Jólin og stress Teitur Guðmundsson skrifar 4. desember 2012 06:00 Þessi tími þykir mér einn sá skemmtilegasti á árinu, enda er ég svo heppinn að eiga nær eingöngu góðar minningar um hann. Ég á afmæli í lok nóvember og svo tekur við aðventan, undirbúningur fyrir jólin almennt, skreytingar með jólaljósum, jólalög, jólahlaðborð og samvera með vinum, starfsfélögum og fjölskyldu. Jólin sjálf með öllu sem þeim tilheyrir, góðum mat, spilamennsku og gjöfum að sjálfsögðu sem búið er að hafa ánægju af að velja, gefa og svo auðvitað þiggja. Þá á dóttir mín afmæli þann 27. desember svo við erum alltaf með 3ja í jólum í okkar fjölskyldu, stutt er svo í áramótin sem aftur er tími gleði og fagnaðar í hópi vina og fjölskyldu með tilheyrandi sprengingum og litagleði á himni. Þetta er frábær skemmtun og vildi maður stundum óska þess að þessi tími væri lengri og kæmi oftar. Ég þekki marga sem eru miklu meiri jólabörn en ég og gangast upp í því að bæta um betur ár frá ári bæði hvað varðar skreytingar og svo margt annað. Ég þekki líka þá sem gefa mikið af sér og hugsa um náungann, lifa í raun samkvæmt orðatiltækinu að „sælla er að gefa en þiggja“. Þetta fólk er ekkert sérstaklega að segja frá slíku, en maður heyrir af því og þakkar í huganum fyrir slíkar hetjur sem þurfa ekki að hreykja sér af því sem vel er gert, þau vita að þetta skiptir máli og nægir að það skuli kæta náungann og gleðja hans hjarta.Getum öll gefið af okkur Öll getum við gefið af okkur og skiptir ekki máli hversu mikið, hugurinn er það sem telur, enda er ekki markmiðið að það séu peningar eða verðmæti heldur að það komi að gagni og hafi einhverja þýðingu, bæði fyrir þann sem gefur eins og fyrir þann sem þiggur. Það er ekki markmiðið hér að vera með einhverja predikun, ég held bara að þú sem lest þessa grein vitir nákvæmlega um hvað ég er að tala og því þarfnist það lítillar útskýringar. Það merkilega er þó hversu erfiðlega okkur gengur að fara eftir þessum einföldu viðmiðum, þá myndast kvíði og vanlíðan. Hver þekkir ekki orðatiltækið jólastress? Öll höfum við fundið fyrir slíku á einhverjum tímapunkti, líklega má skýra það með þeim miklu væntingum sem fylgja jólunum og því að þau eiga að vera hátíð ljóss og friðar. Jólunum fylgja hefðir sem helst má ekki breyta, dæmi um það er maturinn, hvar þau eru haldin, hver leikur jólasveininn og deilir út pökkunum og svona mætti lengi telja. Það eru þessir litlu hlutir sem skipta okkur alveg ótrúlega miklu máli og verða að smellpassa svo við séum sátt og okkur líði vel, eða hvað? Það liggur í hlutarins eðli að ekki eiga allir sömu möguleika á að njóta jóla, því miður. Þar kemur margt til og of langt mál að telja upp öll þau atriði sem geta haft áhrif hér á, hvort sem þau eru fjárhagslegs eða félagslegs eðlis, vegna veikinda eða vinnu. Eitt er þó víst að öll ráðum við tilfinningum okkar og getum ákveðið hvernig okkur líður, hvernig við högum okkur og hvernig við horfum á hlutina. Það er því gríðarlega mikilvægt að vera þakklátur og njóta þess sem maður hefur hverju sinni, gleðjast yfir jólunum og láta sér líða vel og ýta undir vellíðan annarra, það er hinn sanni jólaandi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Þessi tími þykir mér einn sá skemmtilegasti á árinu, enda er ég svo heppinn að eiga nær eingöngu góðar minningar um hann. Ég á afmæli í lok nóvember og svo tekur við aðventan, undirbúningur fyrir jólin almennt, skreytingar með jólaljósum, jólalög, jólahlaðborð og samvera með vinum, starfsfélögum og fjölskyldu. Jólin sjálf með öllu sem þeim tilheyrir, góðum mat, spilamennsku og gjöfum að sjálfsögðu sem búið er að hafa ánægju af að velja, gefa og svo auðvitað þiggja. Þá á dóttir mín afmæli þann 27. desember svo við erum alltaf með 3ja í jólum í okkar fjölskyldu, stutt er svo í áramótin sem aftur er tími gleði og fagnaðar í hópi vina og fjölskyldu með tilheyrandi sprengingum og litagleði á himni. Þetta er frábær skemmtun og vildi maður stundum óska þess að þessi tími væri lengri og kæmi oftar. Ég þekki marga sem eru miklu meiri jólabörn en ég og gangast upp í því að bæta um betur ár frá ári bæði hvað varðar skreytingar og svo margt annað. Ég þekki líka þá sem gefa mikið af sér og hugsa um náungann, lifa í raun samkvæmt orðatiltækinu að „sælla er að gefa en þiggja“. Þetta fólk er ekkert sérstaklega að segja frá slíku, en maður heyrir af því og þakkar í huganum fyrir slíkar hetjur sem þurfa ekki að hreykja sér af því sem vel er gert, þau vita að þetta skiptir máli og nægir að það skuli kæta náungann og gleðja hans hjarta.Getum öll gefið af okkur Öll getum við gefið af okkur og skiptir ekki máli hversu mikið, hugurinn er það sem telur, enda er ekki markmiðið að það séu peningar eða verðmæti heldur að það komi að gagni og hafi einhverja þýðingu, bæði fyrir þann sem gefur eins og fyrir þann sem þiggur. Það er ekki markmiðið hér að vera með einhverja predikun, ég held bara að þú sem lest þessa grein vitir nákvæmlega um hvað ég er að tala og því þarfnist það lítillar útskýringar. Það merkilega er þó hversu erfiðlega okkur gengur að fara eftir þessum einföldu viðmiðum, þá myndast kvíði og vanlíðan. Hver þekkir ekki orðatiltækið jólastress? Öll höfum við fundið fyrir slíku á einhverjum tímapunkti, líklega má skýra það með þeim miklu væntingum sem fylgja jólunum og því að þau eiga að vera hátíð ljóss og friðar. Jólunum fylgja hefðir sem helst má ekki breyta, dæmi um það er maturinn, hvar þau eru haldin, hver leikur jólasveininn og deilir út pökkunum og svona mætti lengi telja. Það eru þessir litlu hlutir sem skipta okkur alveg ótrúlega miklu máli og verða að smellpassa svo við séum sátt og okkur líði vel, eða hvað? Það liggur í hlutarins eðli að ekki eiga allir sömu möguleika á að njóta jóla, því miður. Þar kemur margt til og of langt mál að telja upp öll þau atriði sem geta haft áhrif hér á, hvort sem þau eru fjárhagslegs eða félagslegs eðlis, vegna veikinda eða vinnu. Eitt er þó víst að öll ráðum við tilfinningum okkar og getum ákveðið hvernig okkur líður, hvernig við högum okkur og hvernig við horfum á hlutina. Það er því gríðarlega mikilvægt að vera þakklátur og njóta þess sem maður hefur hverju sinni, gleðjast yfir jólunum og láta sér líða vel og ýta undir vellíðan annarra, það er hinn sanni jólaandi!
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun