Vernd barna óháð landamærum Halla Gunnarsdóttir skrifar 8. desember 2012 08:00 Síðastliðið sumar voru gerðar breytingar á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. Breytingarnar létu ekki mikið yfir sér en fólu í sér þýðingarmikið skref í alþjóðlegri baráttu gegn ofbeldi gegn börnum. Þar á meðal var gerð sú breyting að mögulegt er að sækja til saka íslenskan ríkisborgara eða einstakling sem býr hér á landi fyrir brot gegn barni utan landsteinanna, óháð því hvort brotið sætir refsingu í því landi sem það er framið.En hvað þýðir þetta í reynd? Ímyndum okkur íslenskan mann sem ferðast til Kambódíu og kaupir þar vændi af barni. Löggæsluyfirvöld í Kambódíu eru máttlaus þegar kemur að því að takast á við vændi, mansal og misnotkun á börnum og konum en allt er þetta afar útbreitt í landinu. Landlæg spilling er meðal orsaka. Íslendingurinn þarf fyrir vikið í engu að óttast að vera sóttur til saka fyrir brot sitt. Í versta falli gæti hann greitt lögreglunni smáaura og verið laus allra mála. Glæpur hans felur hins vegar í sér brot á alþjóðlegum sáttmálum um réttindi barna, jafnt sem íslenskum lögum og á þeim grunni getur hann átt yfir höfði sér lögreglurannsókn á Íslandi, komist íslensk lögregluyfirvöld á snoðir um glæpinn. Þessi löggjöf er ekki gripin úr lausu lofti. Hún er liður í fullgildingu Íslands á Sáttmála Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og kynferðislegri misneytingu gegn börnum. Sáttmálinn, sem er kenndur við Lanzarote á Spáni, kveður sérstaklega á um að ríki skuli vera með skýra löggjöf í þessum efnum og efna til rannsókna og saksókna eftir því sem kostur er.Taka sjálfir myndir Á ráðstefnu Evrópuráðsins og ítalskra stjórnvalda í Rómarborg á dögunum var þetta sérstaklega rætt og því velt upp að hvaða marki þessi þáttur sáttmálans hefði gagnast. Ekki hefur oft verið sakfellt á þessum grunni í Evrópu en þó eru nokkur dæmi um slíkt. Áþreifanlegustu sönnunargögnin eru þegar menn taka sjálfir myndir af verknaðinum og hafa þær í fórum sínum. Í slíkum tilfellum er mögulegt að sakfella menn jafnvel þótt brotaþolinn – eða brotaþolarnir eins og oft vill vera í málum sem þessum – finnist ekki. Þá eru þess dæmi að brotaþolum hafi, ásamt nánustu fjölskyldu, verið flogið til Evrópu til að bera vitni fyrir dómi og hafa slík mál leitt til sakfellinga. Annað dæmi gæti verið að foreldrar sem búa á Íslandi ferðast til Kongó með dóttur sína og láta skera kynfæri hennar burt (stundum kallað umskurður en réttara væri að nota orðið afskurður eða limlesting á kynfærum). Í slíku máli mætti saksækja foreldrana á Íslandi, jafnvel þótt afskurður sé ekki saknæmur í Kongó. Ákvæði þessa efnis hafa verið inni í íslenskum hegningarlögum frá árinu 2005.Algild réttindi barna Á Íslandi hafa engin mál af þessum toga komið til kasta dómstóla. Hins vegar er líklegt að Íslendingar séu einnig í hópi þess fjölda sem ferðast til landa þar sem réttarvernd barna er takmörkuð gagngert til að beita börn ofbeldi. Með löggjöfinni eru send skýr skilaboð: Réttur barna er algildur, ekki afstæður, og okkur ber að vernda börn gegn grófu ofbeldi, sama hvar þau búa og hvaða vernd þeirra eigin stjórnvöld geta veitt. Á Rómarráðstefnunni voru ríki Evrópu hvött til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að framfylgja þessum lögum og hrinda þeim í framkvæmd með öllum tiltækum ráðum. Fá verkefni eru jafn aðkallandi og að stöðva ofbeldi og illa meðferð á börnum. Til þess þurfum við að horfa á óræktina í eigin garði en að sama skapi að láta órækt í öðrum görðum aldrei afskiptalausa. Þetta verkefni er á ábyrgð okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðið sumar voru gerðar breytingar á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. Breytingarnar létu ekki mikið yfir sér en fólu í sér þýðingarmikið skref í alþjóðlegri baráttu gegn ofbeldi gegn börnum. Þar á meðal var gerð sú breyting að mögulegt er að sækja til saka íslenskan ríkisborgara eða einstakling sem býr hér á landi fyrir brot gegn barni utan landsteinanna, óháð því hvort brotið sætir refsingu í því landi sem það er framið.En hvað þýðir þetta í reynd? Ímyndum okkur íslenskan mann sem ferðast til Kambódíu og kaupir þar vændi af barni. Löggæsluyfirvöld í Kambódíu eru máttlaus þegar kemur að því að takast á við vændi, mansal og misnotkun á börnum og konum en allt er þetta afar útbreitt í landinu. Landlæg spilling er meðal orsaka. Íslendingurinn þarf fyrir vikið í engu að óttast að vera sóttur til saka fyrir brot sitt. Í versta falli gæti hann greitt lögreglunni smáaura og verið laus allra mála. Glæpur hans felur hins vegar í sér brot á alþjóðlegum sáttmálum um réttindi barna, jafnt sem íslenskum lögum og á þeim grunni getur hann átt yfir höfði sér lögreglurannsókn á Íslandi, komist íslensk lögregluyfirvöld á snoðir um glæpinn. Þessi löggjöf er ekki gripin úr lausu lofti. Hún er liður í fullgildingu Íslands á Sáttmála Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og kynferðislegri misneytingu gegn börnum. Sáttmálinn, sem er kenndur við Lanzarote á Spáni, kveður sérstaklega á um að ríki skuli vera með skýra löggjöf í þessum efnum og efna til rannsókna og saksókna eftir því sem kostur er.Taka sjálfir myndir Á ráðstefnu Evrópuráðsins og ítalskra stjórnvalda í Rómarborg á dögunum var þetta sérstaklega rætt og því velt upp að hvaða marki þessi þáttur sáttmálans hefði gagnast. Ekki hefur oft verið sakfellt á þessum grunni í Evrópu en þó eru nokkur dæmi um slíkt. Áþreifanlegustu sönnunargögnin eru þegar menn taka sjálfir myndir af verknaðinum og hafa þær í fórum sínum. Í slíkum tilfellum er mögulegt að sakfella menn jafnvel þótt brotaþolinn – eða brotaþolarnir eins og oft vill vera í málum sem þessum – finnist ekki. Þá eru þess dæmi að brotaþolum hafi, ásamt nánustu fjölskyldu, verið flogið til Evrópu til að bera vitni fyrir dómi og hafa slík mál leitt til sakfellinga. Annað dæmi gæti verið að foreldrar sem búa á Íslandi ferðast til Kongó með dóttur sína og láta skera kynfæri hennar burt (stundum kallað umskurður en réttara væri að nota orðið afskurður eða limlesting á kynfærum). Í slíku máli mætti saksækja foreldrana á Íslandi, jafnvel þótt afskurður sé ekki saknæmur í Kongó. Ákvæði þessa efnis hafa verið inni í íslenskum hegningarlögum frá árinu 2005.Algild réttindi barna Á Íslandi hafa engin mál af þessum toga komið til kasta dómstóla. Hins vegar er líklegt að Íslendingar séu einnig í hópi þess fjölda sem ferðast til landa þar sem réttarvernd barna er takmörkuð gagngert til að beita börn ofbeldi. Með löggjöfinni eru send skýr skilaboð: Réttur barna er algildur, ekki afstæður, og okkur ber að vernda börn gegn grófu ofbeldi, sama hvar þau búa og hvaða vernd þeirra eigin stjórnvöld geta veitt. Á Rómarráðstefnunni voru ríki Evrópu hvött til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að framfylgja þessum lögum og hrinda þeim í framkvæmd með öllum tiltækum ráðum. Fá verkefni eru jafn aðkallandi og að stöðva ofbeldi og illa meðferð á börnum. Til þess þurfum við að horfa á óræktina í eigin garði en að sama skapi að láta órækt í öðrum görðum aldrei afskiptalausa. Þetta verkefni er á ábyrgð okkar allra.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun