Vonandi kem ég fólki á óvart Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. desember 2012 10:00 Ásgeir Örn. Mynd/Stefán Mikil ábyrgð mun hvíla á herðum Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar á HM á Spáni í fjarveru Alexanders Peterssonar. Þrátt fyrir mikla reynslu með landsliðinu hefur Ásgeir Örn sjaldan verið í aðalhlutverki en nú er tíminn kominn. „Ég er ánægður með að fá að spila og fá meira hlutverk. Það er mjög leiðinlegt að Alex er meiddur og getur ekki verið með. Þannig er bara boltinn og skiljanlegt á ári sem þessu þegar það eru þrjú stórmót á þrettán mánuðum að einhver detti út. Þá þurfa aðrir að stíga upp og skila sínum hlutverkum," segir Ásgeir Örn, sem er á leið á sitt tíunda stórmót með landsliðinu. Mikil umræða hefur verið um stöðu hægri skyttu í ljósi meiðsla Alexanders og óvissunnar í kringum Ólaf Stefánsson. Ásgeir Örn hefur töluvert gleymst í umræðunni. „Já, hugsanlega. Ég skil samt að fólk hugsi virkilega um það þegar leikmaður af þessari stærð eins og Lexi er, sem hefur verið einn besti leikmaðurinn í þýsku deildinni í vetur bæði í vörn og sókn, dettur út. Það yrði áfall fyrir hvaða lið sem er. Ég skil viðbrögðin vel. Ég vona bara að ég nái að koma á óvart. Ef fólk veit ekki af því að ég geti eitthvað þá vona ég bara að ég komi á óvart," segir Hafnfirðingurinn á léttu nótunum. Ásgeir er á sínu fyrsta leiktímabili með Paris Handball frá samnefndri borg í Frakklandi. Liðið hefur unnið alla leiki sína en hlutverk Ásgeir hefur verið minna en hjá hans síðasta liði, Hannover Burgdorf í Þýskalandi. „Þetta hefur verið allt öðruvísi hlutverk. Í fyrra spilaði ég meira eða minna í sextíu mínútur. Nú er ég kominn í miklu sterkara lið, heimsklassa lið, sem ætlar sér virkilega stóra hluti og mikil samkeppni er um stöðurnar," segir Ásgeir, sem hefur verið annar kostur þjálfarans í skyttustöðunni hægra megin. Hann hefur þó komið við sögu í flestum leikjum Parísarliðsins ýmist í stöðu skyttu eða hornamanns. „Maður er kannski í verra leikformi en aftur á móti ferskari og mótíveraðri en áður. Það vegur kannski hvort annað upp. Ég er samt í toppformi líkamlega," segir Ásgeir sem hefur fullkominn skilning á fjarveru Alexanders. „Leikjaplanið í þessum handbolta er bara brandari. Það er rugl hvað það eru margir leikir. Þetta er þriðja stórmótið á þrettán mánuðum. Ef þú ert kannski eitthvað veikur í öxlinni fyrir, þá er þetta leiðin til að eyðileggja hana algjörlega. Ég skil hann mjög vel." Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Haukar | Nýkrýndir Evrópubikarmeistarar leika til úrslita „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Sjá meira
Mikil ábyrgð mun hvíla á herðum Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar á HM á Spáni í fjarveru Alexanders Peterssonar. Þrátt fyrir mikla reynslu með landsliðinu hefur Ásgeir Örn sjaldan verið í aðalhlutverki en nú er tíminn kominn. „Ég er ánægður með að fá að spila og fá meira hlutverk. Það er mjög leiðinlegt að Alex er meiddur og getur ekki verið með. Þannig er bara boltinn og skiljanlegt á ári sem þessu þegar það eru þrjú stórmót á þrettán mánuðum að einhver detti út. Þá þurfa aðrir að stíga upp og skila sínum hlutverkum," segir Ásgeir Örn, sem er á leið á sitt tíunda stórmót með landsliðinu. Mikil umræða hefur verið um stöðu hægri skyttu í ljósi meiðsla Alexanders og óvissunnar í kringum Ólaf Stefánsson. Ásgeir Örn hefur töluvert gleymst í umræðunni. „Já, hugsanlega. Ég skil samt að fólk hugsi virkilega um það þegar leikmaður af þessari stærð eins og Lexi er, sem hefur verið einn besti leikmaðurinn í þýsku deildinni í vetur bæði í vörn og sókn, dettur út. Það yrði áfall fyrir hvaða lið sem er. Ég skil viðbrögðin vel. Ég vona bara að ég nái að koma á óvart. Ef fólk veit ekki af því að ég geti eitthvað þá vona ég bara að ég komi á óvart," segir Hafnfirðingurinn á léttu nótunum. Ásgeir er á sínu fyrsta leiktímabili með Paris Handball frá samnefndri borg í Frakklandi. Liðið hefur unnið alla leiki sína en hlutverk Ásgeir hefur verið minna en hjá hans síðasta liði, Hannover Burgdorf í Þýskalandi. „Þetta hefur verið allt öðruvísi hlutverk. Í fyrra spilaði ég meira eða minna í sextíu mínútur. Nú er ég kominn í miklu sterkara lið, heimsklassa lið, sem ætlar sér virkilega stóra hluti og mikil samkeppni er um stöðurnar," segir Ásgeir, sem hefur verið annar kostur þjálfarans í skyttustöðunni hægra megin. Hann hefur þó komið við sögu í flestum leikjum Parísarliðsins ýmist í stöðu skyttu eða hornamanns. „Maður er kannski í verra leikformi en aftur á móti ferskari og mótíveraðri en áður. Það vegur kannski hvort annað upp. Ég er samt í toppformi líkamlega," segir Ásgeir sem hefur fullkominn skilning á fjarveru Alexanders. „Leikjaplanið í þessum handbolta er bara brandari. Það er rugl hvað það eru margir leikir. Þetta er þriðja stórmótið á þrettán mánuðum. Ef þú ert kannski eitthvað veikur í öxlinni fyrir, þá er þetta leiðin til að eyðileggja hana algjörlega. Ég skil hann mjög vel."
Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Haukar | Nýkrýndir Evrópubikarmeistarar leika til úrslita „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn