunarveiki hefur staðið í marga áratugi, en það er á síðustu tveimur árum sem mestur árangur hefur náðst með bólusetningum barna og aukinni fræðslu. Alistair segir að margt liggi þar að baki, en ekki síst ákveðni indverskra stjórnvalda sem hafi varið miklum fjármunum síðustu ár og áratugi til þess að útrýma lömunarveiki með stuðningi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, UNICEF og fleiri aðila eins og Rótarý-hreyfingarinnar. „Það sem er einstakt við Indland er stærðin og umfangið. Hér eru 2,3 milljónir sjálfboðaliða sem heimsækja 209 milljónir húsa að minnsta kosti tvisvar á hverju ári og bólusetja 170 milljónir barna undir 5 ára aldri við lömunarveiki. Þetta er því sambland af staðfestu indverskra stjórnvalda og alþjóðastofnana, og vilja samfélagsins sjálfs. Einnig hafa margir frægir einstaklingar tekið þátt í að vekja athygli á málefninu um allt land þar sem farið er til að hitta börn og bólusetja allt upp í sjö sinnum á ári.“ Alistair segir að ónæmi barnanna verði sterkara því oftar sem þau séu bólusett, og mikil áhersla sé lögð á að gefa börnum á hættusvæðum oftar bóluefni sem gefið er í munndropum. Alistair segir mikið atriði að afla verkefninu velvildar, bæði hjá foreldrum og framámönnum í samfélögunum. Því sé mikil vinna lögð í að byggja upp þekkingu og skilning meðal almennings. „Það er ekki sjálfsagt að fólk vilji láta bólusetja börnin sín. Í ýmsum samfélögum hefur verið viðvarandi trú að bóluefnið sé hluti af samsæri Vesturlanda, gefið til að gera börnin ófrjó. Á afskekktum svæðum eru svo almennt ríkjandi efasemdir í garð utanaðkomandi fólks.“ Þar kemur einmitt til kasta UNICEF sem sendir sjálfboðaliða út um allt Indlandi til að uppfræða fólk og fá það til að trúa á verkefnið. „Sjálfboðaliðar á okkar vegum ganga á milli heimila þar sem þeir hitta fólk með reglulegu millibili og ræða við það, ekki aðeins um bólusetningar, heldur líka almennt um hreinlæti, heilbrigðismál og mikilvægi brjóstagjafar. Það getur hins vegar haft áhrif á bólusetningarnar því að ef börnin veikjast, til dæmis ef þau fá niðurgang, er hætta á að bólusetningin spillist.“ Takmarkið innan seilingarTilfellum um lömunarveiki hefur fækkað á heimsvísu síðustu árin þar sem um 2.000 tilfelli greindust árið 2006 en 647 í fyrra. Alistair segir því mikilvægt að missa ekki dampinn. „Við munum halda okkar striki og halda áfram að bólusetja þessa stóru hópa barna. Stærsta hættan sem steðjar nú að er í hópi farandverkafólks sem er sífellt á ferðinni og því er erfitt að hitta börnin þess með reglulegu millibili til að gefa þeim bóluefni. Svo er líka hætta á að fullorðnir beri veikina með sér því að fólk getur borið sjúkdóminn án þess að sýna einkenni.“ Annað mikilvægt atriði, segir Alistair sé að hafa viðbragðsteymi tilbúið til að grípa inn í ef upp kemur tilfelli. Þá þurfi að bólusetja hundruð þúsunda barna umsvifalaust. „Það er hins vegar merkilegt að líta á verkefnið í stærra samhengi því að okkur hefur aðeins tekist að útrýma einum sjúkdómi í sögu mannkynsins og það er bólusótt. En ef okkur tekst það sama með lömunarveiki á næstu árum verður það sannarlega sögulegt afrek.“ Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Fleiri fréttir Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Sjá meira
„Þetta eru mikil tímamót og merkur áfangi,“ segir Alistair Grétarsson, starfsmaður UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Indlandi, en nú er rúmt ár síðan síðasta staðfesta tilfellið af lömunarveiki kom upp í landinu. Lömunarveiki er bráðsmitandi veirusjúkdómur sem hefur lengi hrjáð mannkynið, en einskorðast nú nær alfarið við fátækustu landsvæði heims. „Þetta er afar mikilvægt því lengi hefur verið talið erfiðast að hefta útbreiðslu lömunarveiki á Indlandi af öllum löndum og hér komu jafnan upp flest tilfelli á hverju ári allt fram til ársins 2009,“ segir Alistair. Það ár greindist nær helmingur allra tilfella í heiminum á Indlandi, eða 741 af 1.604. „Stóri áfanginn liggur líka í því að nú er búið að byrgja fyrir það að smit komi upp hér á Indlandi og breiðist út til annarra landa. Sjúkdómurinn ferðast með fólki milli landa og þegar stórt og fjölmennt land eins og Indland er tekið út úr jöfnunni á heimsvísu er það mikill áfangi í að komast alla leið og útrýma sjúkdómnum algerlega.“ Alistair segir það enn þá vera lokatakmarkið og nú sjái loks fyrir endann á baráttunni. „Við erum nær því en nokkru sinni fyrr, en einmitt þess vegna hefur aldrei verið eins mikilvægt að halda áfram að efla baráttuna. Við erum á síðustu metrunum, en þá er hlassið líka oft þyngst. Það er síður en svo tími til að slaka á þó við fögnum vissulega þessum áfanga.“ Fátækustu svæðin erfiðustLömunarveiki herjaði á fólk um allan heim, þar með talið Vesturlönd, en með tilkomu bóluefnis um miðja síðustu öld var sjúkdómnum úthýst frá öllum þróuðum löndum. Í fyrra greindist lömunarveiki í sautján löndum sem, fyrir utan Kína, eru öll í hópi fátækustu landa heims. Þar af eru fjögur lönd þar sem sjúkdómurinn er talinn landlægur, en fyrir utan Indland eru Pakistan, Afganistan og Nígería í þeim hópi. Staða Indlands gæti þó breyst á næstu dögum ef staðfest verður formlega að ekkert tilfelli hafi komið upp þar í landi frá því í janúar í fyrra. „Nú á dögum hefst sjúkdómurinn við á þeim stöðum í heiminum þar sem ástandið og aðgengið er verst og fátæktin mest,“ segir Alistair. „Fyrir utan löndin þar sem veikin er landlæg eru fleiri lönd þar sem veikin kemur upp hvað eftir annað. Veiran breiðist út með fólki sem ferðast milli landa, og þess vegna mun hættan alltaf vera til staðar þangað til sjúkdómnum hefur verið endanlega útrýmt.“ Fræðsla er lykillinn að árangriÁtakið til útrýmingar lömunarveiki hefur staðið í marga áratugi, en það er á síðustu tveimur árum sem mestur árangur hefur náðst með bólusetningum barna og aukinni fræðslu. Alistair segir að margt liggi þar að baki, en ekki síst ákveðni indverskra stjórnvalda sem hafi varið miklum fjármunum síðustu ár og áratugi til þess að útrýma lömunarveiki með stuðningi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, UNICEF og fleiri aðila eins og Rótarý-hreyfingarinnar. „Það sem er einstakt við Indland er stærðin og umfangið. Hér eru 2,3 milljónir sjálfboðaliða sem heimsækja 209 milljónir húsa að minnsta kosti tvisvar á hverju ári og bólusetja 170 milljónir barna undir 5 ára aldri við lömunarveiki. Þetta er því sambland af staðfestu indverskra stjórnvalda og alþjóðastofnana, og vilja samfélagsins sjálfs. Einnig hafa margir frægir einstaklingar tekið þátt í að vekja athygli á málefninu um allt land þar sem farið er til að hitta börn og bólusetja allt upp í sjö sinnum á ári.“ Alistair segir að ónæmi barnanna verði sterkara því oftar sem þau séu bólusett, og mikil áhersla sé lögð á að gefa börnum á hættusvæðum oftar bóluefni sem gefið er í munndropum. Alistair segir mikið atriði að afla verkefninu velvildar, bæði hjá foreldrum og framámönnum í samfélögunum. Því sé mikil vinna lögð í að byggja upp þekkingu og skilning meðal almennings. „Það er ekki sjálfsagt að fólk vilji láta bólusetja börnin sín. Í ýmsum samfélögum hefur verið viðvarandi trú að bóluefnið sé hluti af samsæri Vesturlanda, gefið til að gera börnin ófrjó. Á afskekktum svæðum eru svo almennt ríkjandi efasemdir í garð utanaðkomandi fólks.“ Þar kemur einmitt til kasta UNICEF sem sendir sjálfboðaliða út um allt Indlandi til að uppfræða fólk og fá það til að trúa á verkefnið. „Sjálfboðaliðar á okkar vegum ganga á milli heimila þar sem þeir hitta fólk með reglulegu millibili og ræða við það, ekki aðeins um bólusetningar, heldur líka almennt um hreinlæti, heilbrigðismál og mikilvægi brjóstagjafar. Það getur hins vegar haft áhrif á bólusetningarnar því að ef börnin veikjast, til dæmis ef þau fá niðurgang, er hætta á að bólusetningin spillist.“ Takmarkið innan seilingarTilfellum um lömunarveiki hefur fækkað á heimsvísu síðustu árin þar sem um 2.000 tilfelli greindust árið 2006 en 647 í fyrra. Alistair segir því mikilvægt að missa ekki dampinn. „Við munum halda okkar striki og halda áfram að bólusetja þessa stóru hópa barna. Stærsta hættan sem steðjar nú að er í hópi farandverkafólks sem er sífellt á ferðinni og því er erfitt að hitta börnin þess með reglulegu millibili til að gefa þeim bóluefni. Svo er líka hætta á að fullorðnir beri veikina með sér því að fólk getur borið sjúkdóminn án þess að sýna einkenni.“ Annað mikilvægt atriði, segir Alistair sé að hafa viðbragðsteymi tilbúið til að grípa inn í ef upp kemur tilfelli. Þá þurfi að bólusetja hundruð þúsunda barna umsvifalaust. „Það er hins vegar merkilegt að líta á verkefnið í stærra samhengi því að okkur hefur aðeins tekist að útrýma einum sjúkdómi í sögu mannkynsins og það er bólusótt. En ef okkur tekst það sama með lömunarveiki á næstu árum verður það sannarlega sögulegt afrek.“
Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Fleiri fréttir Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Sjá meira