Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að gera 75 milljóna króna tilboð í hlut Borgarbyggðar í Faxaflóahöfnum.
Hlutur Borgarbyggðar nemur rúmlega 0,7% og ákvað sveitarfélagið nýlega að selja hann til að létta undir með erfiðri fjárhagsstöðu sinni. Reykjavík á fyrir 75% eignarhlut í Faxaflóahöfnum.

