Fjárfesting til framtíðar Kristín Ingólfsdóttir skrifar 3. nóvember 2012 08:00 Þau ánægjulegu tíðindi bárust í byrjun október að Háskóli Íslands hefði færst ofar á lista Times Higher Education yfir fremstu háskóla í heimi. Skólinn er nú í 271. sæti. Um 17.000 háskólar eru starfandi í heiminum og er Háskóla Íslands skipað í hóp þeirra tveggja prósenta háskóla sem fá hæstu einkunn. Þetta er stórkostlegur árangur fyrir 320.000 manna þjóð. Árangur Háskóla Íslands er glöggur vitnisburður um faglegan metnað og ósérhlífni starfsfólks og nemenda og til vitnis um styrk mikilvægra samstarfsaðila skólans. Það er hins vegar mikilvægt að átta sig á því að röðun Times Higher Education byggir á gögnum undangenginna ára. Áhrifa niðurskurðarins í kjölfar efnahagshrunsins gætir því aðeins að litlu leyti í mati ársins 2012. Nú þegar eru hins vegar að koma í ljós skýr merki um áhrif niðurskurðarins á starf háskólans. Ef ekki er horfst í augu við hættuna getur markvisst uppbyggingarstarf undangenginna ára skaðast. Í allri umræðu um framtíðarmöguleika og framtíðarvelsæld Íslands kemur fram skýr þverpólitískur skilningur á því að uppbygging og fjárfesting í háskólastarfi er lykilatriði. Það er því afar brýnt að þessi skilningur birtist í verki, meðal annars í afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2013. Vitaskuld er ljóst að Ísland hefur minna umleikis en á árunum fyrir hrun, en þeim mun brýnna er að forgangsröðunin tryggi að við sköpum grundvöll fyrir nýja verðmætasköpun. Háskóli Íslands brást skjótt við áskorun stjórnvalda um að opna dyr sínar fyrir stórum hópi ungs fólks sem missti vinnuna í kjölfar hrunsins. Á tímabilinu 2008–2012 hefur ársnemendum (nemendum í fullu námi) við skólann fjölgað um 1.430, eða um 18%. Þetta samsvarar um 2/3 af heildarfjölda nemenda við Háskólann í Reykjavík eða samanlögðum fjölda nemenda við Háskólann á Akureyri og á Hólum. Að óbreyttu blasir við að um 600 nemendur stundi nám í Háskóla Íslands án þess að hið opinbera greiði fyrir kennsluna. Opinber framlög til Háskóla Íslands í heild hafa lækkað um 18% að raungildi frá hruni. Þá er ekki talið með að niður féll áformuð tveggja milljarða króna skuldbinding af hálfu ríkisins samkvæmt sérstökum árangurstengdum samningi um kennslu og rannsóknir. Íslenskt samfélag hefur gengið í gegnum miklar hremmingar og full þörf verið á að allir legðust fast á árarnar. Það hefur háskólafólk sannarlega gert og í mótlætinu náð nýjum áföngum og skilað meiri árangri. En þannig getum við ekki unnið til lengdar. Nú verður að horfa til framtíðar. Ef ekki verður hafist handa um aukna fjárfestingu í háskólastarfi er raunveruleg hætta á að Háskóli Íslands missi sitt besta starfsfólk og nái ekki að endurnýja kraftana vegna bágra launakjara og aðbúnaðar. Háskóli Íslands hefur sýnt í verki að hann er reiðubúinn að axla ábyrgð við uppbyggingu íslensks efnahags- og atvinnulífs til framtíðar. Á ögurstundu hefur starfsfólk hans axlað byrðarnar með samfélaginu og í raun unnið þrekvirki. Dýrmætasta framlag Háskóla Íslands til samfélagsins er að hvika ekki frá settu marki heldur stefna áfram að afburðaárangri í menntun, vísindum og nýsköpun. Framlag íslensks samfélags til Háskóla Íslands er fjárfesting til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Þau ánægjulegu tíðindi bárust í byrjun október að Háskóli Íslands hefði færst ofar á lista Times Higher Education yfir fremstu háskóla í heimi. Skólinn er nú í 271. sæti. Um 17.000 háskólar eru starfandi í heiminum og er Háskóla Íslands skipað í hóp þeirra tveggja prósenta háskóla sem fá hæstu einkunn. Þetta er stórkostlegur árangur fyrir 320.000 manna þjóð. Árangur Háskóla Íslands er glöggur vitnisburður um faglegan metnað og ósérhlífni starfsfólks og nemenda og til vitnis um styrk mikilvægra samstarfsaðila skólans. Það er hins vegar mikilvægt að átta sig á því að röðun Times Higher Education byggir á gögnum undangenginna ára. Áhrifa niðurskurðarins í kjölfar efnahagshrunsins gætir því aðeins að litlu leyti í mati ársins 2012. Nú þegar eru hins vegar að koma í ljós skýr merki um áhrif niðurskurðarins á starf háskólans. Ef ekki er horfst í augu við hættuna getur markvisst uppbyggingarstarf undangenginna ára skaðast. Í allri umræðu um framtíðarmöguleika og framtíðarvelsæld Íslands kemur fram skýr þverpólitískur skilningur á því að uppbygging og fjárfesting í háskólastarfi er lykilatriði. Það er því afar brýnt að þessi skilningur birtist í verki, meðal annars í afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2013. Vitaskuld er ljóst að Ísland hefur minna umleikis en á árunum fyrir hrun, en þeim mun brýnna er að forgangsröðunin tryggi að við sköpum grundvöll fyrir nýja verðmætasköpun. Háskóli Íslands brást skjótt við áskorun stjórnvalda um að opna dyr sínar fyrir stórum hópi ungs fólks sem missti vinnuna í kjölfar hrunsins. Á tímabilinu 2008–2012 hefur ársnemendum (nemendum í fullu námi) við skólann fjölgað um 1.430, eða um 18%. Þetta samsvarar um 2/3 af heildarfjölda nemenda við Háskólann í Reykjavík eða samanlögðum fjölda nemenda við Háskólann á Akureyri og á Hólum. Að óbreyttu blasir við að um 600 nemendur stundi nám í Háskóla Íslands án þess að hið opinbera greiði fyrir kennsluna. Opinber framlög til Háskóla Íslands í heild hafa lækkað um 18% að raungildi frá hruni. Þá er ekki talið með að niður féll áformuð tveggja milljarða króna skuldbinding af hálfu ríkisins samkvæmt sérstökum árangurstengdum samningi um kennslu og rannsóknir. Íslenskt samfélag hefur gengið í gegnum miklar hremmingar og full þörf verið á að allir legðust fast á árarnar. Það hefur háskólafólk sannarlega gert og í mótlætinu náð nýjum áföngum og skilað meiri árangri. En þannig getum við ekki unnið til lengdar. Nú verður að horfa til framtíðar. Ef ekki verður hafist handa um aukna fjárfestingu í háskólastarfi er raunveruleg hætta á að Háskóli Íslands missi sitt besta starfsfólk og nái ekki að endurnýja kraftana vegna bágra launakjara og aðbúnaðar. Háskóli Íslands hefur sýnt í verki að hann er reiðubúinn að axla ábyrgð við uppbyggingu íslensks efnahags- og atvinnulífs til framtíðar. Á ögurstundu hefur starfsfólk hans axlað byrðarnar með samfélaginu og í raun unnið þrekvirki. Dýrmætasta framlag Háskóla Íslands til samfélagsins er að hvika ekki frá settu marki heldur stefna áfram að afburðaárangri í menntun, vísindum og nýsköpun. Framlag íslensks samfélags til Háskóla Íslands er fjárfesting til framtíðar.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun