Yao Ming snýr sér að golfinu - risavaxið verkefni bíður hans 23. október 2012 23:30 Yao Ming, sem var á sínum tíma einn þekktasti körfuknattleiksmaður heims, hefur snúið sér að golfíþróttinni. Og verkefnið sem bíður hans er risavaxið ef marka má myndbandsupptökur af kappanum á góðgerðamóti sem fram fór nýverið í heimalandi hans – Kína. Ming er 2.29 m. á hæð og er hann í hópi þeirra allra hávöxnustu sem leikið hafa í NBA deildinni en hann hætti sem atvinnumaður í júlí 2011 vegna meiðsla. Brian Manzella, heimsþekktur golfkennari, segir í viðtali við Golf Magazine að það leyni sér ekki að Ming sé byrjandi í golfi. „Hann er að glíma við áskoranir sem allir byrjendur þurfa að glíma við en þessi golfkylfa er allt of stutt fyrir hann," sagði Manzella m.a. í viðtalinu. Golfmótið sem Ming tók þátt í var haldið á Mission Hills golfvallarsvæðinu í Kína en þar eru alls ellefu 18 holu golfvellir og einn par 3 holu völlur. Ming getur þó talist vera á réttri leið með golfsveifluna sína ef miðað er við Charles Barkley – sem átti farsælan feril í NBA deildinni. Golfferill Sir Charles hefur ekki verið dans á rósum eins og sjá má í þessu myndbandi hefur hann þróað sinn eigin stíl og tækni. Ming er ekki sá stærsti sem leikið hefur í NBA deildinni. Hann er í 3.-4. sæti á þeim lista með Shawn Bradley sem lék með m.a. Philadelphia 76'ers og Dallas Mavericks. Gheorghe Muresan frá Rúmeníu og Manute Bol sem fæddur var í Súdan eru efstir á þessum lista. Þeir voru báðir 2,31 m. á hæð þegar þeir léku í NBA deildinni. Muresan var valinn af Washington Bullets árið 1993 í NBA valinu en hann hann skoraði 14,5 stig, tók 10 fráköst og varði um 2 skot að meðaltali í leik keppnistímabilið 1994-1995. Muresan lék í sex ár í deildinni en hann var mikið meiddur og skoraði hann rétt um 10 stig og tók 6 fráköst í 307 leikjum á ferlinum. Bol gekk í raðir Washington Bullets árið 1985. Hann er eini leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar sem er með fleiri varin skot en stig á ferlinum. Bol skoraði 2,6 stig að meðaltali í leik á 10 ára tímabili en hann varði 3,3 skot að meðaltali í leik. Hann er annar í röðinni yfir flest skot varin að meðaltali á ferlinum en þar er efstur Mark Eaton sem lék með Utah Jazz – 3,34 varin skot að meðaltali í leik.Listi yfir hávöxnustu leikmenn allra tíma í NBA deildinni: Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Sjá meira
Yao Ming, sem var á sínum tíma einn þekktasti körfuknattleiksmaður heims, hefur snúið sér að golfíþróttinni. Og verkefnið sem bíður hans er risavaxið ef marka má myndbandsupptökur af kappanum á góðgerðamóti sem fram fór nýverið í heimalandi hans – Kína. Ming er 2.29 m. á hæð og er hann í hópi þeirra allra hávöxnustu sem leikið hafa í NBA deildinni en hann hætti sem atvinnumaður í júlí 2011 vegna meiðsla. Brian Manzella, heimsþekktur golfkennari, segir í viðtali við Golf Magazine að það leyni sér ekki að Ming sé byrjandi í golfi. „Hann er að glíma við áskoranir sem allir byrjendur þurfa að glíma við en þessi golfkylfa er allt of stutt fyrir hann," sagði Manzella m.a. í viðtalinu. Golfmótið sem Ming tók þátt í var haldið á Mission Hills golfvallarsvæðinu í Kína en þar eru alls ellefu 18 holu golfvellir og einn par 3 holu völlur. Ming getur þó talist vera á réttri leið með golfsveifluna sína ef miðað er við Charles Barkley – sem átti farsælan feril í NBA deildinni. Golfferill Sir Charles hefur ekki verið dans á rósum eins og sjá má í þessu myndbandi hefur hann þróað sinn eigin stíl og tækni. Ming er ekki sá stærsti sem leikið hefur í NBA deildinni. Hann er í 3.-4. sæti á þeim lista með Shawn Bradley sem lék með m.a. Philadelphia 76'ers og Dallas Mavericks. Gheorghe Muresan frá Rúmeníu og Manute Bol sem fæddur var í Súdan eru efstir á þessum lista. Þeir voru báðir 2,31 m. á hæð þegar þeir léku í NBA deildinni. Muresan var valinn af Washington Bullets árið 1993 í NBA valinu en hann hann skoraði 14,5 stig, tók 10 fráköst og varði um 2 skot að meðaltali í leik keppnistímabilið 1994-1995. Muresan lék í sex ár í deildinni en hann var mikið meiddur og skoraði hann rétt um 10 stig og tók 6 fráköst í 307 leikjum á ferlinum. Bol gekk í raðir Washington Bullets árið 1985. Hann er eini leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar sem er með fleiri varin skot en stig á ferlinum. Bol skoraði 2,6 stig að meðaltali í leik á 10 ára tímabili en hann varði 3,3 skot að meðaltali í leik. Hann er annar í röðinni yfir flest skot varin að meðaltali á ferlinum en þar er efstur Mark Eaton sem lék með Utah Jazz – 3,34 varin skot að meðaltali í leik.Listi yfir hávöxnustu leikmenn allra tíma í NBA deildinni:
Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Sjá meira