Íslendingarnir eiga að draga vagninn fyrir KR Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. nóvember 2012 07:00 Uppöldu KR-ingarnir og landsliðsmennirnir Helgi Már Magnússon og Brynjar Þór Björnsson eiga að vera í aðalhlutverki hjá KR. Þeir eru hér með Böðvari formanni. Fréttablaðið/Ernir KR var spáð titlinum fyrir tímabilið í Dominos-deild karla en það hefur verið lítill meistarabragur á Vesturbæingum í upphafi vetrar. 41 stigs tap á heimavelli fyrir Snæfelli særði stolt KR-inga sem síðan töpuðu í kjölfarið fyrir 1. deildarliði Hamars í Lengjubikarnum. Í kvöld bíður svo erfiður leikur í Þorlákshöfn gegn Þór. „Það er engin krísa í Vesturbænum. Menn eru að anda með nefinu enda er mótið rétt að byrja. Það verður enginn meistari í byrjun nóvember. Ef þörf er á verða teknar einhverjar ákvarðanir en þær liggja ekki á borðinu núna," segir Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR. „Auðvitað taka menn það inn á sig að tapa leikjum. Skellurinn gegn Snæfelli var högg. Það er gott að eiga alvöru leik fram undan svo menn geti snúið þessu við." Útlendingarnir ekki staðið undir væntingumÚtlendingarnir í liði KR, Keagan Bell og Danero Thomas, hafa engan veginn staðið undir væntingum. Bell hefur til að mynda aðeins skorað tvö stig samanlagt í síðustu tveimur leikjum. „Útlendingarnir hafa vissulega ekki staðið undir væntingum. Eins og við lögðum þetta samt upp í haust eru útlendingarnir hluti af liðsheildinni. Við vildum ekki útlendinga til að draga vagninn eins og í flestum öðrum liðum þar sem þeir taka 60 til 70 prósent af skotunum. Það má ekki gleyma því að við erum með þrjá landsliðsmenn í okkar liði og marga aðra lipra íslenska stráka. Ég neita að trúa því að við þurfum tvær kanónur frá Bandaríkjunum til að draga vagninn fyrir okkur. Ég veit að það býr miklu meira í okkar strákum," segir Böðvar um þá hugmyndafræði sem KR er að vinna eftir í vetur en hún er afar áhugaverð. „Við erum ekki með dýra Kana. Við fengum Helga Má og Brynjar Þór til liðs við okkur og viljum gera eins vel við okkar menn og við getum. Við erum ekki að spara heldur að búa til lið þar sem íslensku leikmennirnir draga vagninn. Kannski gengur það ekki en ég trúi því að strákarnir sýni mér að það sé hægt." Rétt ákvörðun að ráða HelgaKR tók þá ákvörðun að gera Helga Má Magnússon að spilandi þjálfara. Helgi hefur enga reynslu af þjálfun og margir settu spurningamerki við þá aðgerð. „Við erum á því að það hafi verið rétt ákvörðun og stöndum og föllum með henni. Helgi er þrautreyndur landsliðsmaður og sterkur karakter sem allir bera virðingu fyrir. Hann er svo með Gunnar Sverrisson sér til aðstoðar. Þetta eru góðir menn," segir Böðvar og bendir á að undirbúningstímabil KR hafi verið í styttri kantinum út af landsliðsverkefnum. Það hafi sitt að segja. Dominos-deild karla Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Sjá meira
KR var spáð titlinum fyrir tímabilið í Dominos-deild karla en það hefur verið lítill meistarabragur á Vesturbæingum í upphafi vetrar. 41 stigs tap á heimavelli fyrir Snæfelli særði stolt KR-inga sem síðan töpuðu í kjölfarið fyrir 1. deildarliði Hamars í Lengjubikarnum. Í kvöld bíður svo erfiður leikur í Þorlákshöfn gegn Þór. „Það er engin krísa í Vesturbænum. Menn eru að anda með nefinu enda er mótið rétt að byrja. Það verður enginn meistari í byrjun nóvember. Ef þörf er á verða teknar einhverjar ákvarðanir en þær liggja ekki á borðinu núna," segir Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR. „Auðvitað taka menn það inn á sig að tapa leikjum. Skellurinn gegn Snæfelli var högg. Það er gott að eiga alvöru leik fram undan svo menn geti snúið þessu við." Útlendingarnir ekki staðið undir væntingumÚtlendingarnir í liði KR, Keagan Bell og Danero Thomas, hafa engan veginn staðið undir væntingum. Bell hefur til að mynda aðeins skorað tvö stig samanlagt í síðustu tveimur leikjum. „Útlendingarnir hafa vissulega ekki staðið undir væntingum. Eins og við lögðum þetta samt upp í haust eru útlendingarnir hluti af liðsheildinni. Við vildum ekki útlendinga til að draga vagninn eins og í flestum öðrum liðum þar sem þeir taka 60 til 70 prósent af skotunum. Það má ekki gleyma því að við erum með þrjá landsliðsmenn í okkar liði og marga aðra lipra íslenska stráka. Ég neita að trúa því að við þurfum tvær kanónur frá Bandaríkjunum til að draga vagninn fyrir okkur. Ég veit að það býr miklu meira í okkar strákum," segir Böðvar um þá hugmyndafræði sem KR er að vinna eftir í vetur en hún er afar áhugaverð. „Við erum ekki með dýra Kana. Við fengum Helga Má og Brynjar Þór til liðs við okkur og viljum gera eins vel við okkar menn og við getum. Við erum ekki að spara heldur að búa til lið þar sem íslensku leikmennirnir draga vagninn. Kannski gengur það ekki en ég trúi því að strákarnir sýni mér að það sé hægt." Rétt ákvörðun að ráða HelgaKR tók þá ákvörðun að gera Helga Má Magnússon að spilandi þjálfara. Helgi hefur enga reynslu af þjálfun og margir settu spurningamerki við þá aðgerð. „Við erum á því að það hafi verið rétt ákvörðun og stöndum og föllum með henni. Helgi er þrautreyndur landsliðsmaður og sterkur karakter sem allir bera virðingu fyrir. Hann er svo með Gunnar Sverrisson sér til aðstoðar. Þetta eru góðir menn," segir Böðvar og bendir á að undirbúningstímabil KR hafi verið í styttri kantinum út af landsliðsverkefnum. Það hafi sitt að segja.
Dominos-deild karla Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn