Stuðningsgrein: Árni Páll er rétti maðurinn Rannveig Guðmundsdóttir skrifar 1. nóvember 2012 08:00 Ég tók því afar illa þegar Árni Páll Árnason var settur út úr ríkisstjórn um sl. áramót. Efnahags- og viðskiptaráðuneytinu var þá millilent í sameinuðu atvinnumálaráðuneyti til þess svo að vera staðsett nýverið í fjármálaráðuneyti. Með mannabreytingunni var höggvið í pólitíska stöðu fjölmennasta kjördæmisins og þetta sterkasta vígi jafnaðarmanna – Kraginn – veiklað að óþörfu. Enda kom í ljós samkvæmt Capacent Gallup að fylgi Samfylkingar í kjördæminu hrundi í kjölfarið. Þessi óskiljanlegi gjörningur reyndist seinna gera okkar oddvita að enn sterkari forystumanni. Árni Páll, sem hefur alltaf verið duglegur að funda með flokksfélögum í kjördæminu og efla sitt tengslanet, lá ekki á liði sínu þegar hagir breyttust. Við hrifumst af krafti hans og reisn. Hann var óþreytandi að segja fólki að maður ætti ekkert í pólitík. Að vera treyst fyrir ráðuneytum hefði verið dýrmæt reynsla. Nú væri hollt að horfa til pólitískra lausna frá öðrum sjónarhóli en innan stjórnarstarfsins. Hann varði félaga sína og umdeildar gjörðir. Talaði af skilningi um vandamálin sem þyrfti að leysa og horfði til framtíðar með nýjum þrótti. Alltaf fórum við bjartsýn og baráttuglöð af fundum hans. Það er stór hópur sem nú fylkir sér um Árna Pál sem oddvita og formannsefni. Sem trúir að hann hafi burði til að leiða land og þjóð inn í nýja framtíð fái Samfylkingin til þess fylgi. Þegar Jóhanna Sigurðardóttir kynnti brotthvarf sitt úr pólitík eftir farsælan stjórnmálaferil í áratugi gaf hún boltann tímanlega til flokksmanna varðandi nýja forystusveit. Nú er tími kominn á kynslóðaskipti.Góðir kostir Það er okkar flokksmanna að hugsa pólitík dagsins með framtíðarsýn að leiðarljósi. Eftir þunga tiltektarvinnu í kjölfar efnahagshruns ber Samfylkingunni að boða framtíðarsýn jafnaðarmanna. Hvernig samfélag viljum við Íslendingar sameinast um þegar landið rís á ný eftir erfið ár? Samfylkingin þarf sterkan talsmann núna. Árni Páll hefur hæfileikann til að eiga samtal við fólk. Og hann ber virðingu fyrir skoðunum annarra. Þetta eru mikilvægir kostir stjórnmálamanns. Hann er jákvæður og víðsýnn. Hann talar fyrir opnu samfélagi, heilbrigðu viðskiptalífi og velferð allra. Og hans pólitíska hjarta slær afdráttarlaust vinstra megin við miðju. Í öllum löndum í kringum okkur þar sem jafnaðarstefnan hefur verið sterkt samfélagsafl og hornsteinn í uppbyggingu velferðarsamfélaga liggja sósíaldemókratískir flokkar á miðjunni og yfir til vinstri. Þannig á það að vera hér líka. Annars verður miðjan auð. Í minni eigin stjórnmálaþátttöku hafa velferðarmálin átt stærsta sess. Ég hef lært hve mikilvægt er að horfa til nýrra lausna þegar eldri leiðir reynast ekki færar. Ég hef glaðst yfir því sem formaður stjórnar framkvæmdasjóðs aldraðra að nú rísa hjúkrunarheimili hvert af öðru eftir langa bið af því að Árni Páll fór nýjar leiðir með svokallaðri leiguleið á þrengingartímum. Við þurfum formann sem er víðsýnn og leitar nýrra lausna um leið og hann stendur vörð um grundvallargildi jafnaðarmanna. Ég styð Árna Pál sem oddvita í Suðvesturkjördæmi áfram og mun vinna að framboði hans til formanns Samfylkingarinnar. Við þurfum Árna Pál sem formann núna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Ég tók því afar illa þegar Árni Páll Árnason var settur út úr ríkisstjórn um sl. áramót. Efnahags- og viðskiptaráðuneytinu var þá millilent í sameinuðu atvinnumálaráðuneyti til þess svo að vera staðsett nýverið í fjármálaráðuneyti. Með mannabreytingunni var höggvið í pólitíska stöðu fjölmennasta kjördæmisins og þetta sterkasta vígi jafnaðarmanna – Kraginn – veiklað að óþörfu. Enda kom í ljós samkvæmt Capacent Gallup að fylgi Samfylkingar í kjördæminu hrundi í kjölfarið. Þessi óskiljanlegi gjörningur reyndist seinna gera okkar oddvita að enn sterkari forystumanni. Árni Páll, sem hefur alltaf verið duglegur að funda með flokksfélögum í kjördæminu og efla sitt tengslanet, lá ekki á liði sínu þegar hagir breyttust. Við hrifumst af krafti hans og reisn. Hann var óþreytandi að segja fólki að maður ætti ekkert í pólitík. Að vera treyst fyrir ráðuneytum hefði verið dýrmæt reynsla. Nú væri hollt að horfa til pólitískra lausna frá öðrum sjónarhóli en innan stjórnarstarfsins. Hann varði félaga sína og umdeildar gjörðir. Talaði af skilningi um vandamálin sem þyrfti að leysa og horfði til framtíðar með nýjum þrótti. Alltaf fórum við bjartsýn og baráttuglöð af fundum hans. Það er stór hópur sem nú fylkir sér um Árna Pál sem oddvita og formannsefni. Sem trúir að hann hafi burði til að leiða land og þjóð inn í nýja framtíð fái Samfylkingin til þess fylgi. Þegar Jóhanna Sigurðardóttir kynnti brotthvarf sitt úr pólitík eftir farsælan stjórnmálaferil í áratugi gaf hún boltann tímanlega til flokksmanna varðandi nýja forystusveit. Nú er tími kominn á kynslóðaskipti.Góðir kostir Það er okkar flokksmanna að hugsa pólitík dagsins með framtíðarsýn að leiðarljósi. Eftir þunga tiltektarvinnu í kjölfar efnahagshruns ber Samfylkingunni að boða framtíðarsýn jafnaðarmanna. Hvernig samfélag viljum við Íslendingar sameinast um þegar landið rís á ný eftir erfið ár? Samfylkingin þarf sterkan talsmann núna. Árni Páll hefur hæfileikann til að eiga samtal við fólk. Og hann ber virðingu fyrir skoðunum annarra. Þetta eru mikilvægir kostir stjórnmálamanns. Hann er jákvæður og víðsýnn. Hann talar fyrir opnu samfélagi, heilbrigðu viðskiptalífi og velferð allra. Og hans pólitíska hjarta slær afdráttarlaust vinstra megin við miðju. Í öllum löndum í kringum okkur þar sem jafnaðarstefnan hefur verið sterkt samfélagsafl og hornsteinn í uppbyggingu velferðarsamfélaga liggja sósíaldemókratískir flokkar á miðjunni og yfir til vinstri. Þannig á það að vera hér líka. Annars verður miðjan auð. Í minni eigin stjórnmálaþátttöku hafa velferðarmálin átt stærsta sess. Ég hef lært hve mikilvægt er að horfa til nýrra lausna þegar eldri leiðir reynast ekki færar. Ég hef glaðst yfir því sem formaður stjórnar framkvæmdasjóðs aldraðra að nú rísa hjúkrunarheimili hvert af öðru eftir langa bið af því að Árni Páll fór nýjar leiðir með svokallaðri leiguleið á þrengingartímum. Við þurfum formann sem er víðsýnn og leitar nýrra lausna um leið og hann stendur vörð um grundvallargildi jafnaðarmanna. Ég styð Árna Pál sem oddvita í Suðvesturkjördæmi áfram og mun vinna að framboði hans til formanns Samfylkingarinnar. Við þurfum Árna Pál sem formann núna.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun