Konungur ljónanna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. nóvember 2012 07:30 Guðmundur Þórður Guðmundsson hefur stýrt Ljónunum sínum með glæsibrag í vetur og liðið er til alls líklegt þó svo miklar breytingar séu á liðinu milli ára. nordicphotos/bongarts Ljónin hans Guðmundar Guðmundssonar hafa byrjað leiktíðina með miklum látum og eru búnir að vinna fyrstu tólf leiki sína í þýsku úrvalsdeildinni. Liðið er mikið breytt milli ára og Guðmundur segist hafa valið sigurvegara í sitt nýja lið. Miklar breytingar urðu á liði Guðmundar Guðmundssonar, Rhein-Neckar Löwen, í sumar. Átta nýir leikmenn komu í herbúðir félagsins og hann varð þess utan að skera niður launakostnað um 325 milljónir króna hjá félaginu. Guðmundur missti svo af stórum hluta undirbúningstímabilsins út af Ólympíuleikunum. Þrátt fyrir allt þetta eru Ljónin á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar, bestu deild heims, með fullt hús eftir tólf leiki. Byrjun sem enginn átti von á. „Þetta er búið að ganga ótrúlega vel þrátt fyrir erfitt prógramm í síðustu leikjum. Fyrir okkur var mikilvægt að klára erfiða útileiki gegn Hamburg og í Gummersbach. Svo lögðum við Flensburg og Berlin um helgina. Við fengum með því staðfestingu á því hvað við getum," sagði Guðmundur en hans lið sýndi mikinn styrk undir lokin gegn Berlin um helgina. „Það reiknaði enginn með þessari byrjun. Hvorki við sjálfir né einhverjir aðrir. Við erum með átta nýja leikmenn og í raun nýtt lið. Það getur tekið langan tíma að berja þetta saman en það hefur gengið mjög vel." Eins og áður segir er Guðmundur ekki bara með nýtt lið heldur missti hann af undirbúningi vegna Ólympíuleikanna. Það hefur ekkert truflað mikið? „Ég fór ákveðna leið í þessu. Við vorum ekki með of flókið leikskipulag og vorum því hnitmiðaðir í því sem við vorum að spila. Þetta var sérstaklega erfitt í byrjun þegar liðin reyndu að koma okkur úr jafnvægi þar sem við vorum nýtt lið. Ég notaði líka ekki marga leikmenn til að byrja með. Ég gat ekki leyft mér það. Nú er ég hægt og sígandi að nota breiddina meira og það mun styrkja liðið. Við verðum því vonandi betri eftir því sem á líður. Ég tel okkur eiga helling inni," sagði Guðmundur en hver er lykillinn að þessu góða gengi? „Við ákváðum að fara sérstaka leið í uppbyggingu á þessu liði. Við ákváðum að velja sigurvegara í liðið. Við skoðuðum vel bakgrunn þeirra leikmanna sem við fengum og hvernig karakterar þeir væru. Svo var ákveðið að fara ekki beint í stóru stjörnurnar þó svo við værum að fá frábæra leikmenn," sagði Guðmundur. Uppbygging þessa liðs hófst árið 2010 er félagið samdi við Alexander Petersson en hann kom svo í sumar. Það gerðu líka danski markvörðurinn Niklas Landin og sænska skyttan Kim Ekdahl du Rietz. „Þetta eru stjörnur en samt hörkuduglegir og ósérhlífnir strákar. Lexi og Kim geta spilað vörn og sókn. Það var ekki auðvelt þegar það þurfti að skera niður launakostnað um 325 milljónir króna og við urðum að vera skynsamir í okkar kaupum," sagði Guðmundur en fjölmargir dýrir leikmenn eru horfnir á braut fyrir nýju mennina. Þann 28. nóvember er stóra prófið fyrir Löwen er Alfreð Gíslason mætir með meistaralið Kiel í heimsókn. Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Sjá meira
Ljónin hans Guðmundar Guðmundssonar hafa byrjað leiktíðina með miklum látum og eru búnir að vinna fyrstu tólf leiki sína í þýsku úrvalsdeildinni. Liðið er mikið breytt milli ára og Guðmundur segist hafa valið sigurvegara í sitt nýja lið. Miklar breytingar urðu á liði Guðmundar Guðmundssonar, Rhein-Neckar Löwen, í sumar. Átta nýir leikmenn komu í herbúðir félagsins og hann varð þess utan að skera niður launakostnað um 325 milljónir króna hjá félaginu. Guðmundur missti svo af stórum hluta undirbúningstímabilsins út af Ólympíuleikunum. Þrátt fyrir allt þetta eru Ljónin á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar, bestu deild heims, með fullt hús eftir tólf leiki. Byrjun sem enginn átti von á. „Þetta er búið að ganga ótrúlega vel þrátt fyrir erfitt prógramm í síðustu leikjum. Fyrir okkur var mikilvægt að klára erfiða útileiki gegn Hamburg og í Gummersbach. Svo lögðum við Flensburg og Berlin um helgina. Við fengum með því staðfestingu á því hvað við getum," sagði Guðmundur en hans lið sýndi mikinn styrk undir lokin gegn Berlin um helgina. „Það reiknaði enginn með þessari byrjun. Hvorki við sjálfir né einhverjir aðrir. Við erum með átta nýja leikmenn og í raun nýtt lið. Það getur tekið langan tíma að berja þetta saman en það hefur gengið mjög vel." Eins og áður segir er Guðmundur ekki bara með nýtt lið heldur missti hann af undirbúningi vegna Ólympíuleikanna. Það hefur ekkert truflað mikið? „Ég fór ákveðna leið í þessu. Við vorum ekki með of flókið leikskipulag og vorum því hnitmiðaðir í því sem við vorum að spila. Þetta var sérstaklega erfitt í byrjun þegar liðin reyndu að koma okkur úr jafnvægi þar sem við vorum nýtt lið. Ég notaði líka ekki marga leikmenn til að byrja með. Ég gat ekki leyft mér það. Nú er ég hægt og sígandi að nota breiddina meira og það mun styrkja liðið. Við verðum því vonandi betri eftir því sem á líður. Ég tel okkur eiga helling inni," sagði Guðmundur en hver er lykillinn að þessu góða gengi? „Við ákváðum að fara sérstaka leið í uppbyggingu á þessu liði. Við ákváðum að velja sigurvegara í liðið. Við skoðuðum vel bakgrunn þeirra leikmanna sem við fengum og hvernig karakterar þeir væru. Svo var ákveðið að fara ekki beint í stóru stjörnurnar þó svo við værum að fá frábæra leikmenn," sagði Guðmundur. Uppbygging þessa liðs hófst árið 2010 er félagið samdi við Alexander Petersson en hann kom svo í sumar. Það gerðu líka danski markvörðurinn Niklas Landin og sænska skyttan Kim Ekdahl du Rietz. „Þetta eru stjörnur en samt hörkuduglegir og ósérhlífnir strákar. Lexi og Kim geta spilað vörn og sókn. Það var ekki auðvelt þegar það þurfti að skera niður launakostnað um 325 milljónir króna og við urðum að vera skynsamir í okkar kaupum," sagði Guðmundur en fjölmargir dýrir leikmenn eru horfnir á braut fyrir nýju mennina. Þann 28. nóvember er stóra prófið fyrir Löwen er Alfreð Gíslason mætir með meistaralið Kiel í heimsókn.
Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn