Íslendingarnir eiga að draga vagninn fyrir KR Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. nóvember 2012 07:00 Uppöldu KR-ingarnir og landsliðsmennirnir Helgi Már Magnússon og Brynjar Þór Björnsson eiga að vera í aðalhlutverki hjá KR. Þeir eru hér með Böðvari formanni. Fréttablaðið/Ernir KR var spáð titlinum fyrir tímabilið í Dominos-deild karla en það hefur verið lítill meistarabragur á Vesturbæingum í upphafi vetrar. 41 stigs tap á heimavelli fyrir Snæfelli særði stolt KR-inga sem síðan töpuðu í kjölfarið fyrir 1. deildarliði Hamars í Lengjubikarnum. Í kvöld bíður svo erfiður leikur í Þorlákshöfn gegn Þór. „Það er engin krísa í Vesturbænum. Menn eru að anda með nefinu enda er mótið rétt að byrja. Það verður enginn meistari í byrjun nóvember. Ef þörf er á verða teknar einhverjar ákvarðanir en þær liggja ekki á borðinu núna," segir Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR. „Auðvitað taka menn það inn á sig að tapa leikjum. Skellurinn gegn Snæfelli var högg. Það er gott að eiga alvöru leik fram undan svo menn geti snúið þessu við." Útlendingarnir ekki staðið undir væntingumÚtlendingarnir í liði KR, Keagan Bell og Danero Thomas, hafa engan veginn staðið undir væntingum. Bell hefur til að mynda aðeins skorað tvö stig samanlagt í síðustu tveimur leikjum. „Útlendingarnir hafa vissulega ekki staðið undir væntingum. Eins og við lögðum þetta samt upp í haust eru útlendingarnir hluti af liðsheildinni. Við vildum ekki útlendinga til að draga vagninn eins og í flestum öðrum liðum þar sem þeir taka 60 til 70 prósent af skotunum. Það má ekki gleyma því að við erum með þrjá landsliðsmenn í okkar liði og marga aðra lipra íslenska stráka. Ég neita að trúa því að við þurfum tvær kanónur frá Bandaríkjunum til að draga vagninn fyrir okkur. Ég veit að það býr miklu meira í okkar strákum," segir Böðvar um þá hugmyndafræði sem KR er að vinna eftir í vetur en hún er afar áhugaverð. „Við erum ekki með dýra Kana. Við fengum Helga Má og Brynjar Þór til liðs við okkur og viljum gera eins vel við okkar menn og við getum. Við erum ekki að spara heldur að búa til lið þar sem íslensku leikmennirnir draga vagninn. Kannski gengur það ekki en ég trúi því að strákarnir sýni mér að það sé hægt." Rétt ákvörðun að ráða HelgaKR tók þá ákvörðun að gera Helga Má Magnússon að spilandi þjálfara. Helgi hefur enga reynslu af þjálfun og margir settu spurningamerki við þá aðgerð. „Við erum á því að það hafi verið rétt ákvörðun og stöndum og föllum með henni. Helgi er þrautreyndur landsliðsmaður og sterkur karakter sem allir bera virðingu fyrir. Hann er svo með Gunnar Sverrisson sér til aðstoðar. Þetta eru góðir menn," segir Böðvar og bendir á að undirbúningstímabil KR hafi verið í styttri kantinum út af landsliðsverkefnum. Það hafi sitt að segja. Dominos-deild karla Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
KR var spáð titlinum fyrir tímabilið í Dominos-deild karla en það hefur verið lítill meistarabragur á Vesturbæingum í upphafi vetrar. 41 stigs tap á heimavelli fyrir Snæfelli særði stolt KR-inga sem síðan töpuðu í kjölfarið fyrir 1. deildarliði Hamars í Lengjubikarnum. Í kvöld bíður svo erfiður leikur í Þorlákshöfn gegn Þór. „Það er engin krísa í Vesturbænum. Menn eru að anda með nefinu enda er mótið rétt að byrja. Það verður enginn meistari í byrjun nóvember. Ef þörf er á verða teknar einhverjar ákvarðanir en þær liggja ekki á borðinu núna," segir Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR. „Auðvitað taka menn það inn á sig að tapa leikjum. Skellurinn gegn Snæfelli var högg. Það er gott að eiga alvöru leik fram undan svo menn geti snúið þessu við." Útlendingarnir ekki staðið undir væntingumÚtlendingarnir í liði KR, Keagan Bell og Danero Thomas, hafa engan veginn staðið undir væntingum. Bell hefur til að mynda aðeins skorað tvö stig samanlagt í síðustu tveimur leikjum. „Útlendingarnir hafa vissulega ekki staðið undir væntingum. Eins og við lögðum þetta samt upp í haust eru útlendingarnir hluti af liðsheildinni. Við vildum ekki útlendinga til að draga vagninn eins og í flestum öðrum liðum þar sem þeir taka 60 til 70 prósent af skotunum. Það má ekki gleyma því að við erum með þrjá landsliðsmenn í okkar liði og marga aðra lipra íslenska stráka. Ég neita að trúa því að við þurfum tvær kanónur frá Bandaríkjunum til að draga vagninn fyrir okkur. Ég veit að það býr miklu meira í okkar strákum," segir Böðvar um þá hugmyndafræði sem KR er að vinna eftir í vetur en hún er afar áhugaverð. „Við erum ekki með dýra Kana. Við fengum Helga Má og Brynjar Þór til liðs við okkur og viljum gera eins vel við okkar menn og við getum. Við erum ekki að spara heldur að búa til lið þar sem íslensku leikmennirnir draga vagninn. Kannski gengur það ekki en ég trúi því að strákarnir sýni mér að það sé hægt." Rétt ákvörðun að ráða HelgaKR tók þá ákvörðun að gera Helga Má Magnússon að spilandi þjálfara. Helgi hefur enga reynslu af þjálfun og margir settu spurningamerki við þá aðgerð. „Við erum á því að það hafi verið rétt ákvörðun og stöndum og föllum með henni. Helgi er þrautreyndur landsliðsmaður og sterkur karakter sem allir bera virðingu fyrir. Hann er svo með Gunnar Sverrisson sér til aðstoðar. Þetta eru góðir menn," segir Böðvar og bendir á að undirbúningstímabil KR hafi verið í styttri kantinum út af landsliðsverkefnum. Það hafi sitt að segja.
Dominos-deild karla Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira